Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 243
242 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er hér þekktust og voru viðurkenndir, aðrir en þeir dönsku sem voru
lögbundnir.
„Penge Det overlades til deres egen Afbevisning, som foregive at Island
har besidet anseelige reede Penge, naar Handelen kom til Kiøbenhavn;
hvordan sligt endog har forholdet sig, saa ere de dog nu forsvundene. Føren
de danske Croner bleve indførte, vare alleene gangbare de Keiserlige,
Tydske og Hollandske Species Rixdaler, ligesaa faa Engelske Croner, samt
Hollandske Krydser og Eenbener“ (V. bindi, bls. 56-57).2
Mynd 1. Hluti af ljósriti af blaðsíðu 107 af greinargerð Skúla Magnússonar þar sem þriðja
orð í þriðju línu er „Eenbener“.
Ekki skýrðist málið við að lesa þennan texta, þannig að næsta skref var að
komast yfir ljósrit af frumtextanum sjálfum. Mig grunaði að í tímanna rás
gæti einhver hafa mislesið eða misskrifað heitið eenbener, en svo einfalt var það
ekki. Í handritinu sem geymt er í skjalasafni danska Landbúnaðarháskólans
stendur glögglega eenbener.
Áður en ég gafst upp f letti ég í bók sem fjallar um silfurdali í Evrópu
og rakst þar á mynd sem gerði það að verkum að ljóstýra kviknaði en
með áframhaldandi rannsókn kom smám saman í ljós að um hollenskan
riddaradal er að ræða.3 Í dönsku uppf lettiriti um gamla mynt víðsvegar að
er enbener jafnað við Zilveren Dukaat og lýst sem silfurdal frá norðurhluta
Niðurlanda, að verðmæti 50 stuiver, lögvigt var 28,25 g af 873/1000 silfri
eða 24,88 g af tæru silfri. Þessir einfætlingar voru slegnir á tímabilinu 1659-
1808. (Stuiver var mynteining sem samsvaraði tveim skildingum dönskum
og var einnig þekkt í Danmörku, sbr. að í leikriti Ludvig Holbergs, Jeppi á
fjalli, biður Jeppi um brennivín og segir, „Lad mig få for en styver“.)4