Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 24
segir að sé ullin rétt „fabriqveret“ mætti framleiða klæði í stað vaðmáls
úr sams konar ull og ef hún væri rétt flokkuð mætti framleiða „saa got
stoff som det vj her i Landet kiøber J mængde fra Dantzig“. Um eðlis-
kosti ullarinnar segir hann svipað og Eggert Ólafsson:
Det var Sandelig en god fordeel for Danmarck og Norge, Li-
gesaavel som for Island, at Jslandske Uldhaar kom i brug her i
Landene, da blev her sparet nogle 1000 Rdr her i Landet aarli-
gen, som ellers gaar her udaf Landet for Cameelgarn til Knapper
og Knapholler, samt Snorer og Galuner kand virkes af det Jsland-
ske uldhaar, og meget vel bruges, i stæden for Cameelgarn ...
Jochumssen nefnir að ullin sé gróf en henti þó í ýmiss konar voðir sem
hann nefnir, „Filter, Bayer, Stemmeter og Kiersejer.“58
Um íslensku ullina má lesa í danska vörulexíkoninu sem vitnað var
til hér í upphafi. Þar segir meðal annars að hún gæti í framtíðinni orðið
mikilvægari verslunarvara en verið hafi. Tilraunir hafi sýnt að þelið
mætti skilja frá togi og vinna sérstaklega, yki það verðmæti þess allmik-
ið.59 Verðmæti íslensku ullarinnar þótti með öðrum orðum velta á
meðferð hennar frá byrjun vinnslu – á réttri flokkun (sorteringu) – að-
skilnaði í löng og stutt ullarhár – tog og þel – og það sem Jochumssen
nefnir „for Arbeidende“ og á þá sennilega við frekari flokkun og
kembingu.
Fram hefur komið skoðun Jochumssen á því hverju væri ábótavant í
meðferð íslensku ullarinnar í byrjun vinnsluferils. Um spuna landsmanna
segir hann:
De fleeste i Almindelighed har kun een Rund Pinde 1 eller 1½
qvarter Lang, med en liden bricke ovenpaa, stor som en bret-
spilds bricke, og derj bestaar deris heele Rock ...60
Með orðunum „derj bestaar deris heele Rock“ virðist Jochumssen vísa
almennt til einfaldleika áhaldsins. Þar sem hann telur upp snælduhala og
snúð og segir það vera allan rokkinn mætti skilja orðin svo að ekki sé
spunnið frá uppfestu spunaefni, að ekki hafi verið notað það áhald sem
talið er að hafi fylgt spuna með halasnældu til forna og nefnt var rokkur
á íslensku (e. distaff). Það vekur spurningar um hvernig spunaefni var
komið fyrir meðan spunnið var og hvort spunnið hafi verið úr kembdri
ull eða ull sem var einungis táin og/eða lyppuð.
KALEMANK OG KLÆDI 23