Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 61
nýja bitalags. Lögð hafi verið raflögn til ljósa og hitunar ofna, sem voru á
veggjum og undir bekkjum, þetta eftir teikningu Valgarðs Thoroddsens
verkfræðings.Vatnssalerni var komið fyrir undir stiga í forkirkju með að-
og frárennslislögn. Smíðaðar hafi verið tvennar hurðir, ytri og innri, svo
og allir bekkir, altari, altaristafla (skrifað svo, en líklegast er átt við skorið
krossmark), einnig prédikunarstóll, stúka fyrir prest og stúka fyrir söng-
fólk, þetta allt úr eik samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins. Steypt
hefi verið stétt frá kirkjudyrum og að hliði á girðingu, tröppur við kirkju
séu lagðar norskri steinhellu, stólpar steyptir við hliðið með hliðgrind úr
járni. Anddyri kirkjunnar sé nú klætt með þilplötum, stigi upp á loftið
afþiljaður og síðan hafi allt þetta verið málað.
Nokkuð var þó enn ófrágengið.Verið var að setja eikarparkett á gólfið
og að því búnu átti að setja niður prédikunarstól og prestsstúku, en þetta
var allt tilbúið fullsmíðað. Eftir var að ganga frá rafmagni, og altari og
„altaristafla“ voru í smíðum og eftir var að mála anddyri. Eftir var að
leggja stétt að kirkju, væntanlega frá stofunni, og jarðvinna var eftir.
Vitnað er til þeirrar kostnaðaráætlunar sem valin var í upphafi, 210
þús. kr., en sagt að í þeirri áætlun sé ekki gert ráð fyrir þaksteini né eir á
þak, ekki nýju bitalagi með sperrum, dregurum eða járnstífum né heldur
steypu ofan á veggi, en þetta hafi þurft að gera því að gamla þakið hefði
ekki borið þaksteininn. Ekki hafi verið gert ráð fyrir að höggva
málningu og múrhúð af né múrhúða að nýju og ekki heldur að sett yrði
salerni með tilheyrandi leiðslum. Margt fleira hafi verið gert sem ekki var
talið nauðsynlegt að gera í upphafi.
„Allt þetta hefir verið framkvæmt í samráði við húsameistara ríkisins
og mest eftir ósk Forseta Íslands“ segir síðan, en um þessa setningu hefur
verið dreginn svigi með blýanti á frumbréfið eftir móttöku þess, virðist
það gert af Gústav A. Jónassyni ráðuneytisstjóra í Dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu að því er ráða má af öðrum áritunum hans á umslagi bréfs-
ins. Hafa menn þar á bæ líklegast dregið í efa réttmæti setningarinnar.
Segir eftirlitsmaður síðan í skýrslu sinni, að verkinu muni verða lokið í
febrúarmánuði. Útlagður kostnaður 1. janúar 1948 hafi verið orðinn 470
þús. kr., en erfitt sé að áætla þann kostnað sem eftir sé, þar sem breytingar
hafi nú þegar verið gerðar á fullunnu verki, en telur þó að kostnaður ætti
ekki að fara fram úr 50–60 þúsundum króna. Skýrsla þessi virðist hafa
orðið tilefni umræðna þeirra sem nú fóru af stað, ekki sízt vegna kostn-
aðarins sem hefur þótt ærið mikill.
Næst gerðist svo það, að Gylfi Þ. Gíslason alþingismaður flutti erindi í
útvarp í febrúar 1948 og fjallaði þar meðal annars um viðgerð Bessa-
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS