Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Síða 225
224 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
honum, var skipað út og upp, en hitt hafi verið notað til að draga báta á land
til að gera við þá.31 Önnur heimild sem áhugaverð er í þessu samhengi er
frásögn Snorra Sturlusonar af hernaði Ólafs konungs Haraldssonar í Svíþjóð í
æsku. Þegar Ólafur hafði ráðist á Sigtún við Löginn, gerði hann steinbryggju
til að auðveldara væri að skipa út herfanginu.32
Var það eitthvað slíkt sem reist var einhvern tíma á miðöldum fyrir neðan
„Bjarnargildruna“ á Nuussuaq? Það hlýtur að hafa verið mikil þörf á að tryggja
bæði báta og verðmætan farm. Ólíkt léttum bátum sem eskimóaþjóðirnar notuðu
voru norrænu trébátarnir viðkvæmir fyrir átaki og höggum. Afleiðingarnar
af því að eyðileggja bát á þessum slóðum fyrir 800 árum hljóta að hafa verið
gríðarlegar og á endanum gat það þýtt að menn neyddust til að hafa vetursetu eða
hreinlega færust ef illa vildi til. Það hefði því verið skynsamleg varúðarráðstöfun
að eyða nokkrum tíma í að útbúa bryggju. Staðsetning mannvirkisins miðað
við núverandi sjávarborð var einnig þáttur sem við lögðum mat á. Eftir síðustu
ísöld hefur afstætt sjávarborð hækkað um 3-5 metra.33 Með stuðningi af jarð-
fræðilegum grein ingum sem gerðar hafa verið á Diskósvæðinu34 reiknuðum við
út að efri hluti mannvirkisins hefði legið 1-2 metrum hærra yfir yfirborði sjávar
en hann gerir nú. Þá hefði umrætt mannvirki verið sérlega vel til þess fallið að
vera bryggja fyrir flutningaskip miðalda.
Lokaorð
Eftir þrjá daga á Nuussuaq tókum við aftur stefnu í suður. Við sigldum suður
með vesturströndinni, sömu leið og veiðimenn sigldu fyrir 1000 árum þegar þeir
voru á heimleið. Við sigldum meðfram hinni fornu Vestribyggð nálægt því þar
sem Nuuk stendur á okkar dögum og héldum áfram til Suður-Grænlands þar
sem Eystribyggð var. Hér komum við í Qassiarssuq þar sem talið er að bær Eiríks
rauða, Brattahlíð, hafi verið, og við sigldum hjá Hvalsey þar sem enn stendur
steinkirkja frá 14. öld. Þessi kirkja á sér hliðstæðu í Eiðsfirði á Harðangri, og
ber ekki aðeins vitni um auð og völd, en einnig um sterk menningartengsl við
Noreg. Á þessum stórbýlum bjuggu þeir sem í eina tíð skipulögðu veiðferðirnar
í norður. Kannski var kirkjan í Hvalsey reist fyrir ágóða af rostungsveiðum? Eftir
heimsóknina í firðina á Suður-Grænlandi sigldum við gegnum hið fagra Prins
Christianssund og út á austurströndina. Þaðan sigldum við norður til Tasiilaq,
áður en við tókum stefnuna í austur til Íslands, sömu leið og Eiríkur rauði hefur
31 Tollnes 1998, bls. 95, 118, 126, 127.
32 Heimskringla: Ólafs saga helga (Íslenzk fornrit XXVII), bls. 7-8.
33 Long o.fl. 2003, 2005.
34 Long o.fl. 2003, 2005.