Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 54

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 54
54 Valsblaðið 2015 og göllum. Ferðalagið upp og niður Nor- eg var langt og strangt en þar gafst jafn- framt gott tækifæri til ræða um knatthús og Val. Nokkur atriði sem við lærðum í ferð- inni: • Mikilvægi þess að dagsbirta komi inn í knatthúsin. • Það eru gerðar of miklar kröfur til hita og mönnunar í íslenskum knatthúsum. • Reynsla frá Noregi bendir til þess að hægt sé að lækka rekstrarkostnað húsanna. • Vanda þarf til hljóðvistar í knatthús- um. • Vanda þarf til loftunar húsanna og frá- rennslis svo hægt sé að vökva gervi- grasvöllinn. • Hönnun knatthússins er mikilvæg. Það er hægt að byggja fallegt knatthús sem fellur vel að umhverfi sínu líkt og íþróttamannvirki Vals gera. • Mikilvægt er að gera ráð fyrir því að hægt verði að skipta salargólfi í minni velli með niðurdraganlegum tjöldum til að auka útleigu- og tekjumöguleika hússins. • Hanna þarf húsið til að það uppfylli kröfur til fjölnota sýninga- og tónlist- arhúsa. • Það er spennandi kostur að geta verið með færanlegt handboltagólf í knatt- húsinu. Það var ljóst að vilji allra nefndarmanna stóð til þess að byggja knatthús yfir völl í fullri stærð ef forsendur væru til þess. Skilningur á mikilvægi forbyggingarnar og þeirra framtíðartekna sem Valur getur haft af henni, jókst eftir því sem leið á ferðina. Reynt var að finna lausn sem sameinaði það besta úr báðum tillögun- um. Niðurstaðan var að Kristján arktitekt gerði tillögu að minni forbyggingu þann- ig að hægt væri að byggja knatthús yfir heilan keppnisvöll en jafnframt byggja forbyggingu sem gæfi Val framtíðar- tekjur. Sú teikning að knatthúsi sem nú er verið að vinna að, sameinar þetta allt í glæsilegri knatthöll með knattspyrnuvelli í fullri stærð og forbyggingu á 4 hæðum þar sem verða 45–50 einstaklingsher- bergi t.d. fyrir námsmenn. Með þessari lausn er þó fórnað möguleika á dagheim- ilisbyggingu á jarðhæð forbyggingar. Jafnframt er gert ráð fyrir sambyggðri 1800 manna stúku sem snýr að keppnis- velli Vals. Er það von okkar að Valsmenn allir sameinist um að þessi glæsilega bygging verði að veruleika. AS., sem reisti þessa höll ásamt Valdres- höllinni og Abrahöllina, höll Rosenborg- ar, sem var seinni áfangastaður dagsins. Höllin er 40x60 m stór af sömu gerð og Valdres höllin og Abrahöllin, bara í minni skala. Ljóst var af samtölum við forsvarsmenn hallarinnar að hún er nægj- anlega stór til að sinna öllum æfingum eldri sem yngri iðkenda og var mikil ánægja með höllina. Seinasti áfangastaður hópsins í þessari skoðunarferð var Abrahöllin, höll Rosen- borgar í Þrándheimi. Þetta er höll í fullri stærð og svipar til Valdres hallarinnar. Þar tók Frode Björndal, heimamaður, á móti okkur en hann starfar sem þjálfari á svæðinu. Hann er þjálfari knattspyrnu- félagsins Malvig, sem leggur áherslu á þjálfun ungra iðkenda. Abrahöllin er mikið notuð sem keppnishöll og var minna lagt upp úr því að skipta henni upp í minni velli en í öðrum höllum sem við sáum. Byggist það á miklu leyti á því að höllin var byggð fyrir eigið fé og því ekki sömu kröfur um tekjur og arðsemi. Birta kemur inn um glugga á enda hallar- innar. Rekstrarkostnaður var jafnframt lægri en við höfðum búist við en miðað er við að halda hitastigi rýmisins í u.þ.b. 12°C. Samantekt Ferðin var á margan hátt mjög áhuga- verð. Við skoðuðum mörg og mismun- andi hús, ræddum við forsvarsmenn þeirra sem allir voru tilbúnir til að segja okkur frá sínum húsum, kostum þeirra keppnishöll sem Vålerenga notar til æf- inga. Í höllinni eru steypt áhorfendastæði fyrir 2000 manns. Ekki hafði tekist að ná sambandi við forsvarsmenn hallarinnar og því var skoðunin ekki mjög ítarleg en engu að síður áhugaverð. Egilshöll svip- ar á margan hátt til Valhallar. Þegar við komum var stóð yfir íþróttavörusýning. Höllin er glæsileg með góðri dagsbirtu inn í rýmið sem er afgerandi góður kost- ur sem hefur áhrif á hvort menn upplifi völlinn sem innisvæði eða ígildi útisvæð- is. Valhöll er frekar en önnur knatthús sem við skoðuðum fjölnotahús. Sáum við fjölmörg atriði sem huga þarf að við hönnun fjölnota sýninga- og tónlistar- húss. Að lokinni heimsókn til Valhallar var ekið suður af Osló í höll sem heitir Mjøndalshöllin. Þessi höll er af minni gerðinni, 40x60 m auk sambyggðar handknattleikshallar. Höllin er mjög notaleg með samtengdu klúbbhúsi og flottri aðkomu. Mót var í gangi þegar okkur bar að garði, þar sem vallarfletin- um var skipt upp í 3 sali, 20x40 m hver hluti og sátu foreldrar og aðrir í stúku á annarri hæð. Sölunum var skipt í hólf með rafdrifnum tjöldum. Á göflum voru góðir ljósgjafar sem veittu dagsbirtu inn í rýmið. Burðarvirki hallarinnar er úr límtré líkt og knatthúsið á Höfn í Horna- firði. Sunnudaginn 18. október var flogið til Þrándheims. Fyrst var skoðuð Banka Höllin í Melhus í útjaðri Þrándheims. Þar tók Tor Helgton á móti hópnum, en hann er fulltrúi byggingarfyrirtækisins Hugaas Á Íslandi hafa verið byggð eftirtalin knatthús 1. Reykjaneshöllin. Hús með velli í fullri stærð. Fulleinangrað og upphitað hús með 12 m lofthæð. 2. Fífan. Hús með velli í fullri stærð. Upphitað með 13.5 m lofthæð 3. Akraneshöllin. Hús með velli í fullri stærð en óupphitað 4. Reyðarfjörður. Svipað hús óupphitað með 12 m lofthæð. 5. Akureyri. Hús með velli í fullri stærð . Í upphafi óeinangrað. 12 m lofthæð. Óupphit- að 6. Hornafjörður. Hálfur völlur 4200 fm. Upphitað 7. Grindavík. Hálfur völlur upphitað 8. Vestmannaeyjar. Hálfur völlur, upphitað. Möguleiki að tvöfalda. 9. Kórinn. Keppnishús með 20 metra lofthæð 10. Egilshöll. Keppnishús með 20 metra lofthæð 11. FH Knatthús um 3000 fm. klætt með dúk 12. FH knatthús um 1100 fm. klætt með dúk 13. Hveragerði. Loftblásið hús um 5000 fm. Þá eru tvö knatthús í undirbúningi. Bygging knatthúss yfir heilan völl hjá FH og bygging knatthúss á vegum Garðabæjar og Stjörnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.