Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Side 63
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á árunum 2001-2002 fór fram rannsókn á áhrifum hvíldar á andlega og
líkamlega heilsufarsþætti sjómanna. Þetta er nefnt hér til samanburðar með
það fyrir augum að varpa frekara ljósi á aðbúnað á skútum. Þeir sem tóku þátt í
rannsókninni voru áhafnir á þremur frystitogurum og tveimur ísfisktogurum.
Unnið var á sex klukkustunda vöktum með skiptingu á miðnætti, klukkan
sex að morgni, tólf á hádegi og sex að kvöldi. Lengd túra á ísfisktogurum var
10-14 dagar en 3-5 vikur á frystitogurum. Í rannsókninni kom fram að stór
hluti skipverja átti við verulegar svefntruf lanir að stríða, kvíða, þunglyndi,
mikla þreytu frá degi til dags, syfju og að vakna ekki úthvíldir marga daga
í viku. Meðal annars höfðu slæmar dýnur í kojum mikið að segja en þær
stuðluðu að stirðleika í baki og í öxlum og menn náðu ekki að hvílast nægilega
vel. Skortur á góðum svefni eykur verulega hættu á slysum, enda skiptir hvíld
miklu máli fyrir vellíðan og heilsu.57
Skútusjómenn unnu á vöktum og voru skipti fimm sinnum á sólarhring,
samanber það sem áður segir. Vaktirnar voru mislangar, þær stystu á nóttunni
frá miðnætti til sjö að morgni, eða þrír til fjórir klukkutímar. Nætursvefn
hefur því verið verulega skertur en að vísu höfðu skipverjar möguleika á að
leggja sig á öðrum tímum, t.d. eftir kl. 19. Það verður þó að teljast fremur
ólíklegt að menn hafi sofið alla kvöldvaktina eða í fimm klukkustundir.
Rannsóknir á áhrifum vaktavinnu hafa leitt í ljós að menn sofa að jafnaði
sjö klukkustundum skemur á viku og margir kvarta undan slæmum svefni,
þreytu og skorti á einbeitingu. Þar að auki hefur óreglulegur vinnutími ýmis
nei kvæð áhrif á heilsufar, eykur hættu á meltingarfærasjúkdómum, hjarta- og
æða sjúkdómum, misnotkun áfengis, þunglyndi, kvíða og svefntruf lunum.58
Miðað við þær aðstæður sem skútusjómenn bjuggu við, m.a. ónæði og þrengsli
í lúkar, er sennilegt að þeir hafi glímt við mörg af þeim streitueinkennum
sem lýst er hér að framan. Þá hefur undirlag í kojum án efa verið mun lélegra
en það sem notað var á togurum í upphafi 21. aldar með tilheyrandi álagi á
mjó baks- og axlasvæði. Drykkjuskapur var algengur þegar tækifæri gafst til,
sér staklega þegar skipið var í höfn, og var áfengisneysla skútukarla engu minni
en hjá togarasjómönnum.
Margir hásetar eru sagðir hafa sofið við færið og á það oft að hafa verið eini
svefninn sem þeir fengu þegar vel fiskaðist. Þetta gátu þeir gert með því að
57 Lovísa Ólafsdóttir, Áhrif hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna, bls. 4-5, 28, 77-78. – Sjá
ennfremur: Sonja Sif Jóhannsdóttir, Heilsa sjómanna. Íhlutunarrannsókn á hreyfingu
og mataræði. MS-ritgerð í íþrótta- og heilsufræði við Kennaraháskóla Íslands og
Háskóla Íslands, apríl 2008. http://skemman.is/handle/1946/1968. Skoðað 15.
febrúar 2011.
58 Lovísa Ólafsdóttir, Áhrif hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna, bls. 15 og 33.