Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 105

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 105
Valsblaðið 2015 105 Starfið er margt meiðsla. Hvort Ólafur spili fleiri leiki með liðinu skal ósagt látið, en það er al- veg ljóst að liðið hefur burði til að berj- ast um alla titla sem í boði eru. Auk þeirra sem borið hafa liðið uppi undan- farin ár eru ungir leikmenn líkt og Ómar Ingi, Daníel Þór og Ýmir Örn að spila stærra hlutverk með hverjum leiknum. Eftir áramót er von á Elvari Friðrikssyni til baka úr langvarandi meiðslum og þá verður breiddin í liðinu enn meiri en hún er í dag. 2. flokkur karla Valur sendi eitt lið til keppni í Íslandmóti 2. flokks og bikarkeppni HSÍ. Í bikarkeppninni sat Valur hjá í 16 liða úrslitum en vann FH í 8 liða úrslitum, 33-29. Í undanúrslitum var leikið á móti ÍBV og vann Valur leikinn, 29-30. Í úr- slitum var leikið við Hauka og tapaðist leikurinn eftir framlengdan leik, 26-25. Þá varð flokkurinn í 2. sæti 1. deildar og komst alla leið í úrslit Íslandsmótins með því að vinna Stjörnuna í 8 liða úrslit- um 33-30 og Hauka í undanúrslitum, 28- 26. Í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn tapaði Valur fyrir FH í hörkuleik, 22-23. 50 leikir: Alexander Örn Júlíusson, Bjartur Guðmundsson, Geir Guð- mundsson og Guðmundur Hólmar Helgason Á lokahófi HSÍ var Guðmundur Hólmar Helgason valinn besti varnarmaður Olís deildarinnar, Stephen Nielsen besti markvörðurinn og Hlynur Morthens hlaut Háttvísiverðlaun HSÍ. Þá var Kári Kristján Kristjánsson valinn í úrvalslið deildarinnar. Eins og gengur urðu nokkrar breytingar á leikmannahópnum. Kári Kristján Krist- jánsson og Stephen Nielsen fóru til ÍBV og Finnur Ingi Stefánsson til Gróttu. Er þeim öllum þakkað fyrir gott samstarf og framlag til félagsins, ekki síst Finni sem var hér í 5 ár og varð bikarmeistari með Val árið 2011. Tveir leikmenn sem höfðu verið áður á Hlíðarenda sneru aftur; Sig- urður Ingiberg Ólafsson markvörður samdi við Val eftir að hafa staðið sig frá- bærlega hjá Störnunni og Gunnar Harð- arson, sem var m.a. þátttakandi í Íslands- meistaratitlinum 2007. Auk þess var ljóst að efniviðurinn úr yngri flokkum félags- ins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og var þessum leikmönnum ætlað stærra hlutverk á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta er skrifað eru strákarnir í 2. sæti Olís deildarinnar með 13 sigra í 17 leikjum og hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þó nokkuð hefur verið um meiðsli hjá liðinu en það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með liðinu takast á við það. Auðvitað hafa komið kaflar sem hafa ekki verið nógu góðir og það vita allir sem koma að liðinu, en þegar horft er á heildarmynd- ina er árangur liðsins fínn, breiddin í mannskapnum mikil og horfurnar fyrir framtíðina afar góðar. Gaman var fyrir alla að sjá Ólaf Stefánsson taka skóna fram í nóvember síðastliðnum. Þar sýndi hann hversu mikill félagsmaður hann er með því að hjálpa til þegar báðar örv- hentu skyttur liðsins voru frá vegna bjartsýni fyrir bikarhelgina enda liðið að spila mjög vel á þessum tíma. Undanúr- slitaleikurinn við FH var hreint út sagt ótrúlegur og taugatrekkjandi fyrir áhorf- endur, en hann tapaðist því miður eftir tvær framlengingar og þar með lauk þátt- töku Vals í Coca Cola bikarnum 2015. Í Olís deildinni unnust 20 leikir af 27 og niðurstaðan varð 42 stig, en titillinn var tryggður í næstsíðustu umferð með eins marks sigri í Garðabæ. Liðið var í toppsætinu meirihluta tímabilsins, breiddin í liðinu var mikil alls staðar á vellinum og titillinn fyllilega verðskuld- aður. Oft er talað um að þessi titill sé sá sem erfiðast er að vinna og auðvitað skiptir hann miklu máli. Hins vegar er það þannig að sá stóri í handboltanum vinnst ekki fyrr en að lokinni úrslita- keppni og inn í hana fóru allir staðráðnir í að enda sem Íslandsmeistarar. Andstæð- ingarnir í 8-liða úrslitum voru Frammar- ar og þrátt fyrir hetjulega baráttu Framm- ara voru okkar strákar sterkari og unnu einvígið 2-0. Þá var komið að risaslag í undanúrslitum við bræðra/systrafélag okkar í Haukum. Skemmst er frá að segja að við sáum aldrei til sólar í því einvígi og Haukar unnu verðskuldað 3-0 og urðu síðan Íslandsmeistarar. Von- brigði allra sem komu að liðinu voru þó- nokkur, enda ætluðu allir sér stóran titil þetta tímabilið. Á lokahófi handknattleiksdeildar voru eftirfarandi verðlaun veitt í meistara- flokki karla: Besti leikmaður: Orri Freyr Gíslason Efnilegasti leikmaður: Ómar Ingi Magnússon Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenn­ ingu fyrir fjölda leikja með meist­ araflokki Vals: 200 leikir: Elvar Friðriksson og Orri Freyr Gíslason 150 leikir: Hlynur Mortens og Atli Báru- son 100 leikir: Finnur Ingi Stefánsson og Sveinn Aron Sveinsson Stemmning í Laugardalshöll bikarúrslitahelgina. Flottir stuðningsmenn. Deildarmeistaratitli fagnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.