Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 145
þörf á eldvörnum og ráðinn var næturvörður í Reykjavík. Ekki löngu
síðar, árið 1766, fékk Þorkell Þórðarson, Oeconomicus verksmiðjanna, ný
fyrirmæli frá Skúla Magnússyni um skyldur sínar við eftirlit í þorpinu: „I
særdeleshed anbefales ham Opsigt med at Ild og Lys omgaaes varlig og
forsigtig, fornemmelig at samme om aftenen omhyggelig er slukket og
bevaret, saa at ingen Skade der af endtstaae.“ Síðar, eða árið 1773, birti
Hans Christensen kaupmaður bréf þar sem tilkynnt var að bannað væri
að bera óbyrgðan eld milli verksmiðjuhúsanna og brot við því varðaði
sektum.44
Skrá um pípubrot fundin í Aðalstræti 14-1845
1. (4. mynd): Brot úr pípuhaus með hæl og leggstúf; merki á hæl „27“.
Leggstúfur 8 mm að lengd og 8 mm í þvermál. Framleidd á Norður-
löndum? Aldur: lok 18. aldar (tímasetning byggð á jarðlagaskipan).
Fundarstaður: Reykjavík,Aðalstræti 14-16 (2001), fundin með nr. 5 í
skrá; fundarnr.:AST 01-1100.
2. (4. mynd): Pípuhaus með hæl og leggstúf; leifar af tóbaki; merki á hæl
vinstra megin „T“ eða „I“, liggur á hlið; merki á hæl hægra megin
„A“ liggjandi; lengd leggstúfs 68 mm, þv. 7 mm. Framleidd e.t.v. í
Englandi. Tímasetning fyrir 1764 (byggð á jarðlagaskipan). Fundar-
staður: Reykjavík, Aðalstræti 14-16 (2001) fundin með nr. 3 í skrá,
fundarnr.AST 01-1103.
3. (4. mynd): Pípa með haus íbjúgum neðan án hæls, með leggstúf;
mótað merki á haus (hægra megin), áletrun í þrem línum í hring „R
TIP PET“; miklar leifar af tóbaki; leggstúfur 29 mm að lengd, 8 mm
í þvermál; Framleidd í Bristol, Englandi, framleiðandi R.Tippet;
tímasetning: um 1680-1720. Fundarstaður: Reykjavík, Aðalstræti 14-
16 (2001). Fundin með nr. 2 í skrá; fundarnr.:AST 01-1104.
4. (5. mynd): Brot úr legg; skraut handþrykkt, letur hringinn í kring, í
tveimur línum, sú efri óheil: „S KIØBI “; lengd 43 mm, þvermál 7-8
mm; Framleidd: Stubbekøbing, Danmörk; tímasetning: 1727–1798.
Fundarstaður: Reykjavík,Aðalstræti 14 (1971-1975); fundarnr.:A-073.
5. (5. mynd): Leggbrot, skreyting handþrykkt, texti í kring um legg:
„WVVELSEN“, þar fyrir neðan leifar sem virðast af stimpluðum fer-
hyrningum; lengd 40 mm, þvermál 8 mm; uppruni: Gouda, Holland.
Framleidd af Willem van Velssen. Tímasetning: 1740-1769; fund-
arstaður: Reykjavík,Aðalstræti 14-16 (2001), fundið með nr. 1 í skrá;
fundarnr.:AST 01-1099.
N
144 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS