Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Side 92
MEINSEMDIR OG MANNDRÁPSBOLLAR 91
því að slysið átti sér stað voru fjölskyldu hans greiddar 1.500 kr. Samsvaraði sú
upphæð 167 dagvinnulaunum verkamanns í Reykjavík og var því um verulega
framför að ræða. Fengi ekkja bæturnar, voru greiddar aukalega 100-200 kr. fyrir
hvert barn yngra en 15 ára.174 Slysatryggingar náðu í fyrstu aðeins til sjómanna
en seinna til f leiri þjóðfélagshópa. Útgerðarmönnum var gert að greiða bætur
fyrir eignir skipverja sem fórust í hafi árið 1931 og voru þær á bilinu 400-550
kr. eftir því hvaða stöðu menn gegndu um borð.175
Mikilvægar umbætur á tryggingakerfinu voru innleiddar með lögum um
slysatryggingar 1925, en um grundvallarbreytingu var þó ekki að ræða fyrr en
alþýðutryggingalögin voru sett árið 1936. Þá voru allir launþegar slysatryggðir
og komið á samfélagslegri ábyrgð á framfærslu sjúkra, óvinnufærra og öryrkja.176
Þess má einnig geta að 1911 voru stofnuð sjúkrasamlög fyrir almenning, en þau
miðuðust síður við þá sem minna máttu sín. Hlutverk sjúkrasamlaganna var að
veita meðlimum þeirra ókeypis læknishjálp og sjúkrahúsvist auk dagpeninga í
tiltekinn tíma. Aðild var einkum afmörkuð við „fullhrausta“ einstaklinga 15-40
ára sem höfðu meðaltekjur og áttu skuldlausar eignir. Heimilt var þó að veita
viðtöku eldra fólki gegn hærri iðgjöldum.177
Að lokum má nefna að árið 1894 var komið á fót styrktarsjóði fyrir Skipstjóra-
og stýrimannafélagið Ölduna. Sjóðurinn hafði það hlutverk að veita veikum
félagsmönnum fjárhagsaðstoð svo og ekkjum þeirra og eftirlátnum börnum.
Um brautryðjendastarf var að ræða en fjárráð sjóðsins voru takmörkuð. 178
Niðurlag
Fiskveiðar á skútum höfðu víðtæk áhrif á líf sjómanna, sérstaklega vegna þess
að þeir urðu að dveljast á skipsfjöl svo sólarhringum og vikum skipti í stað þess
að koma að landi á hverjum degi eins og tíðkaðist á árabátum. Þetta kallaði m.a.
á úrræði til að bregðast við slysum og sjúkdómum, en samkvæmt lögum var
skylda að hafa lyfjakistu um borð frá 1890. Í hverri kistu var lækningabók, lyf
og sjúkragögn, m.a. til að búa um sár. Lyfin voru bæði til notkunar innvortis og
útvortis og höfð við hita, hægðatregðu, kvefi, mari, niðurgangi, uppköstum,
verkjum o.f l. Meðal lyfjategunda voru kínín, laxerolía og ópíumduft eða
dropar. Áfengi var hluti af vistforða skipsins og var skipstjóra heimilt að veita
það við erfið skilyrði, áður en lög um algert áfengisbann gengu í gildi árið
174 Stjórnartíðindi 1917 A, bls. 143-145.
175 Stjórnartíðindi 1931 B, bls. 174-175.
176 Jón Ólafur Ísberg, Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga, bls. 106-107.
177 Stjórnartíðindi 1911 A, bls. 244-246.
178 Bárður Jakobsson, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, bls. 21-24.