Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 38
öld, hafi fyrst og fremst verið viðbragð við sjónarmiðum sem þá voru í
tísku í Evrópu. Þeir hafi síðan látið hugmyndir sínar fyrir róða þegar í
ljós kom að þær vöktu andstöðu meðal ríkjandi samfélagsafla í land-
inu.96
Ljóst er að vefsmiðjur Innréttinganna voru angi af tilraunum danskra
og íslenskra embættismanna til að koma á fullgildum iðnaði á Íslandi í
anda merkantílisma. Sá andi var vafalaust, eins og Gísli bendir á, hug-
myndafræðilegur hvati að framkvæmdinni. Starfsemi vefsmiðjanna snerist
um tvískiptan ullariðnað að erlendri fyrirmynd, klæða- og taugerð. Ef vel
átti að takast til, þurfti öryggi í hráefnisöflun, þekkingu á meðferð efna,
tæknikunnáttu á mörgum ólíkum sviðum auk agaðra vinnubragða og
stöðugleika við vinnu. Ekkert af því, sem að ofan er talið, var tiltækt í
íslensku samfélagi í þeim mæli sem starfsemin krafðist þegar Innrétting-
arnar voru settar á laggirnar.
Vefsmiðjunni á Leirá var einkum ætlað það hlutverk að kenna lands-
mönnum ný vinnubrögð í tóskap og vefnaði. Meginmarkmið var að
kenna ullarvinnslu sem aðlaga mætti íslensku sveitasamfélagi. Það virðist
sem markmiðin hafi orðið óljósari eftir að klæðavefsmiðjan var sett á
laggirnar. Dannenberg klæðameistari rexaði í hluthöfum og kvartaði
meðal annars undan skorti á aðstöðu og efni og skilningsleysi hluthafa á
því að gera þurfi námssamninga við handverksfólk. Hann mun fyrst og
fremst hafa álitið það hlutverk sitt að mennta handverksfólk og koma
upp fullgildum ullariðnaði en fékk hvorki til þess fé né umboð til for-
ráða í vefsmiðjunni.97
Hugsanlegt er að þeim ráðamönnum, sem stóðu að hugmyndunum
um stofnun vefsmiðju Innréttinganna, hafi verið misjafnlega ljóst hvers
konar tæknilegar kröfur og verkkunnáttu starfsemin útheimti. Ef svo
hefur verið er ekki óeðlilegt að upp hafi komið ágreiningur um hvor
leiðin væri farsælli í viðreisn ullariðnaðar hérlendis, upphafleg hugmynd
sem farið var af stað með á Leirá – að fara hægt í sakirnar – eða hug-
myndir Skúla Magnússonar og annarra áhugasamra um fullgildan ullar-
iðnað - tau- og klæðagerð með öllu tilheyrandi.
Það er ekki hægt um vik að leggja mat á hvaða leið hefði verið greið-
færust í viðreisn ullariðnaðar á þeim tíma sem um er að ræða. Margir
áhrifaþættir fléttast saman og móta rás atburða. Ef hlutirnir eru skoðaðir
frá því sjónarhorni sem hér hefur verið gert má minna á eftirfarandi at-
riði. Framleiðsluferillinn í taugerðinni var ekki eins flókinn og í klæða-
gerð. Hún krafðist ekki samhæfingar og kunnáttu í mörgum verkþáttum
í sama mæli og klæðagerðin. Það hefur verð bent á að vefnaðargerð
KALEMANK OG KLÆDI 37