Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 62
staðakirkju og gagnrýndi hana mjög.Var hluti erindisins birtur í Alþýðu- blaðinu 15. febrúar. Fjallaði Gylfi þar nokkuð um Menntaskólahúsið gamla en einkum um Bessastaðakirkju. Segir Gylfi í grein sinni, að kirkj- unni muni lítið hafa verið breytt frá því hún var nýsmíðuð og þar til nú, þótt henni hafi ekki alltaf verið svo vel við haldið sem skyldi. Lýsir hann kirkjunni nokkuð, kórgrindum, súlum, kórónu og nafndrætti Kristjáns konungs VII., en á stjórnarárum hans var kirkjan reist, einnig lýsir hann prédikunarstóli, skírnarfonti og legsteinum. Segir Gylfi þar, að undanfarið hafi farið fram „viðgerð“ (orðið hefur hann innan tilvitnunarmerkja) á kirkjunni á vegum húsameistara ríkisins, en reyndar kveðst Gylfi vilja orða það svo að verið sé að gera þar nýja kirkju í stað hinnar gömlu, aðeins gömlu steinveggirnir standi enn, en alla innansmíð sé verið að gera að nýju. „Hinum ævagamla predikunarstóli, altari, bekkjum, tigul- steinagólfi, legsteinum – öllu sópað burt.“ Aðeins eigi skírnarsárinn að vera áfram og legsteinn Magnúsar Gíslasonar amtmanns, sem settur hafi verið þar sem áður var legsteinn Páls Stígssonar. Getur Gylfi þess, að allar þessar breytingar á kirkjunni muni hafa kostað yfir 400 þúsund krónur, sem honum þótti greinilega mikið fé. Hefði verið eðlilegt, segir hann, að þjóðminjavörður hefði fjallað um viðhald og breytingar kirkjunnar, en hún hafi þó ekki verið tekin á þjóðminjaskrá frekar en Hóladómkirkja í Hjaltadal. Segir hann enn fremur, að breytingar þessar muni hafa verið gerðar gegn eindregnum mótmælum þjóðminjavarðar, og hafi ekki verið leitað til hans um annað en að hirða gripi kirkjunnar. Gylfi er mjög einarður í gagnrýni sinni á þessar framkvæmdir við kirkjuna og segir undir lok greinarinnar: „Það er engin kirkja á Bessastöðum núna. Hin gamla og merka kirkja, sem þar hefur verið í hálfa aðra öld, er horfin. Kirkjuveggirnir eru að vísu á sínum stað. En kirkja er annað og meira en útveggirnir. Nær allt það, sem var innan hinna gömlu veggja, er horfið. Þar verður önnur kirkja og ný. Hún verður e.t.v. skrautlegri og án efa þægilegri kirkjugestum en hin gamla var. En hún hefur ekki það menningargildi, sem hin gamla hafði. ... Íslendingar eru einum þjóðminjum fátækari.“ Nú virtist viðgerð kirkjunnar hafa verið orðin nokkurt hitamál og Guðjón Samúelsson húsameistari svaraði blaðagrein Gylfa með grein í Alþýðublaðinu 22. febrúar. Segir hann þar að breytingar Bessastaða séu partur af framkvæmd við staðinn, úr vanræktu og niðurníddu stórbýli og í heimili hins íslenzka þjóðhöfðingja. Kveður hann aðsetur forseta Íslands þurfa að vera virðulegt og muni allir mestu valdamenn landsins nú hafa verið sammála um að skera ekki við nögl fjárframlög til framkvæmda við Bessastaði, síðast hafi ríkisstjórnin ákveðið að veita 30 þús. kr. til kaupa á orgeli í kirkjuna. „VANDALISMINN“ Í BESSASTAÐAKIRKJU 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.