Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Side 82
MEINSEMDIR OG MANNDRÁPSBOLLAR 81
borða spik og f leira. Á sumum þessara skipa var sjóveiki ekki liðin en á öðrum
gátu nýliðar fengið hvíld á meðan þeir voru að komast yfir sjóveikina.132
Fengust dæmd sjófær
Fyrstu lög um eftirlit með skipum og bátum öðluðust gildi 1. janúar 1904,
eins og áður segir. Samkvæmt þeim áttu tveir skoðunarmenn, sem tilnefndir
voru af lögskráningarstjóra, að athuga skipin fyrir fyrstu veiðiferð á hverju ári.
Óheimilt var að ráða áhöfn á skip sem ekki stóðust þessa skoðun nema að bætt
hefði verið úr því sem ábótavant þótti.133 Þrátt fyrir lögin virðist eftirlitinu
hafa verið slælega framfylgt og var það oft rætt á fundum hjá Skipstjóra- og
stýrimannafélaginu Öldunni í Reykjavík.134
Fyrir lagasetninguna fór fram einhver skoðun á skipum og búnaði þeirra
á vegum sjóvátryggingarfélaga, sem reynt var að koma á fót upp úr miðri 19.
öld. Þannig var stofnað Ábyrgðarfélag Ísfirðinga 1854 en það lifði aðeins í
örfá ár. Árið 1862 var stofnað bátaábyrgðarfélag í Vestmannaeyjum og 1868
Hið eyfirska ábyrgðarfélag, en það var með útibú á Siglufirði og starfaði í um
30 ár. Þilskipaábyrgðarfélagið við Faxaf lóa var stofnað 1894 og Samábyrgð
Íslands á fiskiskipum samkvæmt lögum nr. 54/1909 og tók til starfa árið
eftir. Samábyrgð tók að sér endurtryggingar fyrir íslensk ábyrgðarfélög og
vátryggingu á skipum, af la, veiðarfærum og búnaði.135
Næst voru sett lög um eftirlit með skipum og bátum í október 1912,
hugsanlega fyrir áhrif frá hinum miklu sjóslysum fyrr á árinu. Lögin voru
mun ítarlegri en þau gömlu og tóku einnig til öryggis skipa. Sú ábyrgð
var jafnframt lögð á herðar skipstjóra að sjá til þess að skoðun færi fram, að
viðlögðum sektum, og að meðferðis væru nauðsynleg siglingatæki, sjókort,
björgunartæki og bendingaáhöld.136 Sennilegt er að botn skipa hafi ekki alltaf
verið athugaður og hugsanlega sjaldan eða jafnvel aldrei áður en nýju lögin
gengu í gildi 1. janúar 1913:
132 Knut Weibust, Deep sea sailors, bls. 101, 228.
133 Stjórnartíðindi 1903 A, bls. 122-124.
134 Bárður Jakobsson, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, bls. 134.
135 Gils Guðmundsson, Skútuöldin 1. b., bls. 154-157; Skútuöldin 2. b., bls. 152-
171; Skútuöldin 3. b., bls. 203-205. – Magnús Jónsson, „Tímabilið 1871-1903,
landshöfðingjatímabilið“, Saga Íslendinga IX. 1. b. (Reykjavík: Menntamálaráð
og Þjóðvinafélag 1957), bls. 377-383. – Stjórnartíðindi 1910 B, bls. 7-20. –
Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 278-285.
136 Stjórnartíðindi 1912 A, bls. 112-120.