Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 17
„three fundamental sorts,“ as they were called, were subdivided into a great number of others, „according to certain qualities added to them, and different ways of working“.37 Af ofangreindu má vera ljóst að samsvörun er milli ensku hugtakanna woollen/woollens og cloth og danska hugtaksins klæde annars vegar og enska hugtaksins worsted og danska hugtaksins tøi hins vegar. Jafnframt kemur fram að blanda mátti garngerðunum í vefnaði og fá þannig voðir með blönduðum einkennum, hér að ofan nefnd „serge“ sem Lipson nefnir þriðju megingerðina í ullariðnaðinum.38 Það má sjá af þessu að greinarnar tvær woollen og worsted gátu skarast að einhverju leyti og voða- gerðirnar innan hvorrar greinar voru margbreytilegar. Með öðrum orð- um voru tæknilegir möguleikar á breytileika innan hvorrar greinar miklir en mismunandi eftir verkþáttum. Markmiðið með framleiðslunni setti hverjum verkþætti ákveðnar skorður.39 Tæknileg einkenni klæðis felast einkum í atriðum sem varða kembingu og spuna annars vegar og eftir- meðhöndlun hins vegar.Vefnaðargerð þeirra voða sem átti að þæfa, ýfa og lóskera, mun oftast hafa verið einföld. Það virðist eðlilegt þar sem ein- kenni vefnaðargerðarinnar hurfu að einhverju eða öllu leyti við slíka eft- irmeðhöndlun og áferð fullgerðra voða líktist oftast flóka. Margbrotin tækni við vefnaðinn sjálfan mun því ekki hafa verið notuð við fram- leiðslu klæðis.40 Öðru máli gegnir í framleiðslu taus, þar skipti vefnaðargerðin miklu máli. Fjölbreyttu útliti voða, sem nefnast hér samheitinu tau, má lýsa á einfaldan hátt. Þær voru röndóttar, köflóttar eða munstraðar en einnig einlitar. Erfiðara er að lýsa í stuttu máli fjölþættri tækni sem býr að baki. Sú tækni varðar jafnt ákvörðun um efni sem margs konar möguleika í litasamsetningum, uppsetningu uppistöðu í vefstól ásamt margs konar möguleikum í uppbindingu, það er að segja hvernig tengingu einstakra hreyfanlegra hluta vefstólsins var komið fyrir og hvernig þeim var stjórn- að. Uppsetning uppistöðugarns í vefstól ásamt tengingu tæknilegra hluta vefstólsins eru grundvallaratriði og ákvarða hvernig uppistaða og ívaf binst saman og þar með hvernig áferð og munstur voða lítur út. Talsvert hefur varðveist af sýnishornum af textílum gerðum á 18. öld. Sum slík sýnishorn liggja á víð og dreif með plöggum í skjalasöfnum, önnur eru til sem afmörkuð heild, hefur verið safnað saman af mismun- andi ástæðum. Eitt slíkt er safn textíla, sem sænski hagfræðingurinn og merkantílistinn Anders Berch viðaði að sér, nú varðveitt í Nordiska museet í Stokkhólmi. Í riti sem gefið hefur verið út um safnið má fá 16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.