Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 60
MEINSEMDIR OG MANNDRÁPSBOLLAR 59 Ef smitandi sjúkdómur kom upp í skipi var það nær undantekningarlaust sett í einangrun, sóttvarnarf lagg haft uppi, og allar samgöngur bannaðar við land. Skipin voru einnig sótthreinsuð, að svo miklu leyti sem það var unnt, þótt það væri ekki alltaf gert af einhverjum ástæðum. Föt sjúklinga virðast líka hafa verið sótthreinsuð, a.m.k. í einhverjum tilvikum. Berklar voru mikill vágestur á þessum tíma og lengi síðan, en samt var ekki óheimilt að ráða tæringarveika menn á skip. Samkvæmt siglingalögum nr. 56/1914 var skipstjóra heimilt að reka þá úr áhöfn sinni sem þjáðust af sýfilis og frá 1930 einnig þá sem haldnir voru smitandi sjúkdómum sem hætta stafaði af fyrir aðra um borð. Jafnframt bar skipstjóra að koma sjúklingnum til skoðunar hjá lækni. Með lögum til varnar gegn berklaveiki 1921 var reynt að koma í veg fyrir smit án frelsissviptingar nema í neyðartilvikum.50 Þess ber þó að geta að á árunum 1900-1909 var aðeins einn íslenskur skútusjómaður skráður með berklaveiki og sennilega enginn með lekanda eða sýfilis. Það þótti að vísu mikil skömm að vera með kynsjúkdóm og þess vegna voru menn tregir að leita sér hjálpar hjá lækni. Fyrir kom að menn brenndust á höndum ef mikil áta var í sjónum eða þjáðust af sinaskeiðabólgu, sem er álagseinkenni eða sjúkdómur af völdum ein hæfrar vinnu. Þá kunna skipverjar að hafa fundið fyrir einkennum í herðum, handleggjum og baki, svo og vöðvabólgu. Margir þoldu ekki mikla kaffi drykkju og rúgbrauðsát enda urðu þeir veikir í maganum eða fengu brjóstsviða. Sumir reyndu því að fá hveitibrauð í staðinn en það gat stundum verið erfitt. Nokkrir þoldu heldur ekki saltkjötið sem boðið var upp á.51 Lélegir fætur er atvinnusjúkdómur sem virðist hafa hrjáð allmarga um borð en ástæða þess voru hinar miklu stöður við fiskidráttinn. Halli sem var á seglskipunum er sérstaklega tilgreindur sem ástæða.52 Að standa og halda 50 Stjórnartíðindi 1914 A, bls. 95-96. - Stjórnartíðindi 1930 A, bls. 89-90. - Jón Ólafur Ísberg, Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2005), bls. 192-194. – ÞÍ. Ársskýrsla úr Þingeyrarhjeraði fyrir árið 1908. 51 ÞÞ 5435; 5437; 5446, 6145. - Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari, bls. 41. – Engir Íslendingar hafa leitað til læknis vegna maga- eða meltingarsjúkdóma 1900-1909. Það er þó sagt með þeim fyrirvara að ekki er hægt að sjá þar hvaða sjúklingar voru sjómenn í Reykjavík og ekki heldur í skýrslum sjúkrahúsa. (ÞÍ. Skjalasafn landlæknis. Ársskýrslur lækna + DI & II. 1900–1909). Þetta gefur samt vísbendingu um að alvarlegir sjúkdómar af þessu tagi hafi verið afar fátíðir. Hins vegar er ljóst af frásögn heimildarmanna að veikindi í maga hafa verið þekkt þótt ekki hafi verið leitað til læknis. Til samanburðar má nefna að hjá frönskum og færeyskum sjómönnum var að meðaltali skráð um eitt slíkt tilfelli á ári. 52 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Við sem byggðum þessa borg. 2. b. Endurminningar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.