Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 48
48 Valsblaðið 2015 Starfið er margt ráðstafanir. Ekki er hægt að benda á aðra aðila, stofnanir, ráðuneyti eða borgaryfir- völd í þessu sambandi um óleyst málefni, allt sem að þessu máli snýr er á valdsviði innanríkisráðuneytisins. Það sem er ef til vill sérstæðast í þessu málefni er að Isavia, sem fer með flugrekstrar- og flug- öryggismál á Íslandi vill loka brautinni. Framkvæmdir á Hlíðarendareit Á árinu vannst hver áfangasigurinn af öðrum. Fyrsta jarðvinnuútboðið, sem boðið var út með nýrri aðferðafræði, gekk að óskum og kostnaður við 1. áfanga jarðvegsskipta á Hlíðarendareit var mun lægri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þann 15. nóvember sl. lauk þessum framkvæmdum og með þeim var lokið grunnframkvæmdum við s.k. fram- kvæmdaveg, sem er endanlegt vegstæði milli íþróttasvæðis Vals og uppbygging- arsvæðis Hlíðarendareits. Jafnframt var fergingu nýrra æfingasvæða Vals norð- vestan við gamla gervigrasvöllinn lokið, en næsta sumar ætti að vera hægt að hefja þaðan jarðvegsflutninga og hefja undirbúning að yfirborði nýs grasæfinga- svæðis. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík samþykkti byggingarnefndarteikningar að s.k. D-reit og nú í haust var síðan gef- ið út takmarkað byggingarleyfi til að hefja jarðvegsskipti á lóðinni. Aukinn áhugi á byggingarlóðum Valsmanna hf Eftir því sem leið á árið jókst áhugi á byggingarlóðum Valsmanna hf. Formleg- ar samningaviðræður hófust við ÞG verk ehf. í byrjun sumars og enduðu þær með undirskrift aðila um sölu á öllum bygg- ingarréttindum á D-reit, sem er einn af fjórum byggingarreitum félagsins þann 23. september sl. auk þess sem kaupandi hefur kauprétt að F-reit. Þann 3. október var síðan samþykkt tilboð frá öðrum að- ila í C-reit. Á árinu var því gengið frá bindandi sölusamningum á ¾ hluta af Liðið ár hefur verið viðburðaríkt í starf- semi Valsmanna hf. Með stofnun stýri- hóps Reykjavíkur, Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Vals, sem við höfð- um bæði frumkvæði að og veg og vanda af stofnun, skipulagi og rekstri, komst verulegur skriður á málefni Hlíðarenda- reits. Ráðinn var sérstakur verkefnastjóri og eftir að jarðvegsframkvæmdir hófust á Hlíðarendareit á vormánuðum hafa mál okkar fengið aðra „áferð“ og þunga. Flestum er nú ljóst að það verður ekki aftur snúið í uppbyggingu Hlíðarenda- reits og hann mun byggjast hratt upp á næstu árum. Deilur um lokun flugbrautar Það voru vissulega gríðarleg vonbrigði að Reykjavíkurborg og ríkisvaldið skyldu ekki ná samningum um endan- lega lokun 3ju flugbrautarinnar, sem hamlar formlega því að hægt sé að hefja byggingarframkvæmdir. Nú í byrjun des- ember stefndi Reykjavíkurborg því rík- inu til að fá, eins og fram kemur í stefn- unni; viðurkennt með dómi að innanrík- isráðherra, f.h. íslenska ríkisins, sé skylt að efna grein ii) í samningi aðila frá 25. október 2013. Borgin fór fram á flýti- meðferð, sem var samþykkt, vegna þeirra miklu hagsmuna sem eru í málinu. Ríkislögmanni er því gert að skila grein- argerð fyrir jól og málflutningur verður þegar í janúar 2016. Nú styttist því í nið- urstöðu þessa máls, sem hefur í raun staðið allt frá 1991, en þá var að beiðni þáverandi samgöngumálaráðherra gert áhættumat á Reykjavíkurflugvelli í kjöl- far flugslyss í aðflugi að vellinum þar sem þrír Kanadamenn létu lífið. Í niður- stöðu áhættumats nefndarinnar (sem m.a. var skipuð sömu mönnum og nú telja vá fyrir dyrum verði brautinni lokað) segir m.a. eftirfarandi um NA/SV flugbraut- ina: „Að öllu samanlögðu verður að telja að mest áhætta sé tekin við notkun NA/ SV brautar og að tvímælalaust beri að loka henni“. Það er umhugsunarvert að takast skyldi að afvegaleiða umræðuna í þann farveg að fá stóran hluta lands- manna og marga stjórnmálamenn til að trúa því að þetta væri neyðarbraut og heill og framtíð vallarins og innanlands- og sjúkraflugs snerist um tilveru hennar. Þegar á allt er litið held ég hins vegar enn í trúna og trúi ekki öðru en að stjón- völd finni lausn á þessu máli von bráðar. Það er ekki minnsti vafi í okkar huga að borgin mun fara með sigur af hólmi í þessum málaferlum. Þrátt fyrir að mörg- um sem fylgst hafa með fjölmiðlaum- fjöllun um málið finnist sem málið sé flókið og ekki frágengið, þá er raunveru- leikinn allt annar. Í málinu eru engir laus- ir endar, engir fyrirvarar eða óleyst mál sem ríkisvaldið (innanríkisráðuneytið) getur bent átt sér til varnar. Samningarnir frá því í október 2013 kveða skýrt á um hvert verkferlið skal vera. Það átti að ganga frá nýju deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll, tilkynna um lokun flugbrautar 06/24 að því loknu og í beinu framhaldi að breyta skipulagsreglum flugvallarins. Deiliskipulag er frágengið, samþykkt af Skipulagsstofnun og það auglýst í B-tíðinum Stjórnartíðinda. Inn- anríkisráðherra ber því að loka brautinni og láta breyta skipulagsreglum vallarins í kjölfarið. Ef ráðherra telur að til ein- hverra ráðstafana þurfi að grípa svo sem vegna öryggismála er það á hans valdi að kveða á um slíkt og fyrirskipa um slíkar Viðburðarríkt ár hjá Valsmönnum hf. Stjórn félagsins telur því að það séu bjartir og spennandi tímar framundan í starfsemi Valsmanna hf., en ekki síður í upp byggingu íþróttasvæðis Vals og styrkingu á innviðum félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.