Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Qupperneq 179
Athygli hafa einnig vakið tvö glerbrot sem Natascha Mehler hefur
greint sem brot úr uppmjóu drykkjarglasi frá 16. öld.27 Sambærileg brot
hafa fundist í Reykjavík og í Viðey en gripir úr gleri eru annars mjög
sjaldgæfir á Íslandi fyrir 17. öld.
Norðan við kirkjugrunninn var miklu minna um gripi. Í fyllingunni í
niðurgreftinum í búðarvegginn var aðeins einn hlutur, bronsþynna, sem
vel getur verið eldri en niðurgröfturinn. Í efsta laginu norðan við kirkju-
grunninn voru nokkrir járnbútar og -naglar, eitt glerbrot eldra en 1721,
áðurnefnt leirkersbrot og eldtinna. Í safnlaginu þar undir, sem hlaðist
hefur upp á seinni hluta miðalda, voru nokkrir járnbútar og -naglar, lítil
bronskúla, hol að innan, og allgóður skrautknappur úr blýi, sennilega af
reiðtygjum.
Í hrunlagi innan úr búðinni nyrst í skurðinum voru járnbútar og -naglar
og allnokkrar hrosstennur í molum. Efst í laginu, sem hefur verið gólf
búðarinnar, fundust hrosstennur og voru þær einu gripirnir sem þar
komu í ljós.
Í neðsta laginu, skammt ofan við klöppina, sunnan við búðina, fannst
heillegur silfurpeningur.Anton Holt hefur greint peninginn sem „norskan
pening af svokallaðri nafnlausri gerð (norska: anonym typ) frá tímabilinu
um 1065-1080. Hann er af gerð sem slegin var á Norðurlöndum á þess-
um árum, þ.e.a.s. eftirlíking penings frá Aðalráði II eða Knúti ríka sem
slegnir voru á Englandi á tímabilinu um þúsund (997-1003).“28 Nákvæm-
lega eins peningur, þ.e. peningur sem sleginn var með sama móti, hefur
ekki fundist áður, eftir því sem næst verður komist. Peningar af sömu
gerð hafa heldur ekki fundist fyrr á Íslandi og aðeins einn norskur pen-
ingur frá 11. öld hefur fundist hér áður, á Bessastöðum 1996. Ekkert
bendir til annars en að peningnum hafi verið glutrað niður á víðavangi í
kringum 1100.
Niðurstöður
Kirkjugrunnur hefur verið hlaðinn uppi á hólnum þar sem Þingvalla-
kirkja stendur nú laust eftir 1500. Grafið hefur verið niður á fast og
a.m.k. einfalt lag af hraungrýti lagt á klöppina. Þótt það sé ekki ótvírætt
virðist sem þessi fyrsta kirkja á þessum stað hafi verið úr tré eingöngu, og
hefur hún þá annaðhvort verið heldur stærri en núverandi kirkja eða
staðið sjónarmun norðar. Fullvíst má telja að þessi grunnur sé af kirkj-
unni sem Páll Vídalín segir að Alexíus Pálsson hafi byggt í byrjun 16. ald-
ar. Sú kirkja hefur staðið í rúma öld eftir því sem næst verður komist en
178 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS