Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 141
einu leggbroti (nr. 6 í skrá hér á eftir) er áletrunin „A·ROSS“ með hlykkj-
óttum stöfum. Þessi merking er til vitnis um að pípan er gerð á tímabil-
inu 1753 til 1764. Svipað hlykkjaletur er á leggnum nr. 7 í skránni. Bæði
leggbrotin fundust undir brunalaginu sem talið er frá eldsvoðanum 1764.
Aðeins er hægt að lesa „S·Fe“, en þar mun örugglega átt við Severin
Ferslew, en pípur voru merktar honum á árunum frá 1758 til 1764.
A.m.k. tvö pípubrot eru komin frá Englandi. Nr. 3 í skránni er pípu-
haus, íbjúgur neðan og án hæls, og á hægri hlið haussins, frá reykinga-
manninum séð, er mótað merki. Þar má lesa í þremur línum nafnið „R
TIP PET“. Pípan er gerð á verkstæði Tippet-fjölskyldunnar í Bristol.
Vitað er um þrjá pípugerðarmenn sem tóku hver við af öðrum frá árinu
1660 og hétu allir Robert að skírnarnafni. Sá yngsti dó árið 1720.35
Pípur af þessari gerð voru einkum framleiddar til útflutnings til Norður-
Ameríku og finnast sjaldan í Englandi.36 Númer 2 í skránni er líklega
einnig ensk. Bæði pípugerðin og mótuðu upphafsstafirnir I og A minna á
pípur frá verkstæðum í nágrenni Lundúna, en ekki hefur tekist að af-
marka framleiðslustaðinn nánar.37 Krítarpípuhaus, sem ekki er vitað
hvaðan er, fannst við frekari uppgröft í Aðalstræti 2003 (nr. 13 í skrá).
Líklegt er að pípan sé ensk, en ekki hefur tekist að finna upprunastað. Á
hausnum er mynd af jurtasprota með laufum að framan, en að aftan er
mynd af krýndu ljóni og einhyrningi sem standa á afturfótunum og halda
á milli sín kringlóttum skildi og er mynd á skildinum, en torvelt að sjá
hvað hún sýnir.
Ekki hefur heldur tekist að ráða í framleiðslustaði þriggja annarra
númera. Brot númer 8 er úr haus með hæl. Á hausnum er upphleypt
skraut sem ekki er vel varðveitt. Það sýnir ljón sem stendur á afturfótun-
um og er séð frá hlið og heldur kringlóttum skildi. Áletrunin sem er
hringinn í kring á skildinum er ólæsileg, ekki er heldur hægt að sjá á
hverju ljónið stendur, né hvaða mynd er á skildinum. Svo er að sjá að
annað ljón hafi verið á þeim hluta sem vantar á hausinn. Handbragðið á
ljónunum og áletranaborðunum bendir til þess að þetta gætu verið svo-
nefndar byltingarpípur, sem voru framleiddar bæði í Svíþjóð og
Hollandi. Á hausnum á þessum pípum eru tvö ljón sem standa hvort
andspænis öðru og halda á upphafsstafnum „G“ á milli sín. Gústaf III.
Svíakonungur lét gera þessar pípur til að minnast þess er hann gerðist
einvaldur 19. ágúst 1772 og dreifa þeim ókeypis meðal þegna sinna.38
Númer 9 í skránni er brot úr riffluðum pípuhaus íbjúgum neðan án
hæls, sem hvorki er með skraut né áletranir. Gripurinn fannst í brunalagi
sem ætla má að orðið hafi til í eldsvoðanum 1764. Hann gæti verið frá
140 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS