Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 48
48 Valsblaðið 2015
Starfið er margt
ráðstafanir. Ekki er hægt að benda á aðra
aðila, stofnanir, ráðuneyti eða borgaryfir-
völd í þessu sambandi um óleyst málefni,
allt sem að þessu máli snýr er á valdsviði
innanríkisráðuneytisins. Það sem er ef til
vill sérstæðast í þessu málefni er að
Isavia, sem fer með flugrekstrar- og flug-
öryggismál á Íslandi vill loka brautinni.
Framkvæmdir á Hlíðarendareit
Á árinu vannst hver áfangasigurinn af
öðrum. Fyrsta jarðvinnuútboðið, sem
boðið var út með nýrri aðferðafræði,
gekk að óskum og kostnaður við 1.
áfanga jarðvegsskipta á Hlíðarendareit
var mun lægri en kostnaðaráætlun gerði
ráð fyrir. Þann 15. nóvember sl. lauk
þessum framkvæmdum og með þeim var
lokið grunnframkvæmdum við s.k. fram-
kvæmdaveg, sem er endanlegt vegstæði
milli íþróttasvæðis Vals og uppbygging-
arsvæðis Hlíðarendareits. Jafnframt var
fergingu nýrra æfingasvæða Vals norð-
vestan við gamla gervigrasvöllinn lokið,
en næsta sumar ætti að vera hægt að
hefja þaðan jarðvegsflutninga og hefja
undirbúning að yfirborði nýs grasæfinga-
svæðis. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík
samþykkti byggingarnefndarteikningar
að s.k. D-reit og nú í haust var síðan gef-
ið út takmarkað byggingarleyfi til að
hefja jarðvegsskipti á lóðinni.
Aukinn áhugi á byggingarlóðum
Valsmanna hf
Eftir því sem leið á árið jókst áhugi á
byggingarlóðum Valsmanna hf. Formleg-
ar samningaviðræður hófust við ÞG verk
ehf. í byrjun sumars og enduðu þær með
undirskrift aðila um sölu á öllum bygg-
ingarréttindum á D-reit, sem er einn af
fjórum byggingarreitum félagsins þann
23. september sl. auk þess sem kaupandi
hefur kauprétt að F-reit. Þann 3. október
var síðan samþykkt tilboð frá öðrum að-
ila í C-reit. Á árinu var því gengið frá
bindandi sölusamningum á ¾ hluta af
Liðið ár hefur verið viðburðaríkt í starf-
semi Valsmanna hf. Með stofnun stýri-
hóps Reykjavíkur, Valsmanna hf. og
Knattspyrnufélagsins Vals, sem við höfð-
um bæði frumkvæði að og veg og vanda
af stofnun, skipulagi og rekstri, komst
verulegur skriður á málefni Hlíðarenda-
reits. Ráðinn var sérstakur verkefnastjóri
og eftir að jarðvegsframkvæmdir hófust
á Hlíðarendareit á vormánuðum hafa mál
okkar fengið aðra „áferð“ og þunga.
Flestum er nú ljóst að það verður ekki
aftur snúið í uppbyggingu Hlíðarenda-
reits og hann mun byggjast hratt upp á
næstu árum.
Deilur um lokun flugbrautar
Það voru vissulega gríðarleg vonbrigði
að Reykjavíkurborg og ríkisvaldið
skyldu ekki ná samningum um endan-
lega lokun 3ju flugbrautarinnar, sem
hamlar formlega því að hægt sé að hefja
byggingarframkvæmdir. Nú í byrjun des-
ember stefndi Reykjavíkurborg því rík-
inu til að fá, eins og fram kemur í stefn-
unni; viðurkennt með dómi að innanrík-
isráðherra, f.h. íslenska ríkisins, sé skylt
að efna grein ii) í samningi aðila frá 25.
október 2013. Borgin fór fram á flýti-
meðferð, sem var samþykkt, vegna
þeirra miklu hagsmuna sem eru í málinu.
Ríkislögmanni er því gert að skila grein-
argerð fyrir jól og málflutningur verður
þegar í janúar 2016. Nú styttist því í nið-
urstöðu þessa máls, sem hefur í raun
staðið allt frá 1991, en þá var að beiðni
þáverandi samgöngumálaráðherra gert
áhættumat á Reykjavíkurflugvelli í kjöl-
far flugslyss í aðflugi að vellinum þar
sem þrír Kanadamenn létu lífið. Í niður-
stöðu áhættumats nefndarinnar (sem m.a.
var skipuð sömu mönnum og nú telja vá
fyrir dyrum verði brautinni lokað) segir
m.a. eftirfarandi um NA/SV flugbraut-
ina: „Að öllu samanlögðu verður að telja
að mest áhætta sé tekin við notkun NA/
SV brautar og að tvímælalaust beri að
loka henni“. Það er umhugsunarvert að
takast skyldi að afvegaleiða umræðuna í
þann farveg að fá stóran hluta lands-
manna og marga stjórnmálamenn til að
trúa því að þetta væri neyðarbraut og
heill og framtíð vallarins og innanlands-
og sjúkraflugs snerist um tilveru hennar.
Þegar á allt er litið held ég hins vegar
enn í trúna og trúi ekki öðru en að stjón-
völd finni lausn á þessu máli von bráðar.
Það er ekki minnsti vafi í okkar huga
að borgin mun fara með sigur af hólmi í
þessum málaferlum. Þrátt fyrir að mörg-
um sem fylgst hafa með fjölmiðlaum-
fjöllun um málið finnist sem málið sé
flókið og ekki frágengið, þá er raunveru-
leikinn allt annar. Í málinu eru engir laus-
ir endar, engir fyrirvarar eða óleyst mál
sem ríkisvaldið (innanríkisráðuneytið)
getur bent átt sér til varnar. Samningarnir
frá því í október 2013 kveða skýrt á um
hvert verkferlið skal vera. Það átti að
ganga frá nýju deiliskipulagi fyrir
Reykjavíkurflugvöll, tilkynna um lokun
flugbrautar 06/24 að því loknu og í beinu
framhaldi að breyta skipulagsreglum
flugvallarins. Deiliskipulag er frágengið,
samþykkt af Skipulagsstofnun og það
auglýst í B-tíðinum Stjórnartíðinda. Inn-
anríkisráðherra ber því að loka brautinni
og láta breyta skipulagsreglum vallarins í
kjölfarið. Ef ráðherra telur að til ein-
hverra ráðstafana þurfi að grípa svo sem
vegna öryggismála er það á hans valdi að
kveða á um slíkt og fyrirskipa um slíkar
Viðburðarríkt ár
hjá Valsmönnum hf.
Stjórn félagsins telur
því að það séu bjartir og
spennandi tímar framundan
í starfsemi Valsmanna hf.,
en ekki síður í
upp byggingu íþróttasvæðis
Vals og styrkingu á
innviðum félagsins