Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 146
6. (5. mynd): Brot úr legg, mynstrið handþrykkt, áletrun hringinn í
kring á legg með hlykkjóttri skrift „A ROSS“, fyrir neðan hana þrír
hringir úr stimpluðum ferhyrningum; lengd 21 mm, þv. 8 mm.
Framleidd: Kaupmannahöfn, Danmörk. Tímasetning: 1753-1764
(fundin undir brunaleifum frá síðartalda árinu), fundarstaður:
Reykjavík, Aðalstræti 14-16 (2001); fundarnr.AST 01-1101.
7. (5. mynd): Brot úr legg, skrautið handþrykkt, áletrun með hlykkjóttri
skrift hringinn í kring (óheil) „S·Fe“, þar fyrir ofan tvær raðir af fer-
hyrningum sem stimplaðir eru á legginn á milli tveggja raða af
stimpluðum hringjum. Lengd 33 mm, þv. 9 mm. Framleidd: Kaup-
mannahöfn, Danmörk.Tímasetning 1758-1764 (fundin undir bruna-
leifum frá síðartalda árinu). Fundarstaður: Reykjavík, Aðalstræti
(2001), fundarnr. AST 01-579.
8. (6. mynd): Pípuhaus með hæl og leggbút, upphleypt mótað skraut
á hausnum: ljón sem stendur á afturfótunum og heldur í framfót-
unum á skildi með textaborða hringinn í kring. Fyrir neðan ljónið
er borði með skrauti eða áletrun, ekki er hægt ráða í skjaldar-
merkið eða textann; miklar leifar af tóbaki. Þvermál leggbúts er 9
x 11 mm. Upprunastaður: Svíþjóð eða Holland? Tímasetning: um
1772? Fundarstaður: Reykjavík, Aðalstræti 14 (1971-1975); fund-
arnr. A-127.
9. (6. mynd): Pípa með haus íbjúgum neðan án hæls og með riffluðu
skrauti, með leggstúf; leifar af tóbaki; leggstúfur 24 mm að lengd, 6
mm í þvermál; framleidd í Hollandi eða á Norðurlöndum.Tímasetn-
ing: fyrir 1764 (tímasett eftir jarðlagaskipan). Fundarstaður: Reykja-
vík,Aðalstræti 16 (1971-1975); fundarnr. A-092.
10. Brot úr pípuhaus með hæl. Á báðum hliðum hæls merki í laginu eins
og skjöldur, en ekki eru á honum nein merki. Neðan á hæl stimpill
með þremur tiglum. Hollensk, frá Gouda, framleiðslutími milli 1739
og fyrri hluta 19. aldar. Fundarstaður: Reykjavík, Aðalstræti 14-16
(2003); fundarnr. AST 03-1605.
11. Pípuhaus, leggstúfur fylgir, hæll óskertur. Skjaldarmerki Goudaborgar
beggja vegna á hæl, vinstra megin er bókstafurinn S yfir því. Neðan á
hæl stimplaður lykill. Hollensk frá Gouda, framleiðslutími 1739-
1819. Fundarstaður: Reykjavík, Aðalstræti 14-16, (2003); fundarnr.
AST 03-1605.
12. Brot úr pípuhaus, hluti af hæl fylgir. Beggja vegna á hæl skjaldar-
merki Goudaborgar með bókstafnum S yfir, hæll skertur neðan svo
ekki verður séð hvort stimpill hefur verið þar. Hollensk, frá Gouda,
TÓBAK OG TÓBAKSPÍPUR Á ÍSLANDI Á 18. ÖLD 145