Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 103
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
á Gildaskála/Veislusal og eldhús Matthíasar. Hinsvegar virðist Ohlmarks
hvergi sjá tóft á Hoff löt. Þegar Kristján Eldjárn kom að Hofstöðum var
búið að slétta túnið og aðeins Bænhúshóllinn og Hoftóftin/fjósið eftir.
Ummerki um aðrar minjar sáust ekki. Olsen kom skömmu á eftir Kristjáni
og athyglisvert er hversu lítinn áhuga hann hefur á Hoftóftinni sem var
mjög greinileg í túninu eftir sléttun túnsins umhverfis hana. Hugsanlega
hefur honum ekki þótt hún sannfærandi en veltir þeim mun meira fyrir sér
tóftunum sem búið var að slétta út undir Jónstóftarhól. Orri Vésteinsson og
Adolf Friðriksson töldu helst, eins og Kristján, að Hoftóftin væri fjós, enda í
nokkrum halla. Á Bænhúshól og í Hoftóftinni eru í dag friðlýsingarhælar og
þessir staðir í umsjá Fornleifaverndar ríkisins líkt og aðrar friðlýstar minjar.
Fornleifarannsókn 2006
Síðsumars 2006 komu fræðimenn enn á ný til Hofstaða í þeim tilgangi að
kanna minjar í túninu, sjá bls. 110. Markmið rannsóknarinnar var að af la
upplýsinga um mannvirkin tvö, þ.e. Hoftóft og Bænhústóft. Verið var að
hefja verkefni sem lýtur að rannsóknum á kristnum og forkristnum minjum
í Barðastrandarsýslu og Dalasýslu45 og þótti Bænhúshóll áhugaverður
rannsóknarstaður og Hoftóftin var ráðgáta sem þótti vert að reyna að leysa.
Áhugi beindist því einkum að því að freista þess að skera úr um hlutverk
þessara minja, nánar tiltekið að
- gera forkönnun á minjunum, þ.e.a.s. athuga ástand og varðveislu
þeirra og meta vísindalegt gildi staðarins
- kanna vísbendingar um aldur og hlutverk mannvirkjanna
- kanna breytingar á mannvirkjunum og hvernig þau voru byggð í
öndverðu.
Bænhúshóllinn er um 75 m norðvestan við núverandi íbúðarhús og rétt um
5 m norðvestan við gamla bæjarhólinn. Hóllinn er nánast kringlóttur, um
1-1,5 m hár, fremur f latur að ofan en krappþýfður, um 24 m í suðvestur-
norðaustur og 20 m í norðvestur-suðaustur. Erfitt var að greina áreiðanlegar
tóftaleifar í þýfinu á yfirborðinu en þó mátti helst telja að slíkar væri
að sjá um miðbik hólsins. Lögun Bænhúshólsins minnir óneitanlega á
miðaldakirkjugarða með bænhúsi/kirkju í miðju, en eins og áður hefur fram
komið eru ekki heimildir um slíkt á Hofstöðum. Hoftóftin svokallaða er
á túnf löt, Hoff löt, neðan núverandi bæjar, um 60 m norðvestur af honum
og um 40 m norðvestur af gamla bæjarstæðinu. Þústin er lág (um 30 cm)