Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 169
168 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kef lið er f löt, þunn spýta, 11 cm löng, mesta breidd er 1,5 cm, þykktin 3
mm. Á báðum sléttu f lötunum sést ógreinilegt krot en á hægri enda annars
breiða f latarins eru ristur sem að mínu mati eru rúnir og sem mér virðist
mega lesa:
1. mynd: Á þessari ýviðarspýtu eru elstu rúnir sem hingað til hafa fundist á Íslandi. Þjms 2009-
32-2924.
U Ô n
u r n …
Rúnirnar eru ógreinilegar en sjást nokkuð vel í smásjá. r-rúnin er með
beinan, en ekki skásettan neðri kvist, en sú mynd er ekki óalgeng í
norskum rúnaristum frá 10. öld. Leifar af n-rúninni, neðri hluti leggsins
og kvisturinn eru aðeins innan við brotkantinn, endann vantar á hægri
kvistinn. Rúnin er með kvist báðum megin við legginn en það bendir
einmitt til hás aldurs ristunnar. Rúnirnar virðast vera upphaf ristunnar
sem að öllum líkindum hefur verið lengri.
Mjög merkilegt er að rúnirnar eru skornar í ývið, sem ekki vex á Íslandi
og því er líklegt að þær hafi verið á viðnum þegar hann barst hingað
með einhverjum af fyrstu íbúum Reykjavíkur. Spýtan er tálguð til og
hefur sennilega, samkvæmt Völu Björgu Garðarsdóttur, verið stafur í gyrtu
tréíláti. Algengt var í Skandinavíu að nota ývið í slík ílát a.m.k. frá 3. öld og
fram á miðaldir. Hinn seigi og sveigjanlegi ýviður var einnig eftirsóttur í
boga og voru ýviðarbogar notaðir í Bergen fram á 19. öld til að skjóta hval.2
Margt bendir til að ýviður hafi verið talinn heilagur, en barrið og
berin eru eitruð. Stoðum hefur verið rennt undir þá kenningu að askurinn
Yggdrasill hafi verið ýviður og einnig hið heilaga sígræna fórnartré sem
stóð í Gömlu Uppsölum þar sem níu menn, hundar og hestar voru hengdir í
miklum blótveislum 9. hvert ár.3 Einnig hefur ýmiskonar hjátrú tengst ýviði.
Veiðiásinn Ullr bjó í Ýdölum, þ.e. Ýviðardölum, samkvæmt Grímnismálum.
Ein rún, síðasta rúnin í 16 stafa rúnastafrófinu heitir ýrr, þ. e. bogi úr ýviði.4
Ekki hef ég fundið f leiri dæmi um rúnaristu á ýviði, hvorki hér né
erlendis, enda eru afar fáar ristur á tré varðveittar frá þessu tímabili. Þetta
er því mikilvægur fundur.