Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 4

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 4
4 Valsblaðið 2015 „Enginn þarf að óttast síður – en Guðs barna skarinn fríður“ Jólahugvekja 2015 Það fer ekki framhjá neinum, helg hátíð er gengin í garð. Litrík ljósadýrðin, tón- leikar og helgihald, smákökur, jólakort og indælar steikur, allt vitnar þetta um jólahátíðina. Hver jól gerist undrið. Kirkjuklukkur hringja inn jólin og allt er orðið heilagt. Kirkjurnar okkar fyllast af prúðbúnu fólki. Það segir okkur að íslenska þjóðin varðveitir með sér undrunina og hrifn- inguna yfir því sem er heilagt. Það er ekki einungis verið að leita eftir stemningu. Það er ekki aðeins hefðin. Við þurfum á því að halda að koma saman, njóta ná- lægðar hvers annars, njóta söngs og fagurra tóna, hlýða á jóla- guðsspjallið. Guð er hér og hann vitjar okkar í frásögninni af litla drengnum og englunum í Betlehem. Þær eru margar sögurnar, helgisagnir og sálmar sem til hafa orðið um nóttina einstöku í Betlehem. Undirbúningurinn hefur snúist um að gleðjast og gleðja aðra. Gjafir, skraut og góður matur, allt snýst það um að gefa sem mest af sér, fegra umhverfið og njóta. Það er mikill sannleikur í þeirri ágætu speki að sælla sé að gefa en þiggja. Undirbúningur- inn hefur sannarlega snúist um það að gefa. En við þurfum ekki síður á því að halda að kunna að þiggja. Gjöfin stóra. Gjöfin stærsta sem okkur birtist í litlu barni er skilyrðislaus. Að okkur snýr það eitt að þiggja. Það reynist okkur oft erfitt. Við viljum hafa stjórn á lífi okkar og tilfinningunum. Við vilj- um ráða, gefa, eignast og hafa allt í hendi okkar. Gjafmildi er til eftirbreytni, hressir sálina og er hluti af því að sýna trú sína í verki. Þegar nánar er að gáð eigum við í raun og veru ekkert nema það sem við höfum þegið. Jólaguðspjallið hvetur okkur til þess að slást í för með hirðun- um og undrast. „Förum beint til Betlehem að sjá það sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss”. Betlehem var þá eins og nú, hersetin borg. Getur það verið staður þar sem unnt er að finna „frið á jörðu með mönnum sem hann hefur velþóknun á”? Jólaboðskapurinn á erindi við okkur öll. Friður á jörðu er friður á jörðu, ekki bara friður í hjarta. Friður á jörðu þarf að þýða friður hjá þeim sem þjást. Friður Guðs í góðri samvisku mann- anna barna. Boðskapur jólanna býður okkur að taka þátt í helgigöngu. Hirðarnir í haganum hafa kannski ekki verið neitt sérstaklega trúaðir, þeir hafa ekkert endilega verið heimspekilega þenkj- andi. Við getum séð í þeim langanir okkar allra til þess að öðlast innri frið. Þess vegna er eðlilegt að slást í för með þeim. Já, á jólum fyllast kirkjurnar okkar. Kynslóðir standa þétt saman og syngja af innlifun „heims um ból, helg eru jól“. Það bendir okkur á það, að einnig okkar tími tilheyrir á einhvern hátt hinu heilaga. Trú nútíma fólks og trúariðkun hefur breyst líkt og flest annað, einnig hér á landinu okkar. En hjartað er hið sama og Guð er samur. Við þurfum að eiga stað þar sem við getum komið, verið hljóð og fyllt tómarúmið af einhverju sem er alveg sérstakt. Frásögnin einfalda, tungutak helgisagnarinnar, jólasálmarnir, bænirnar, tækifæri okkar til þess að gefa gjafir þeim sem þjást, minnir okkur á að til er það sem er svo miklu stærra en dagarnir okkar í amstri hversdagsins. Við þörfnumst hátíðarinnar. Þetta er viðkvæmur tími, þau sem syrgja og sakna finna jafnvel enn sárar fyrir söknuðinum í kvöld. Til þeirra tala jólin skýrt: óttist eigi, ég er með ykkur segir Guð og þau sem þið saknið eru einn- ig hjá mér. Líf okkar og tilfinningar þarfnast hins heilaga. Á tímum þegar vegið er að frelsi okkar og endurteknar til- raunir eru gerðar til að ala á ótta skulum við rifja upp. Rifjum upp og tökum mark á orðum eldhugans og verndara Vals frá stofnun, sr. Friðriks, sem minnti okkur á að við þurfum ekki að óttast. Trú hans var einlæg og sönn. Í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu árið 1958 sagði hann m.a.: „Ég hef reynt að láta ekki stríðstímann eða annað hafa veikl- andi áhrif á mig eða traust mitt á alheimsstjórnina, sem ég tel sterkasta þáttinn í lífi einstaklinga og þjóða. Nú er mikið talað um stórveldafund og ríkisleiðtogafund og ég veit ekki hvað. Ég álít að örlög mannkynsins verði aldrei ráðin á neinni Genfarráð- stefnu. Þessir karlar geta ráðið sínum ráðum, en það er annar sem hefur taumhaldið Hann beitir ekki kjarnorkuvopnum. Vizk- an og kærleikurinn eru hans vopn.“ Sálmurinn hans kunni minnir okkur einnig á að við þurfum ekki að óttast: Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna’ á himinvegi. Trúin er okkur vernd frá ótta, fyrirmyndin skýr, allstaðar þar sem ljósið kemur verður myrkrið að víkja. Við skulum muna að við erum hluti af barna skaranum fríða, Guðs börn. Það er Guð sjálfur sem vitjar okkar. Hvað fær mildað hjörtun ef ekki lítið ómálga barn? Þannig birtist Guð okkur hin fyrstu jól. Guð gefi að húsið þitt fyllist helgri gleði jólanna. Sigrún Óskarsdóttir prestur Sigrún Óskars- dóttir prestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.