Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Síða 151
150 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eða Spánverja (Annálar I–III).1 Í sumum tilvikum eru það skipsströnd sem
þykja fréttnæm svo og frásagnir af hvalveiðiskipum sem farist höfðu í ís
norður af landinu eða á Grænlandshafi og skipbrotsmenn síðan náð að sigla til
Íslands á bátum sínum. Ekki er þess getið að nokkrir hafi hlotið sömu örlög
og Spánverjarnir 1615 en stundum nefnt hvað af skipbrotsmönnum varð.
Þannig segir í Eyrarannál Magnúsar Magnússonar, sýslumanns Ísfirðinga, að
1663 hafi brotnað skip í Bolungarvík á Hornströndum og „[þ]eim mönnum,
sem af komust [og ei í Höfðanum sigldu) skipt um byggðir“ (Annálar III, bls.
271). Tíu árum síðar komu 30 skipbrotsmenn að landi á Langanesi (Annálar
III, bls. 300). Í Fitjaannál segir við árið 1685 að mörg frönsk og spænsk skip
hafi farist í ísum og Eyrarannáll segir við sama ár að þá hafi hvalamönnum
verið bjargað af ís og franskt hvalveiðiskip strandað í Dýrafirði (Annálar II, bls.
268–269, III, bls. 342). Árið 1695 fórust tvö frönsk skip við Suðvesturland og
samkvæmt Eyrarannál leituðu skipbrotsmenn allt norður í Arnarfjörð eftir fari
með löndum sínum „því mörg hvalaskip voru hér fyrir Vesturlandinu það vor
og sumar“ (Annálar III, bls. 383–384).
Í alþingisbókum eru skráðar vogrekslýsingar frá þessum árum. Ýmislegt af
því góssi sem var konungseign bendir til hvalveiða við landið. Annars vegar
er um að ræða lýsingar á útlenskum hvalaskutlum og öðrum verkfærum
hvalfangara sem fundust í reknum hvölum og hins vegar hafði rekið tunnur
með hvallýsi, tunnustafi og brot af útlenskum bát. Öll dæmi um þetta eru
frá síðari hluta aldarinnar svo og tilkynning séra Páls Björnssonar í Selárdal
um lasinn bát sem útlenskur hvalveiðimaður skildi eftir í Selárdal 1683
(Alþingisbækur VIII, bls. 42). Rekagóss sem ætla má að sé frá útlendum
hvalföngurum er getið í alþingisbókum fram á annan áratug 18. aldar.
Ekki er annað að sjá af þessum brotakenndu upplýsingum en að hvalveiðimenn
hafi stundað veiðar um allt norðan- og vestanvert landið síðari hluta aldarinnar.
Áður hefur verið minnst á árið 1656 en tvö önnur ár eru Frakkar nefndir
við Strandir, 1663 og 1677 (Annálar III, bls. 271, 309). Reka á Ströndum frá
hval föngurum er getið þrisvar sinnum, 1668, 1669 og 1687 (Alþingisbækur
VII, bls. 127, 14; VIII, bls. 172). Það má því gera ráð fyrir að hvalveiðar hafi
verið stundaðar í Húnaflóa alla 17. öld og erfitt að ímynda sér annað en að
sam skipti við heimamenn hafi verið nokkur. Til þess bendir einnig dómur úr
Stranda sýslu sem lagður var fyrir alþingi 1662. Sakarefnið var „varningskaup
ólíðanleg á tóbaki og öðru klattaríi“ (Alþingisbækur VII, bls. 79). Lögmenn og
1 Frönsk skip, oftast hvalfangarar, eru nefnd í hinum ýmsu annálum eftirfarandi ár:
1656, 1662, 1663, 1673, 1677, 1678, 1683, 1685, 1689, 1690, 1691, 1695, 1698,
1699, 1701. Hollensk hvalveiðiskip eru nefnd tvisvar, 1656 og 1685, en spænsk
tvisvar, annað týndist í ísum 1673 en hitt brenndu Frakkar undir Grænuhlíð 1690.