Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 97
Valsblaðið 2015 97
Starfið er margt
unni þinni? „Ætli það sé ekki Eva Hall-
dórsdóttir frænka mín, sem spilaði með
Val á sínum tíma. Annars held ég að
pabbi minn, Þormóður Egilsson sé besti
íþróttamaður fjölskyldunnar.“
Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú
fengið frá foreldrum þínum og fjöl
skyldu í sambandi við fótboltann,
hversu mikilvægur er stuðningur for
eldra að þínu mati? „Fjölskyldan mín
styður mig í öllu því sem ég geri, hvort
sem það er innan eða utan vallar. Ég tel
það vera fyrir öllu að njóta stuðnings
heima fyrir og hjálpar, því það auðveldar
svo sannarlega leiðina að árangri.“
Hvað finnst þér mikilvægast að gera
hjá Val til að efla starfið í yngri flokk
um félagsins? „Mér finnst það aðallega
vera aðstaðan sem mætti betur fara, en
undanfarin ár hef ég stundum þurft að
fara t.d. á Framvöllinn á æfingar vegna
þess að gervigrasið á Hlíðarenda var
ónothæft. Mér finnst aðstaðan núna fín
og ég tel hana hafa batnað töluvert með
tilkomu nýja gervigrassins. Þrátt fyrir
það þætti mér ekkert verra að stækka
grassvæði og æfingasvæði eða jafnvel
byggja innihöll þar sem eldra gervigrasið
stendur nú.“
Hvað finnst þér að Valur geti gert til
að vinna gegn einelti í íþróttum? „Mér
finnst mikilvægt að það sé næg forvarn-
arfræðsla og að hana eigi að vera hægt
að nálgast hjá félaginu. Þar að auki finnst
mér að Valur ætti að leggja ríka áherslu á
að iðkendur komi vel fram hver við ann-
an og láti ekki kappið bera fegurðina
ofur liði.“
Hver stofnaði Val og hvenær? „Sr.
Friðrik Friðriksson árið 1911.“
Hver eru þín einkunnarorð? „Þú upp-
skerð eins og þú sáir.“
Mist hefur æft fótbolta með Val í fjögur
ár, frá því í 4. flokki. Hún gekk í Val
vegna þess að hún vildi ná árangri í fót-
bolta og vissi að í Val væri mjög öflugt
lið og skemmtilegar stelpur.
Hvers vegna fótbolti? „Ég æfði fim-
leika síðan ég var sex ára þangað til ég
varð 13 ára. Þar að auki æfði ég hand-
bolta undanfarin tvö ár. Ég ákvað að
velja fótboltann af því mér þykir svo
gaman og mig langar að ná árangri í
greininni.“
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að
hafa fengið Friðriksbikarinn? „Fyrir
mig hefur það mjög mikla þýðingu að
hafa fengið þessi verðlaun þar sem ég
reyni alltaf að koma vel fram við aðra,
vera góður liðsfélagi og standa mig vel.
Tilfinningin var að sjálfsögðu frábær.“
Hvernig gekk ykkur á þessu ári?
„Þetta ár var það skemmtilegasta sem ég
hef upplifað í fótboltanum. Við tókum
þátt í Reykjavíkurmótinu, ReyCup, Ís-
landsmótinu og bikarkeppni og stóðum
uppi sem sigurvegarar á öllum mótum
fyrir utan bikarkeppnina þar sem við vor-
um slegnar út. Hópurinn er frábær í alla
staði og er ekki hægt að biðja um betri
liðsfélaga. Þar að auki er tengingin inni á
vellinum ótrúleg og ég hef sjaldan séð
annan eins karakter í einu liði. Að spila
með þessum stelpum eru forréttindi og
ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið
að vera hluti af þessu liði.“
Hvernig eru þjálfarar þínir? „Þjálfar-
inn minn í ár og þjálfararnir sem ég hef
verið með hér í Val eru allir frábærir. Þeir
eru með mikinn metnað fyrir því sem
þeir gera og mikla þekkingu á sínu sviði
sem þeir kunna að miðla til okkar leik-
mannanna á skiljanlegan hátt. Þar að
auki eru þeir mjög skemmtilegir og alltaf
til í að hjálpa manni ef þörf er á. Án
þessara þjálfara hefðum við aldrei náð
þeim árangri sem við höfum náð á síð-
ustu árum.“
Skemmtileg atvik úr boltanum. „Á ár-
unum mínum í Val hef ég upplifað mjög
margt skemmtilegt. Þar má kannski helst
nefna ferðinar sem við förum farið sam-
an í eins og á Akranes, Akureyri, til Sví-
þjóðar og á Selfoss. Síðan á ég líka enda-
lausar minningar um skemmtileg atvik á
æfingum, sem eru mjög mörg. Mér
fannst til dæmis mjög skemmtilegt þegar
við fórum í ferðir og vorum tímunum
saman að halda á lofti, spjalla saman og
fara í leiki. Þannig kynnist maður liðs-
félögunum betur og skemmtir sér vel í
leiðinni. Fyrsta atvikið sem kemur upp í
hugann á mér er þó þegar við vorum að
keppa á Gothia Cup og Rosalie Rut tókst
að klessa á ljósastaur á miklum hraða.
Það var mjög fyndið og eftirminnilegt at-
vik atvik og sem betur fer var allt í lagi
með Rósu.“
Fyrirmyndir þínar í fótboltanum? „Ég
lít mikið upp til Lionel Messi og Steven
Gerrard en pabbi minn er mín helsta fyr-
irmynd.“ (Þormóður Egilsson KR).
Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða
íþróttum almennt? „Dugnaður, þolin-
mæði og að hafa gaman af því sem mað-
ur gerir er að mínu mati það mikilvæg-
asta. Persónulega mætti ég stundum til-
einka mér hið síðasta og leggja
keppnisskapið til hliðar um stund.“
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í
fótbolta og lífinu almennt? „Í framtíð-
inni dreymir mig um að flytja til Banda-
ríkjanna og fara í háskóla þar, þar sem ég
get spilað fótbolta í leiðinni. Síðan lang-
ar mig að læra fjölmiðlafræði og ferðast
um heiminn. Ég veit ekki enn hvar ég sé
mig eftir 10 ár, en ég vona að ég verði að
gera það sem mér finnst skemmtilegast.“
Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld
Gekk í Val því ég vildi
ná árangri í fótbolta
Mist Þormóðsdóttir er 16 ára og leik-
ur knattspyrnu með 2. flokki og hlaut
Friðriksbikarinn á uppskeruhátíðinni í haust