Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Side 258
UPP Á YFIRBORÐIÐ. 257
í sniðum. Flestar eru greinarnar fremur stuttar og sumar mjög stuttar
ramma greinar. Hér er birt kynning á rannsóknum á vegum stofnunarinnar,
segir t.d. stuttlega frá meginniðurstöðum í Hofstaðarannsókn og um nánari
vitn eskju er vísað í rit um hana. En þessar meginniðurstöður eru settar í
sam hengi við aðrar rannsóknir og notaðar sem dæmi um aðferðir og rann-
sóknar spurningar. Og ekki er alltaf fjallað um endanlegar niðurstöður og
lokin verkefni heldur er sagt frá rannsóknum sem eru í gangi, greint frá
bráða birgðaniðurstöðum og nýrra spurninga spurt. Þá er sagt frá ýmsum
rann sóknaraðferðum sem eru nýttar í fornleifafræði (fleytingu og flokkun
botn falls, könnun skordýra, fosfórs, beina, leirmunabrota), oft tengdar til-
teknum tilvikum (vitnisburður beinagrinda fólks sem þoldi Skaftárelda,
leir ker frá Gásum), og loks er vikið að smærri atriðum sem eru þó for-
vitnileg og merk (tvö hnýsileg kuml, snældusnúðar úr blýi, tóbakspípa úr
járni, ýsubein í gripum).
Að slepptri inngangsgrein eftir Adolf Friðriksson og Gavin Lucas um
Fornleifastofnun eru burðarmestu greinarnar þessar:
1. Gavin Lucas og Howell M. Roberts: Fornleifar í fersku ljósi. Nýjar
rannsóknir á fjórum landnámsbýlum. Bls. 25-48.
2. Guðrún Alda Gísladóttir og Mjöll Snæsdóttir: Steinar fyrir brauð.
Norsk eldhústíska á Íslandi. Bls. 51-68.
3. Orri Vésteinsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Howell M. Roberts:
Efniviður Íslandssögunnar. Vitnisburður fornleifa um einokun og neyslu.
Bls. 71-93.
4. Oscar Aldred: Merki og magdalenukökur. Félagslegt minni og
landsháttafornleifafræði. Bls. 99-111.
5. Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Í þegjanda hljóði.
Búsetulandslag frá miðöldum í norðlenskri sveit. Bls. 117-139.
6. Gavin Lucas: Að grafa upp nútímann. Fornleifar síðari tíma á Íslandi.
Bls. 141-151.
Bókinni er skipt í kafla, og marka ofangreindar greinar upphaf hinna helstu
þeirra en öðrum greinum er raðað inn í kaflana, oft inn í greinarnar eða
fyrir aftan, venjulega sem rammagreinum. Ritstjórnin virðist hafa tekist vel
um flest, t.d. eru fjörlegar fyrirsagnir, eins og sjá má, og oft hnyttilegar. Orri
Vésteinsson hefur þýtt margar greinanna og gert það vel, sýnist mér.
Hverjir myndu svo hafa mest gagn af svona bók? Hún er mikilvæg
nemum í fornleifafræði og þó kannski einkum áhugasömu fólki sem er