Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 67
sé það undarlegt að hann skuli mæla því bót að fornum munum Bessa-
staðakirkju sé tortímt, jafnvel fagna því. Kveður Gylfi að lokum þetta sýna,
að stórauka þurfi vald þjóðminjavarðar yfir gömlum byggingum, ella
kynni svo að fara að ákveðið skuli að rífa niður fornmerkar byggingar,
nefnir þar Hólakirkju og Menntaskólahúsið. Þá kveður Gylfi þurfa að
gæta betur að þeim embættismönnum, sem hafi fjárreiður með höndum.
Jónas Jónsson tók aftur til máls og gerði nú gys að skoðunum og
málflutningi Gylfa. Kveður hann að fá mætti í kirkjuna alla gripi hennar
aftur, altaristöfluna með Kristi fótalausum og hægt muni að fela Gunn-
laugi Halldórsyni að „smíða merkilegar spelkur með hæfilegum nöglum
til að halda brotunum [úr prédikunarstólnum] saman“, og hefja upp Pál
Stígsson „þann mesta böðul sem á Íslandi hefur verið.“ Segir Jónas að
lokum: „Vill forseti Íslands taka á móti þessu, Magnúsi Gíslasyni niður í
moldina, Páli Stígssyni upphöfnum og Kristi fótalausum og setja allt í það
ástand, sem Guðbrandur Jónsson vill vera láta?“ Jónas hafði fyrr í ræðu
sinni vitnað til greinar sem dr. Guðbrandur Jónsson bókavörður hafði
skrifað en reyndar ekki birt, þar sem hann vildi láta færa aftur í kirkjuna
hina brottfluttu gripi hennar. Má hér geta þess, að milli Jónasar og Guðjóns
ríkti vinátta og traust.Teiknaði Guðjón margar opinberar byggingar, sem
Jónas stóð fyrir að láta reisa, og síðar skrifaði Jónas bók um Guðjón og
verk hans, sem hann lofaði þar mjög.
Jón Sigurðsson (á Reynistað) tók til máls og minnti á, að samkvæmt
nýjum lögum4 þurfi þjóðminjavörður ekki annað en að fá samþykki
ríkisstjórnarinnar til að setja slík mannvirki sem Bessastaðakirkju
algerlega undir vernd Þjóðminjasafnsins, en því miður hafi þau lög ekki
verið komin er verk þetta var hafið. „Þess vegna var ekki hægt að koma í
veg fyrir þau skemmdarverk, sem hér hafa verið unnin.“ Kveðst hann
vona, að þessi nýja löggjöf sé nægileg til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki
sig.
Pétur Ottesen tók síðastur til máls í þinginu um þetta mál. Kvað hann
Björn Þórðarson forsætisráðherra hafa óskað nokkurrar fjárveitingar til
bygginga á Bessastöðum, einkum til skála sem forseti notaði í sambandi
við heimsóknir á staðinn. Kvað hann hafa virzt samkomulag um það hjá
þeim ríkisstjórnum, sem staðið hefðu að framkvæmdum á Bessastöðum,
að láta fé til þeirra ekki koma fram á fjárlögum og sé það svo kvað hann
rétt að krefja húsameistara svara um það mál, hvort samkomulag hafi
verið gert um að láta þessar fjárveitingar til framkvæmda við kirkjuna
ekki koma fram í fjárlögum. Ekki virðast frekari umræður hafa orðið um
málið á Alþingi.
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS