Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 62
staðakirkju og gagnrýndi hana mjög.Var hluti erindisins birtur í Alþýðu-
blaðinu 15. febrúar. Fjallaði Gylfi þar nokkuð um Menntaskólahúsið
gamla en einkum um Bessastaðakirkju. Segir Gylfi í grein sinni, að kirkj-
unni muni lítið hafa verið breytt frá því hún var nýsmíðuð og þar til nú,
þótt henni hafi ekki alltaf verið svo vel við haldið sem skyldi. Lýsir hann
kirkjunni nokkuð, kórgrindum, súlum, kórónu og nafndrætti Kristjáns
konungs VII., en á stjórnarárum hans var kirkjan reist, einnig lýsir hann
prédikunarstóli, skírnarfonti og legsteinum. Segir Gylfi þar, að undanfarið
hafi farið fram „viðgerð“ (orðið hefur hann innan tilvitnunarmerkja) á
kirkjunni á vegum húsameistara ríkisins, en reyndar kveðst Gylfi vilja
orða það svo að verið sé að gera þar nýja kirkju í stað hinnar gömlu,
aðeins gömlu steinveggirnir standi enn, en alla innansmíð sé verið að
gera að nýju. „Hinum ævagamla predikunarstóli, altari, bekkjum, tigul-
steinagólfi, legsteinum – öllu sópað burt.“ Aðeins eigi skírnarsárinn að
vera áfram og legsteinn Magnúsar Gíslasonar amtmanns, sem settur hafi
verið þar sem áður var legsteinn Páls Stígssonar. Getur Gylfi þess, að allar
þessar breytingar á kirkjunni muni hafa kostað yfir 400 þúsund krónur,
sem honum þótti greinilega mikið fé. Hefði verið eðlilegt, segir hann, að
þjóðminjavörður hefði fjallað um viðhald og breytingar kirkjunnar, en
hún hafi þó ekki verið tekin á þjóðminjaskrá frekar en Hóladómkirkja í
Hjaltadal. Segir hann enn fremur, að breytingar þessar muni hafa verið
gerðar gegn eindregnum mótmælum þjóðminjavarðar, og hafi ekki verið
leitað til hans um annað en að hirða gripi kirkjunnar.
Gylfi er mjög einarður í gagnrýni sinni á þessar framkvæmdir við kirkjuna
og segir undir lok greinarinnar: „Það er engin kirkja á Bessastöðum núna.
Hin gamla og merka kirkja, sem þar hefur verið í hálfa aðra öld, er horfin.
Kirkjuveggirnir eru að vísu á sínum stað. En kirkja er annað og meira en
útveggirnir. Nær allt það, sem var innan hinna gömlu veggja, er horfið. Þar
verður önnur kirkja og ný. Hún verður e.t.v. skrautlegri og án efa þægilegri
kirkjugestum en hin gamla var. En hún hefur ekki það menningargildi, sem
hin gamla hafði. ... Íslendingar eru einum þjóðminjum fátækari.“
Nú virtist viðgerð kirkjunnar hafa verið orðin nokkurt hitamál og
Guðjón Samúelsson húsameistari svaraði blaðagrein Gylfa með grein í
Alþýðublaðinu 22. febrúar. Segir hann þar að breytingar Bessastaða séu partur
af framkvæmd við staðinn, úr vanræktu og niðurníddu stórbýli og í heimili
hins íslenzka þjóðhöfðingja. Kveður hann aðsetur forseta Íslands þurfa að
vera virðulegt og muni allir mestu valdamenn landsins nú hafa verið sammála
um að skera ekki við nögl fjárframlög til framkvæmda við Bessastaði, síðast
hafi ríkisstjórnin ákveðið að veita 30 þús. kr. til kaupa á orgeli í kirkjuna.
„VANDALISMINN“ Í BESSASTAÐAKIRKJU 61