Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Side 87
86 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Í þessu sambandi má nefna að á millilandaseglskipum var talið mun tvísýnna
að vinna á dekki en í reiða vegna hættu á að skolast fyrir borð.155 Mikilvægt
var að menn lærðu að haga sér rétt á þilfari til þess að fara sér ekki að voða:
Maður átti til dæmis ætíð að horfa í vind og gæta að sjó, ef veður var
vont, hafa góða handfestu og láta fætur frekar lausa, ef sjó braut yfir.
Bezt var að halda sér við fali eða vant. Á miðsíðunni var maður verst
settur, og þar var engum manni liðið að vera í vondu veðri, nema brýna
nauðsyn bæri til vegna einhvers verks, sem vinna þurfti og mátti ekki
skjóta á frest.156
Heimildir eru um að í fárviðri eða brotsjóum hafi þeir sem voru á dekki haft
öryggis kaðal um sig miðjan og skipstjóri bundið sig við stýrið, en öðrum
skipað undir þiljur.157
að segja skolað fyrir borð við aðgerð ef alda reið skyndilega yfir skipið (Sigurður
Jónsson, Minningar Sigurðar frá Syðstu-Mörk, ([Ísaf jörður]: Einar Sigurðsson
1950), bls. 103).
155 Knut Weibust, Deep sea sailors, bls. 103.
156 Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari, bls. 34.
157 Matthías Þórðarson, Litið til baka, 1. b., bls. 132-133. - Matthías Þórðarson, Litið
Mynd 7. Frá útför skipverja af kútter Ingvari frá Reykjavík 20. apríl 1906, líkfylgd í
Kirkju stræti. Skipið, sem var á leið til hafnar í ofsaveðri, lenti á skeri í Viðeyjarsundi og fórst
öll áhöfnin, 20 menn, fyrir augum borgarbúa án þess að björgunaraðgerðum yrði við komið.
Ljósmyndari Ólafur Magnússon/Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafn Íslands. ÓM/MÓ-539.