Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 27
Nýjungarnar fólust í tækninni. Sameiginlegt með flestum spunarokk-
unum, sem sjá má hér á byggða- og minjasöfnum, er að spunabúnaður er
staðsettur fyrir ofan hjólið og tengdur við það með snúru. Spunabúnað-
urinn er megintæknieinkennið (algengt var að nota hjól við ýmsan bún-
að til annarra nota). Einnig voru hér eitthvað notaðir spunarokkar þar
sem snældu og hnokkatré er komið fyrir vinstra megin, til hliðar við hjól-
ið.72
Í vefsmiðjum Innréttinganna voru, jafnframt fótknúnum spunarokk-
um, notaðir handknúnir rokkar – svonefndir skotrokkar – þóttu þeir
nauðsynlegir í klæðaiðnaði. Það er því vert að skoða verklag við skot-
rokkspuna nánar. Skotrokkur (e: great wheel), er afar einföld gerð af
spunarokki. Teini með trissu á öðrum enda var komið fyrir á tréfjöl,
sem sat á bekk eða borði, en stundum voru fætur undir fjölinni.Tein-
inum var komið fyrir, oft í grönnum tréstoðum, á öðrum enda fjalar-
innar og trissan tengd með snúru við stórt hjól sem sat í stoðum á
hinum endanum. Ullarlyppa var fest við teininn, hjólið sett á hreyfingu
með annarri hendinni og ullarkemban teygð frá teininum með hinni.
Garnið skrapp fram af teinoddinum við hvern snúning og hljóp snúð-
urinn upp kembuna. Þegar spunakona hafði teygt lopann eins langt frá
teininum og hægt var með góðu móti, stöðvaði hún hjólið sem
snöggvast og sneri því í öfuga átt meðan þráðurinn var færður frá
teinoddinum inn á teininn. Síðan var hjólinu snúið á nýjan leik í sömu
átt og spunnið var og þráðurinn undinn upp á teininn. Spuninn fór
þannig fram í tveimur lotum, spunnið og undið upp til skiptis þar til
nóg þótti komið á teininn. Spunakonan gat ýmist setið eða staðið við
spunann en hún náði að spinna lengri færu í hverri lotu ef hún spann
standandi.73 Skotrokkar náðu ekki fótfestu hérlendis en heitið skot-
rokkur virðist hafa færst yfir á fótknúna rokka með snældu og kerfi
staðsettu til hliðar við hjólið.74
Af vefstólum, sem varðveist hafa hér, meðal annars í minjasöfnum, má
sjá að þeir eru tæknilega svipaðir vefstólum sem notaðir eru á handíða-
námskeiðum í almennum vefnaði nú á dögum. Uppistaðan situr lárétt í
sterklegri grind – kjálkum – og er strekkt milli tveggja gildra, sívalra
kefla sem sitja hvort á sínum enda í kjálkunum. Nær þeim enda á kjálk-
unum, sem vefarinn vinnur við, er komið fyrir útbúnaði sem heldur
uppistöðuþráðunum til haga og er útbúnaðurinn tengdur stigskammel-
um við fætur vefarans.Vefarinn situr við vefstólinn og stígur á skammelin
eftir tilteknum reglum, við hvert stig myndast skil í vefinn og er ívafinu
skotið í skilið.
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS