Valsblaðið - 01.05.2015, Page 116
116 Valsblaðið 2015
fá tækifæri í dag en fyrir nokkrum ára-
tugum þegar það voru 25–30 leikmenn
að æfa með meistarflokki. Auðvitað er
landslagið mjög breytt og miklu meiri
kröfur gerðar til leikmanna en engu að
síður finnst mér að við ættum að huga
betur að okkar unga fólki.“
Auk þess að vera á öllum heimaleikj-
um í handbolta er Svanur í gönguhópi
góðra og tryggra Valsmanna sem arka
niður í Nauthólsvík á laugardagsmorgn-
um áður en þeir taka þátt í getraunastarf-
inu. „Þetta er skemmtilegur félagsskapur
og þar fyrir utan bráðnauðsynlegt að
hreyfa sig almennilega. Ef það er hált þá
förum við upp og niður Laugaveginn
enda er hann upphitaður.“
Þorgrímur Þráinsson tók saman
„Ég hóf að leggja leið mína að Hlíðar-
enda sem smákrakki en flutti síðan í
Smáíbúðahverfið, nánast við hliðina á
Víkingsheimilinu. Tólf ára gamall kom
ég hingað aftur og hóf að stunda hand-
bolta og fótbolta. Það má segja að
keppnisferilinn hafi spannað 10 ár en ég
spilaði þó aldrei með meistaraflokki.“
Svanur er einn af hinum fjölmörgu
„huldumönnum“ að Hlíðarenda, fólkinu
sem vinnur sem sjálfboðaliðar, nánast
dag eftir dag og þarf enga athygli af því
Valur er ávallt í fyrsta sæti. Þetta eru
gullmolar félagsins.
Svanur hóf að dæma fyrir Val þegar
hann var 18 ára og dómarastörfunum
lauk ekki fyrr en hann var rúmlega sex-
tugur. „Þetta voru einhverjir tugir leikja á
ári og stundum tveir sama kvöldið, leikir
A- og B-liða. Mér þótti þetta skemmti-
legt og svo bættust fjölmargir old-boys
leikir við.“
Um fimmtugt hóf Svanur að starfa
sem húsvörður að Hlíðarenda og var á
þeim vettvangi í sjö ár eða þar til gamla
íþróttahúsið var rifið. „Samhliða því að
vera húsvörður sinnti ég dómarastörfum
þannig að það var ávallt í mörg horn að
líta.
Ég kynntist einstökum Valsmönnum
þegar ég var í stjórn knattspyrnudeildar;
Gísla Þ. Sigurðssyni, Sigga Mar, Elíasi
Hergeirssyni og fleirum. Ég hef alltaf
sótt handbolta- og fótboltaleiki hjá Val
og í dag hef ég umsjón með heimaleikj-
unum í handbolta en í því felst allur und-
irbúningur og frágangur að leikjum lokn-
um.“
Börn Svans eru vitanlega Valsarar þótt
þau hafi ekki verið iðkendur. „Ég á
reyndar eitt barnabarn í Val, Viktor Frey
sem spilar með 2. flokki í fótbolta.
Svanur segist vera mjög sáttur við að-
stöðuna hjá Val og alla uppbyggingu en
honum finnst þó að það mætti oftar gefa
ungum leikmönnum fleiri tækifæri með
meistaraflokki.
„Margir leikmenn Gróttu spiluðu
handbolta með Val fyrir tveimur árum en
blómstra nú á Seltjarnarnesi. Valur varð
Reykjavíkurmeistari í 2. flokki pilta í
fótbolta sl. vor en þeir bestu fengu aðeins
örfá tækifæri til að æfa með meistara-
flokki. Það virðist vera mun erfiðara að
Fólkið á bak við tjöldin
Hefur verið að
Hlíðarenda í hálfa öld
Svanur M. Gestsson er kamelljónið að Hlíðarenda, fyrrum iðkandi, dómari og
húsvörður en er í dag umsjónarmaður heimaleikja í handbolta – og fótbolta-afi
Svanur Gestsson (t.h.) ásamt Evert Evertssyni og Ólafi
Stefánssyni eftir að Óli tók fram skóna að nýju í vetur, í
ljósi meiðsla lykilleikmanna, og stóð sig eins og hetja.
Það er alltaf hægt að stóla á Svan þegar
leikjum er lokið því hann sér um
fráganginn ásamt fleiri sjálfboðaliðum.