Valsblaðið - 01.05.2015, Side 93
Valsblaðið 2015 93
náði ég Bobby Fischer við Loftleiðahót-
elið þegar hann hafði sigrað Spassky og
var á leið á sigurhátíðina í Laugardals-
höllinni.
Endurfundir í Brummunddal
Þessir atburðir rifjuðust upp nú í sumar
er leið þegar ég gerði mér ferð til Brum-
munddal fjörutíu og þremur árum eftir
hina eftirminnilegu ferð. Björn Brend-
lien, sem var gestur okkar fjölskyldunnar
hér heima árið 1971, tók á móti mér
ásamt syni sínum og sýndi mér fornar
slóðir. Þó margt hefði breyst létti mér
þegar ég sá að allt var með líku sniði í
Brummunddal og árið 1972. Ég reyndi
að upplifa eitthvað af þeim skemmtilegu
stundum sem við áttum þarna fyrir fjöru-
tíu og þremur árum, kalla fram gamlar
minningar, en annar flokkur Vals var
löngu horfinn á braut úr bænum og
minningarnar farnar að dofna. Eftir að ég
kom heim úr ferðinni í sumar hef ég hitt
nokkra af þessum gömlu félögum mínum
á förnum vegi. Það lyftist á þeim brúnin
þegar ég segi þeim frá ferð minni til
Brummunddal. Þeir ljóma og spyrja …
„Jón, hittir þú nokkuð einhverjar stelpn-
anna?“ Ekki urðu þær nú á vegi mínum
mér vitanlega.
Það væri nú reyndar gaman að vita
hvar þær skyldu vera niðurkomnar í dag
… jú víst væri það gaman … svo ekki sé
nú talað um 100 kallana sem ég kom
heilu og höldnu yfir sjó og land í hendur
eigenda sinna við komuna heim. Við vit-
um hins vegar hvað varð af Bobby
Fischer.
Sennilega hef ég haft orð á mér fyrir
að ganga hægt um gleðinnar dyr og notið
trausts meðal félaga minna því mér voru
fengnir 100 kallarnir til varðveislu á
meðan á ferðinni stæði. Ef ég man rétt,
tók einn þeirra fram að ef hann yrði
blankur í ferðinni og vantaði nauðsyn-
lega peninga, mætti ég samt alls ekki
undir nokkrum kringumstæðum láta
hann hafa 100 kallinn. Ég áttaði mig
þegar á því trausti sem mér var sýnt, tók
varðveisluna mjög alvarlega og geymdi
þennan fjársjóð vel alla ferðina. Þegar
heim kom hvarflaði að mér að stæla eig-
inhandaráritun Fischers, halda eftir upp-
haflegu seðlunum og láta félaga mína fá
falsaðar eiginhandaráritanir. Freistingin
var mikil því ég var þá þegar búinn að fá
eiginhandaráritun Spasskys en Fischer
rann mér alltaf úr greipum.
Nei, strákarnir fengu sína 100 kalla
með réttri áritun og eftir margar tilraunir
ir. Maðurinn sem stóð upp í hárinu á
sjálfum Sovétríkjunum ætti sennilega
ekki í vandkvæðum með að slá annan
flokk Vals út af laginu.
Bobby Fisher gerði hins vegar hlé á
morgunverðinum og skrifaði nafn sitt á
100 kallana án vandræða. Okkur létti og
kátir voru strákar sem höfðu nælt sér í
eiginhandaráritun frægasta manns heims.
Við hinir kannski svolítið spældir að hafa
ekki þorað.
En 100 kall hefur sennilega verði ein-
hvers virði í þá daga því þeir sem áttu
núna áritaðan 100 kall og það af sjálfum
Bobby Fischer stóðu frammi fyrir því að
hugsanlega myndu þeir nú þrátt fyrir allt
freistast til að nota 100 kallinn, ja til
dæmis í Fríhöfninni. Þetta voru mikil
mistök.
Venjulegur pappír hefði dugað og
hundraðkallar voru nú ekki í vöndlum í
vösum Valsaranna. Ferðin var dýr og
ýmsar freistingar framundan í Brum-
munddal og Osló. Það voru því full not
fyrir alla þá hundraðkalla sem menn
höfðu nurlað saman fyrir ferðina .
Við vorum þó allir sammála um það, að
áritaður 100 kall væri talsvert verðmætari
en bara venjulegur 100 kall og því væri
nú ýmislegt á sig leggjandi til að halda
honum utan seilingarfjarlægðar buxna-
vasa og seðlaveskja. Nú lá við að hugsa
hratt svo peningunum yrði ekki eytt.
Handhafar hundraðkallanna sem senni-
lega voru nú framhleypnustu meðlimir
hópsins og veikir fyrir lystisemdum lífs-
ins, áttu í miklum vanda hvernig geyma
skyldi verðmætin. Eftir þó nokkrar bolla-
lengingar kom loks lausnin – Jón!
Endurfundir í Brummunddal eftir 43 ár.
Jón Guðmundsson (t.h.) við
fótboltavöllinn í Brummunddal með
Björn Brendlien, en þeir hafa haldið
sambandi frá því að 2. flokkur Vals fór í
æfingaferð þangað.
Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Garðar Vilhjálmsson
Gísli Arnar Gunnarsson
Grímur Karl Sæmundsen
Guðjón Harðarson
Guðlaugur Björgvinsson
Guðmundur Hansson
Guðni Bergsson
Hafrún Kristjánsdóttir
Hanna Katrín Friðriksson
Hans B. Guðmundsson
Helgi Magnússon
Helgi Rúnar Magnússon