Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 171
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bil er á milli þessara fjögurra punkta og síðustu rúnarinnar og ósennilegt að
sá/sú sem rúnirnar risti hafi haft svo lítið bil á milli orðanna ef ristan hefði
byrjað við y-rúnina, en eðlilegt ef hann/hún hefur þurft að þröngva inn
síðasta stafnum við hliðina á þeim fyrsta. Undir rauða steininum er dekkra
lag sem kemur í ljós í ristubotnunum og gerir rúnirnar skýrari.
1 u og 2 i eru nokkuð skýrar, í 3 l eru bæði leggur og kvistur mjög máðir
en þó læsilegir, kvisturinn er stuttur, í 4 b er neðsti hluti neðri belgsins allt
að því útmáður, í 5 u er djúp hola sem þó er ekki manngerð og rúnin er ekki
stungin, í 6 r er efri hluti belgsins mjög máður, einnig í 7 k, þar er kvisturinn
settur mjög nálægt toppnum á rúninni og því mjög stuttur, á eftir rúninni er
orðaskilamerki, 4 punktar. Í 8 a er kvisturinn skaddaður en þó skýr, ofan við
hann er rispa sem líkist kvisti en er ekki manngerð. Efri hluti leggsins og báðir
kvistarnir í 9 m eru mjög máðir en læsilegir, 10 i er skýr, kvisturinn í 11 k er
stuttur en skýr. Í orðaskilamerkið á eftir rúninni vantar neðsta punktinn þar
sem f lís hefur kvarnast úr steininum. 12 y er stungin með grunnum punkti,
belgurinn í 13 þ er máður og sveigist mjög lítið út frá leggnum. Í 14 8 au er
a-kvisturinn stuttur en greinilegur. Þar sem leggur og u-kvistur mætast ekki
við toppinn er ekki alveg víst að hér sé um u-rún að ræða en þó sennilegast
þar sem kvisturinn sveigist að leggnum; 15 b er skýr, frá efri belgnum virðist
ristan halda áfram út frá belgnum og beygir síðan til hægri og myndar tákn
sem líkist s-rún, s, þ.e.a.s. hnésól, sem er fáséð í norsk/íslenska rúnaletrinu
á þessum tíma. Báðum megin við millilið rúnarinnar eru stungnir punktar
sem greinilega eru manngerðir. Á eftir þessu tákni eru þeir fjórir punktar sem
standa framan við fyrstu rúnina í nafni Vilborgar.
Rúnirnar bera með sér að ristan sé tæplega eldri en frá 11. öld en hún
gæti hæglega verið frá byrjun þeirrar aldar. Háir og grunnir leggir og stuttir
kvistir eru dæmigerðir fyrir ristur 10. og 11. aldar. Þegar líður á 11. öld verða
leggir yfirleitt styttri og kvistir stærri í hlutfalli við þá. Merkilegt er að sjá
hér stungna u-rún, y, fyrir y (ypsilon) og mun ég fjalla betur um það hér
á eftir í sambandi við rúnakef li nr. 1562.
Vilborg hefur verið nokkuð algengt nafn á Íslandi frá upphafi og er
ótrúlegt að nafn þeirrar Vilborgar sem snúðinn átti finnist í heimildum, en
nú vitum við altént að kona með þessu nafni bjó í Reykjavík í byrjun 11.
aldar og er þetta elsta varðveitta nafn á Íslandi skorið með rúnum.
Töluvert margir snældusnúðar frá víkingaöld og miðöldum með
nafni eigandans, oftast konu, og eignarformúlunni á mik hafa fundist í
Skandinavíu. Formúlan var einnig algeng hér á nytjahlutum, svo sem lárum
og trafakef lum, alla tíð meðan þessir gripir voru notaðir. Merkingu síðasta
orðsins hefur mér ekki tekist að ráða.