Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 124
finnsson, sem ætti að vera fyrsti Evrópumaðurinn fæddur í Nýja heim-
inum, - ef sannleikskjarni er í sögunni. Eftir að fjölskyldan kom aftur til
Íslands, eftir að hafa farið til Grænlands og Noregs, hermir Grænlendinga
saga að Guðríður hafi gengið suður til Rómar í pílagrímsferð og þegar
hún sneri aftur í Glaumbæ, hafi Snorri sonur hennar látið reisa kirkju
handa henni.
Margir fræðimenn telja að síðasti hluti Grænlendinga sögu, þar sem
Glaumbær er nefndur, hafi ekkert sögulegt gildi.28 Rannsóknir okkar
benda til þess að torfveggur hafi verið reistur í Glaumbæ fyrir 1000, og
skálinn virðist í notkun um það leyti sem sögurnar um Vínland láta
Guðríði og fjölskyldu hennar snúa til baka til Íslands. Ef marka má
sögurnar gæti fjölskyldan hafa verið fyrsta veturinn á Reynistað og flutt
eftir það í Glaumbæ. Þá má ætla að bæði Reynistaður og Glaumbær hafi
verið í eigu fjölskyldu Karlsefnis.
Óvíst er að við getum nokkurn tíma staðfest samband milli skálans
sem við teljum vera í Glaumbæ og sagnanna um Vínland – þó að það
gæti komið að gagni ef bútur af mösurvið (hlyn) fyndist við uppgröft á
staðnum. Hvað sem því líður er þessi uppgötvun samt mikilvæg. Hún er
gott dæmi um hve sterk tilhneigingin er að tengja staðsetningu eldri
bygginga við rústir sem sjást nú á dögum.29 Mikilvægast er þó að skálinn
sem við teljum okkur hafa fundið í Glaumbæ virðist falla inn í stærri
heildarmynd, þar sem bæjarstæði á stórbýlum virðast hafa verið færð um
1100.
Athyglisvert er hvernig þessi stóru fornbýli dreifast. Svo er að sjá að
þau komi til sögunnar fyrir 1000 og séu flutt um 1100. Staðsetning og
dreifing þeirra bendir til þess að lítill munur hafi verið á aðgengi að auð-
lindum, hver bær var sennilega sjálfum sér nægur. Sú staðreynd að við
höfum ekki getað greint nein býli umhverfis þessi stóru fornbýli er mikil-
væg með tilliti til greiningar á búsetumynstri. Frekari rannsókna er þó
þörf til þess að meta hversu útbreitt þetta mynstur er.
Við bjuggumst við því að með þeim aðferðum sem við beitum
myndum við aðallega finna lítil býli frá fyrstu tíð. En við höfum aðeins
hitt á eitt lítið fornbýli fjarri sýnilegum bæjarhól (Torfgarður /[SK-106-
100]. 2. tafla og 5. mynd). Öll önnur lítil fornbýli, sem við höfum getað
staðsett, hafa verið nálægt sýnilegum bæjarhól eða hluti af honum. Öll
litlu býlin, sem við höfum getað kortlagt og getum tímasett með nokk-
urri vissu, voru fyrst byggð einhvern tíma á milli 1000 og 1100. Dreifing
og aldur þessara litlu býla bendir til þess að þau hafi byggst út frá stórbýl-
unum fornu sem þau virðast raðast í kringum. Vitað er að margir af
RANNSÓKNIR Á BÚSETUMINJUM Í SKAGAFIRÐI 123