Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 101
um sökum er frjókorna byggplöntunnar helst að vænta í eða við bygg-
akur, þar sem frjóin kunna að vera skekin úr blóminu þegar plantan er
skorin, eða á eða við þreskivöll þar sem axið er brotið upp og fræið losað
úr því.
Í sniðum könnunarskurðarins í Ekrunum á Ketilsstöðum mátti sjá að
jarðlögum hefur síendurtekið verið raskað á tímabilinu frá því þó nokkru
fyrir 1341 og þar til alllöngu fyrir 1755.Túnrækt hefur ekki í för með sér
svo stöðugt og síendurtekið jarðrask og kartöflu- og kálrækt var ekki enn
hafin hér á landi þegar þetta jarðrask átti sér stað. Á grundvelli þessa má
leiða að því afar sterkar líkur að þarna hafi verið kornakur.
Garðar þeir sem sjá má í landi Hólavalla og á landareignunum austan
og vestan Hólavalla eru efalítið þeir sömu og Brynjólfur Jónsson lýsti
árið 1903 og taldi leifar fornra akra. Könnunarskurðir sem grafnir voru á
Hólavöllum leiddu í ljós að þar er afar grunnur jarðvegur án sjáanlegra
gjóskulaga. Því var ekki hægt að tímasetja jarðrask þar. Eitt frjókorn
greindist úr sýnum frá Hólavöllum sem hugsanlega getur verið af bygg-
tegund. Þetta eina frjókorn gefur þó ekki forsendur til að fullyrða að
bygg hafi verið ræktað þarna á staðnum, en það gæti hafa verið gert í
nágrenninu. Vegna fjárskorts reyndist ekki unnt að efnagreina jarðvegs-
sýni frá uppgreftinum á Hólavöllum og ekki var skoðuð örformgerð
jarðvegs þaðan.
Frá Akurey er svipaða sögu að segja. Jarðvegur á rannsóknarsvæðinu
var grunnur og án gjóskulaga. Greinilega mátti sjá jarðrask í sniðum
könnunarskurðar en ekki var unnt að tímasetja það. Eitt frjókorn, sem
sennilega er af byggtegund, fannst í sýnum úr Akurey. Niðurstöður úr
efnagreiningu og örformgerðarrannsókn staðfesta að áburður hefur verið
borinn á reitinn, bæði venjulegur úrgangur frá heimilishaldi, s.s. matar-
leifar, og sennilega einnig þang. Efnagreining sýndi að frjósemi jarð-
vegsins hefur getað viðhaldið kornuppskeru á bilinu 0,7-1,9t ·ha-1.
Stallarnir í Ekrunum á Ketilsstöðum eru greinilega manngerðir og má
fullyrða að þeir séu tilkomnir vegna einhvers konar ræktunar. Í sniðum
þar má sjá að þó nokkru áður en H-1341 gjóskan féll hefur jarðvegi
verið raskað, að öllum líkindum vegna ræktunar. Þetta hefur sennilega
valdið því að landnámsgjóskulagið og gjóskulag frá 934, sem eru þykk og
mjög áberandi á þessum slóðum, blönduðust jarðveginum svo vel að þau
eru ekki sjáanleg í sniðunum nú. Þessi ræktun stóð enn yfir þegar
gjóskan úr Kötlugosinu 1357 féll. Greinilega má sjá að gjóskan féll á yfir-
borð sem raskað hefur verið með einhverjum jarðvinnslutækjum, að
öllum líkindum skóflu eða reku frekar en plógi eða arði. Líklegt er að
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS