Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Blaðsíða 110
eftir verður sagt frá fyrsta skrefinu til að safna upplýsingum sem nauð-
synlegar eru til að gera greiningu á búsetumynstri á Íslandi.
Smith og Parsons9 hafa fjallað um kosti og galla fornleifaskráningar á
Íslandi. Þeir benda á mikilvæga skekkjuvalda sem verða til þess að erfitt
getur verið að greina búsetumynstur á Íslandi. Fáir gripir finnast á
yfirborði og hér voru aldrei gerð leirker. Þess vegna byggist greining
minjastaða helst á því að það móti fyrir byggingaleifum á yfirborði og
ekki er hægt að tímasetja minjar nema með uppgrefti.Víða hafa einnig
orðið miklar breytingar á landslagi, til dæmis af skriðuföllum, flóðum,
túnasléttun, uppblæstri og upphleðslu fokjarðvegs. Þá eru fornir íslenskir
minjastaðir litlir, dreifðir og auðvelt að láta sér sjást yfir þá.
Það er breytilegt frá einu héraði til annars hve vel minjastaðir eru
varðveittir og hve vel þeir sjást. Þar sem lítið áfok hefur orðið og litlar
breytingar á landi á síðustu tímum má greinilega sjá fornar rústir á yfir-
borði. Í frjósömum landbúnaðarhéröðum á láglendi hefur áfok breytt
hinu forna landslagi mjög og minjar hafa horfið vegna plæginga og túna-
sléttunar á síðustu áratugum. Áfok og eyðing býla er mismunandi eftir
landsvæðum. Eins er hæð byggðar yfir sjávarmáli breytileg.10 Því má gera
ráð fyrir að varðveisla minjastaða sé með ólíkum hætti og líkurnar á því
að finna þá breytilegar.
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á norrænu búsetumynstri á Græn-
landi, en þar er ekki eins margt sem getur valdið skekkju í skráningu
minja.11 Niðurstöður benda til að almennt sé samræmi milli þess hve þétt
byggðin er og hve frjósamt landið er. Undantekning frá þessu er í
kringum biskupssetrið í Görðum, þar er byggðin strjálli en við mætti
búast, sem bendir til ákveðins stigveldis í búsetumynstri.12 Ýmsar
uppástungur hafa komið fram um það hvernig búsetumynstur hafi tekið
breytingum á Íslandi.13 Skekkjuvaldar sem há íslenskri fornleifaskráningu
hafa hins vegar komið í veg fyrir að hægt væri að safna upplýsingum um
fornminjar sem leyft gætu gagnrýnið mat á þessum tilgátum.14
Megintilgangur verkefnisins „Skráning búsetuminja í Skagafirði“15 er
að beita nákvæmum fjarkönnunaraðferðum auk fornleifaskráningar í því
skyni að reyna að fá áreiðanlegri greiningu á búsetumynstri. Í verkefninu
hafa verið þróaðar aðferðir við að taka borkjarna, beita fjarkönnun og
gera könnunargröft. Þessar aðferðir eru ekki fljótvirkar, en með þeim má
komast hjá skekkju í skráningu. Aðeins hefur verið rannsakað lítið svæði
í Skagafirði (1. mynd), en niðurstöðurnar benda til þess að miklar breyt-
ingar hafi orðið á skipulagi býla og landeignum á fyrstu 200 árunum eftir
landnám.
RANNSÓKNIR Á BÚSETUMINJUM Í SKAGAFIRÐI 109