Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 175
174 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Stéttin hafði verið endurbætt að því er virðist þrisvar sinnum og á sér því
langan lífaldur. Hún hefur sennilega verið notuð til að þurrka fisk og hellan
væntanlega til að berja fiskinn því hún er slitin af langri notkun. Þarna stóðu
einnig trönur, sem sennilega hafa verið nýttar til ýmissa verkefna. Töluvert
af gjalli frá járnvinnslu lá nálægt hellunni og gæti, ef aldursgreiningar fást,
gefið frekari vísbendingu um hvenær kef lið hefur verið sett undir steininn
en því hefur greinilega verið komið fyrir þar af ásettu ráði.
Kef lið er um 11 cm langt, þykktin er tæpir 2 cm og breidd leturf latarins
er 1,8-2,1 cm því spýtan er aðeins mjórri í annan endann, rúnirnar eru
nokkurn veginn jafn háar og leturf löturinn er breiður. Það er snyrtilega
tálgað og allir f letir sléttir en ristur eru aðeins á einni hlið. Vinstri endinn
er óskertur en sá hægri brotinn, þó er ólíklegt að ristan hafi verið lengri
í upphafi því að síðasta rúnin stendur um 1 cm frá kantinum. Á vinstri
endanum er krot sem ekki virðist mynda neitt ákveðið mynstur. Fyrsta
rúnin stendur um 3 cm innan við kantinn:
6. mynd: Á rúnakeflið undir fiskasteininum voru ristar önnur og fyrsta ætt rúnaletursins,
en rúnaletrið var í notkun fram á 19. öld sem öflugur varnargaldur. Þjms. 2009-32-1562.
Ljósm. Ívar Brynjólfsson.
ÅNiƒÌ Tbmly
! hnias tbmly
5 10
Rúnin 1 h hefur haft langa kvista, leggurinn er að mestu horfinn, ekki er
þó útilokað að rúnin hafi haft myndina ® eða ¡, þar sem dæld á miðri rún
gæti verið leifar af hring.5 Í 2 n er kvisturinn greinilegur, en virðist ekki
nema alveg við legginn, í 3 i er rispa ofarlega og til hægri við legginn, en
hún er ekki skorin, 4 a er skýr með nokkuð bogadregnum kvisti, 5 s er
af íslenskri gerð, þ.e.a.s. löng með tígulmyndaðan neðri enda, neðri hluti