Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 101
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mið alda kirkna, þrátt fyrir að engar skrif lega heimildir væru um slíkt
mann virki. Hann taldi þó að úr þessu fengist ekki skorið nema með forn-
leifa uppgrefti enda geti tóftir haft mörg byggingar- og notkunarstig og
því ekki hægt að byggja eingöngu á útliti þeirrar tóftar sem sýnileg er á
yfirborði né óáreiðanlegum arfsögnum.30 Á sömu nótum hafði Ohlmarks
líka endað sína umfjöllun, að ekki sé hægt að skera úr álitamálum án þess
að fornleifauppgröftur fari fram.31
Í millitíðinni eða í september 1963 kom Kristján Eldjárn þjóðminjavörður að
Hofstöðum og kannaði aðstæður. Hann hitti fyrir Ragnar bónda Sveinsson32
sem vísaði honum á minjarnar. Í gögnum Kristjáns kemur fram að hann er
hugsi yfir stöðu minja og friðlýsinga m.a. í því ljósi að nýlega var búið að
slétta út tvær friðlýstar minjar í túninu.33 Samkvæmt heimildum, sem Kristján
tók saman og kallaði „drög að spjaldskrá um friðlýstar minjar“, taldi hann
Hoftóftina vera þá sem Kålund kallaði Gildaskála en sjálfur áleit hann að
rústin gæti verið fjós, þótt ekkert yrði fullyrt án frekari fornleifauppgraftar.34
Ragnar benti Kristjáni á hvar hann áleit að hefðu verið tóftir 20 m suður og
upp frá hofrústinni (undir Jónstóftarhól). Aðra þeirra taldi Matthías Þórðarson
að hefði verið Veislusalur en suður af honum ef til vill útieldhús.35 Matthías
getur ekki þessara tófta í grein sinni í Árbók 1924 en það gera þeir báðir
Ohlmarks og Olsen.
Örnefnaskrá fyrir Hofstaði var gerð árið 1980. Hún er að grunni til
eftir Samúel Eggertsson og voru heimildarmenn hans Ólína Magnúsdóttir
á Kinnarstöðum36 og að því að talið er Sveinn Sæmundsson,37 þá bóndi á
Hofstöðum. Athugasemdir við þá skrá eru gerðar af Brynjúlfi Sæmundssyni
og voru báðar skrárnar endurskoðaðar af Ragnari Sveinssyni bónda á
Hofstöðum. Þá er einnig til skrá um örnefni á jörðinni gerð af Jóni Kr.
Guðmundssyni38 á Skáldsstöðum.39 Í örnefnaskrá Hofstaða segir svo um
Hoftóft og Veislutóft/Veisluskála/Veislusal:
Beint niður af bæ er Hoff löt og á henni Hoftóft, sem enn sést fyrir. Matthías
Þórðarson taldi þetta hoftóft og aðra tóft, er var suðaustur af henni, taldi
hann hafa verið veislusal. S.E. [Samúel Eggertsson örnefnasafnari] kallar hana
Veizlutóft, en að sögn Ragnars [Sveinssonar bónda á Hofstöðum] var hún ekki
kölluð neitt í daglegu tali. Þetta voru þúfur efst í Tuttuguálnavelli og mótaði
fyrir garði öðru megin. Að sögn S.E. var tóftin u.þ.b. 18x7 metrar að stærð.
Þetta hefur nú verið sléttað. Þarna mun hafa verið einhver önnur tóft, sem líka
hefur verið sléttað yfir. Er nú íhvolft, þar sem hún var, síðan sléttan fór að síga
... Rétt neðan við bæ er Jónstóftarhóll .... Endinn á Veizlutóftinni gekk nærri
upp undir Jónstóftarhólinn.40