Valsblaðið - 01.05.2015, Page 16

Valsblaðið - 01.05.2015, Page 16
16 Valsblaðið 2015 Barna- og unglingasvið (BUS) ykkur. Vonum að iðkendurnir nýti sér nýja völlinn til góðs, það er nóg af plássi til að æfa aukalega og nýta sér aðstöðuna þ.a.l. betur. Vera óhrædd við að tala við alla þá þjálfara og mannauð sem Valur býr yfir, það vilja allir hjálpa og ef ein- hver vill fá að gera eitthvað aukalega eða fá ráðgjöf ekki hika við að hafa sam- band. Hafið gaman að því sem þið gerið. Horfið á leiki hjá meistaraflokkum og í sjónvarpi og lærið af þeim bestu. Það er aðeins einn Valur, stöndum saman, allir iðkendur og allar deildir saman. Andri Fannar Stefánsson, yfir- þjálfari yngri flokka karla í knattspyrnudeild Vals. Ágústa Edda Björnsdóttir, yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar Vals. Jens Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vals. Margrét Magnúsdóttir, yfirþjálfari yngri flokka kvenna í knattspyrnudeild Vals. Hvað hefur áunnist árið  2015 Í öllum greinum hefur verið fjölgun iðk- enda á tímabilinu 2014–15, sérstaklega í yngstu flokkunum í hand- og fótbolta og nokkrum flokkum í körfunni. Fyrir tíma- bilið 2015 var bætt við flokkum í körfu- boltanum. Aukin tenging við meistara- flokka varð í fótboltanum og nýi gervi- grasvöllurinn gjörbreytir allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Í handboltanum hef- ur verið náð stöðugum og sterkum þjálf- arakjarna þar sem mikil og góð samvinna á sér stað. Draumsýn Frekari fjölgun iðkenda í öllum greinum og fleiri flokkum í körfuboltanum. Einn- ig að eignast fleira landsliðsfólk og ala af okkur félagsfólk sem vill halda áfram að vinna fyrir félagið. Að skapa góða stemningu hjá yngri iðkendum og for- ráðamönnum þeirra fyrir meistaraflokks- leikjum, það á að vera partur af vikulegri dagskrá að mæta á heimaleiki. Að byggja upp markvissari líkamsþjálfun í gegnum alla flokka. Að allar deildir varði fjöl- mennar og jafnvígar. Knatthöll kemur til með að bæta aðstöðu félagsins enn frek- ar. Nú þegar búið er að taka í notkun nýja gervigrasið og liggur fyrir að iðkendur hafa aðgang að úti knattspyrnu­ aðstöðu allt árið. Hver eru áhrifin fyrir yngri flokka Vals? Með tilkomu nýs gervigrasvallar má segja að aðstæður okkar til knattspyrnu- þjálfunar hafi gjörbreyst. Loksins geta Valsarar æft við sambærilegar aðstæður og önnur félög á Reykjarvíkursvæðinu. Við fáum einnig meiri tengingu inn í fé- lagið með því að hafa völlinn alveg við félagsheimilið. Með því að æfa allan árs- ins hring á sama velli og meistaraflokk- arnir spila á kemur ennþá meiri tenging sem skilar sér vonandi í meiri áhuga á meistaraflokkunum. Gervigrasið hefur góð áhrif á félagið í heild til að fá betri aðstöðu og skapar meira rými innanhúss fyrir handbolta og körfu. Sjá yfirþjálfarar fyrir sér körfubolta og handboltavelli innan um knattvelli utanhúss? Það væri frábært að sjá útikörfubolta- velli á svæðinu, og er í raun orðið löngu tímabært. Útivellir í öllum greinum myndu minnka álagið á aðstöðunni inni sem er oft mjög þéttsetin. Það væri gam- an að hafa einn handboltavöll þar sem krakkar gætu leikið sér utan æfingatíma og sem hægt væri að nýta við sumaræf- ingar þegar veður leyfir. Sameiginleg sýn / lokaorð til iðkenda Nýtið tímann ykkar vel, æfingin skapar meistarann, verið dugleg að æfa og hlusta á það sem þjálfarar eru að kenna Yfirþjálfarar yngri flokka í Val 2015 eru þeir sömu og í fyrra Yfirþjálfarar í Val 2015–2016. Frá vinstri: Jens Guðmundsson, Andri Fannar Stefánsson, Margrét Magnúsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.