Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 112
Búsetumynstrið bendir til þess að frá landnámi og fram til 1000 hafi
verið alllangt á milli stórbýla. Milli 1000 og 1100 voru síðan stofnuð
smærri býli umhverfis stóru býlin þannig að stigveldi í búsetu myndaðist.
Um 1100 færðist bæjarstæðið á stórbýlunum hins vegar á nýjan stað, og
hélst óbreytt fram á 20. öld. Afleiðing þessarar tilfærslu er sú að víða eru
fornar byggingar frá víkingaöld nú undir ræktuðu túni og í umtalsverðri
hættu af nútímabúskap. Því teljum við að ítarleg kortlagning búsetu-
mynsturs sé mikilvæg bæði fyrir rannsóknir og minjavernd. Fjarkönnun,
sem gerir það kleift að greina minjar sem sjást ekki á yfirborði, er víða
mikilvæg leið að því marki.
Torfbæir í Skagafirði
Við venjulega fornleifaskráningu eru einkum skráðar og kortlagðar
minjar sem sjást á yfirborði, en þegar leitað er minja undir yfirborði
verður að greina þær frá jarðveginum umhverfis, til dæmis með því að
athuga jarðeðlisfræðilega eiginleika þeirra.
Þegar torfbygging hefur verið yfirgefin hrynja veggir hennar. Venju-
lega stendur aðeins neðsti hluti veggjarins eftir og hrunið torf er allt í
kring. Í Skagafirði standa enn uppi ótrúlega mörg en misvel farin torf-
hús. Líklega er það að einhverju leyti vegna þess að veðurfar þar er til-
tölulega þurrt og milt.16 Torfhús, sem yfirgefin voru á víkingaöld á lág-
lendum svæðum í Skagafirði, hafa líklega fljótt orpist jarðvegi eftir að
þau hrundu og því ekki eyðilagst af vindi og veðrum. Á láglendi hefur
hlaðist upp 30–90 cm þykkt lag af áfoki síðustu 1100 árin, sem er
uppblástur af hálendinu. Rannsóknir á þessum foklögum17 benda til að
mest hafi hlaðist upp á fyrstu 250 árum búsetu í landinu, (þ.e. frá
landnámi og fram um 1100).18 Vegna þess að láglendið grófst svo hratt
undir áfoki gætu margar fornar rústir verið varðveittar undir grænni
torfu þar sem ekkert er hægt að greina nú á yfirborði.
Þó að skilyrði til varðveislu torfbygginga séu góð geta samt orðið
skekkjur við kortlagningu fornra rústa. Þegar hús eru sokkin í jörðu
þjappast torfið saman og minnkar að rúmtaki. Þetta getur þýtt að vel
varðveittar rústir séu alveg á kafi í áfokslögum og lítil merki þeirra sjáist
á yfirborði. Stundum hafa varðveist munnmæli um byggingar eða til eru
ritaðar heimildir, nægilega nákvæmar til að staðsetja rústir sem ekkert
sést til. Í öðrum tilvikum hafa torfbyggingar verið reistar aftur og aftur á
sama stað, öld eftir öld, og myndað bæjarhóla sem vísa á eldri
bæjarstæði.19 Á láglendi í Skagafirði ættu að vera kjöraðstæður til varð-
RANNSÓKNIR Á BÚSETUMINJUM Í SKAGAFIRÐI 111