Valsblaðið - 01.05.2015, Side 52

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 52
52 Valsblaðið 2015 Eftir Jónas Guðmundsson Allt frá því að hafist var handa við að byggja nýtt íþrótthús og keppnisvöll að Hlíðarenda árið 2004 hafa verið uppi hugmyndir um byggingu knatthúss. Uppbyggingarstarfið hefur frá upphafi verið leitt af þeim Brynjari Harðarsyni, áður formanni Valsmanna hf. og nú framkvæmdastjóra félagins og Kristjáni Ásgeirssyni, arkitekt Með deiliskipulagi 2002 var knatthús fyrst sett inn á framtíðarskipulag Vals. Þar var gert ráð fyrir knatthúsi með velli í fullri stærð. Skömmu eftir hrunið var ákveðið að endurmeta þörfina fyrir knatthús. Var deiliskipulagi Hlíðarenda breytt á þann veg að hægt væri að byggja hálft knatthús og forbyggingu eða heilt knatthús. Í framhaldi af því var sett á laggirnar þarfagreiningarnefnd um knatt- hús. Nefndin aflaði sér gagna um knatt- hús víða að og taldi eftir þá skoðun, að knatthús yfir hálfan keppnisvöll væri besti og hagkvæmasti kosturinn fyrir Val. Það væri dýrt að byggja stórt knatthús og knatthús yfir hálfan völl væri hagstæð rekstrarstærð. Slíkt hús mundi uppfylla allar æfingaþarfir Vals og ekki væri þörf á eða rekstrargundvöllur fyrir nýju keppnishúsi í Reykjavík. Tillagan um forbyggingu að knatthúsinu gengur út á að þar verði rekinn leikskóli á 1. hæð og námsmannaíbúðir verði á efri hæðum. Hægt yrði að ná mikilli hagkvæmni með að samnýta húsnæði leikskólans og knatthússins. Nefndin taldi að rekstur forbyggingarinnar væri mikilvægur liður í að tryggja Val öruggar framtíðartekur. Með betri aðstæðum í íslensku þjóð- félagi fóru að heyrast raddir um að þessar forsendur ættu ekki lengur við og Valur ætti að byggja knatthús í fullri stærð frek- ar en hús yfir hálfan völl. Jón Gunnar Zoëga, fyrrverandi formaður Vals og Guðni Bergsson voru helstu talsmenn þessara sjónarmiða. Þeir töldu eftir- spurnina eftir knatthúsi mun meiri en þarfagreiningarnefndin hafði metið og jafnframt að mikil þörf væri fyrir nýtt keppnishús fyrir knattspyrnu í Reykjavík. Það varð úr að Brynjar Harðarson fékk greinarhöfund til að taka saman upplýs- ingar um kosti í knatthúsmálum. Hann aflaði gagna bæði hérlendis og erlendis og sérstaklega frá þeim aðilum sem byggt hafa knatthús á Íslandi. Hann fékk til samstarfs Guðna Bergsson og Jóhann Má Helgason framkvæmdastjóra Vals. Jafnframt var reglulega rætt við Brynjar Harðarson og ábendingar fengnar hjá Kristjáni Ásgeirssyni. Farið var í skoðunarferðir í flest þeirra knatthúsa sem byggð hafa verið á Ís- landi. Rætt var við rekstraraðila þeirra og fengnar upplýsingar um húsin, kosti þeirra og galla og hvað læra mætti af reynslu þeirra sem byggðu og hafa rekið húsin. Þá var borinn saman byggingar- og rekstrarkostnaður húsanna. Í stuttu máli má segja að valkostirnir séu fjórir: 1. Loftblásið hús líkt og íþróttahúsið í Hveragerði. 2. Stálgrindarhús klætt með dúk eins og hús FH í Hafnarfirði. 3. Hefðbundið einangrað hús án upphit- unar. 4. Hefbundið einangrað hús með upphitun. Ein helsta forsenda þarfagreiningar- nefndarinnar fyrir því að byggja knatthús yfir hálfan keppnisvöll var að kostnaður við að byggja knatthús yfir heilan keppn- isvöll væri of mikill. Var sú skoðun byggð á raunkostnaði þeirra húsa sem byggð hafa verið og á skýrslum verk- fræðinga sem metið hafa byggingar- kostnað knatthúsa mjög háan. Því var byggingarkostnaður einn fyrsti þátturinn sem kannaður var. Við athugun í Noregi þar sem byggð hafa verið fleiri knatthús en í öðrum löndum, kom í ljós að félög og sveitarstjórnir hafa leitað ódýrari leiða við byggingu knatthúsa. Þar hafa síðustu ár verið byggð mörg minni og einfaldari knatthús, uppblásin hús, stál- grindarhús klædd með dúk og stálgrind- arhús með samloku klæðningum. Bygg- ingarkostnaður hefur lækkað og sífellt fleiri sveitarfélög og knattspyrnufélög hafa treyst sér til að byggja knatthús. Það var niðurstaða athugunarinnar að mögulegt ætti að vera að byggja ódýrara knatthús að Hlíðarenda en áður hafði verið talið. Uppblásin hús voru ekki talin valkostur vegna þess að nýting þeirra er Knatthús að Hlíðarenda Það var niðurstaða athugunarinnar að mögulegt ætti að vera að byggja ódýrara knatthús að Hlíðarenda en áður hafði verið talið Abrahallen, sem er æfingahöll Rosenborg í Noregi. Dagsbirtu er veitt inn um gafla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.