Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 179

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 179
Athygli hafa einnig vakið tvö glerbrot sem Natascha Mehler hefur greint sem brot úr uppmjóu drykkjarglasi frá 16. öld.27 Sambærileg brot hafa fundist í Reykjavík og í Viðey en gripir úr gleri eru annars mjög sjaldgæfir á Íslandi fyrir 17. öld. Norðan við kirkjugrunninn var miklu minna um gripi. Í fyllingunni í niðurgreftinum í búðarvegginn var aðeins einn hlutur, bronsþynna, sem vel getur verið eldri en niðurgröfturinn. Í efsta laginu norðan við kirkju- grunninn voru nokkrir járnbútar og -naglar, eitt glerbrot eldra en 1721, áðurnefnt leirkersbrot og eldtinna. Í safnlaginu þar undir, sem hlaðist hefur upp á seinni hluta miðalda, voru nokkrir járnbútar og -naglar, lítil bronskúla, hol að innan, og allgóður skrautknappur úr blýi, sennilega af reiðtygjum. Í hrunlagi innan úr búðinni nyrst í skurðinum voru járnbútar og -naglar og allnokkrar hrosstennur í molum. Efst í laginu, sem hefur verið gólf búðarinnar, fundust hrosstennur og voru þær einu gripirnir sem þar komu í ljós. Í neðsta laginu, skammt ofan við klöppina, sunnan við búðina, fannst heillegur silfurpeningur.Anton Holt hefur greint peninginn sem „norskan pening af svokallaðri nafnlausri gerð (norska: anonym typ) frá tímabilinu um 1065-1080. Hann er af gerð sem slegin var á Norðurlöndum á þess- um árum, þ.e.a.s. eftirlíking penings frá Aðalráði II eða Knúti ríka sem slegnir voru á Englandi á tímabilinu um þúsund (997-1003).“28 Nákvæm- lega eins peningur, þ.e. peningur sem sleginn var með sama móti, hefur ekki fundist áður, eftir því sem næst verður komist. Peningar af sömu gerð hafa heldur ekki fundist fyrr á Íslandi og aðeins einn norskur pen- ingur frá 11. öld hefur fundist hér áður, á Bessastöðum 1996. Ekkert bendir til annars en að peningnum hafi verið glutrað niður á víðavangi í kringum 1100. Niðurstöður Kirkjugrunnur hefur verið hlaðinn uppi á hólnum þar sem Þingvalla- kirkja stendur nú laust eftir 1500. Grafið hefur verið niður á fast og a.m.k. einfalt lag af hraungrýti lagt á klöppina. Þótt það sé ekki ótvírætt virðist sem þessi fyrsta kirkja á þessum stað hafi verið úr tré eingöngu, og hefur hún þá annaðhvort verið heldur stærri en núverandi kirkja eða staðið sjónarmun norðar. Fullvíst má telja að þessi grunnur sé af kirkj- unni sem Páll Vídalín segir að Alexíus Pálsson hafi byggt í byrjun 16. ald- ar. Sú kirkja hefur staðið í rúma öld eftir því sem næst verður komist en 178 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.