Valsblaðið - 01.05.2015, Page 36
36 Valsblaðið 2015
að taka framförum yfir veturinn. Flokk-
urinn fór á 4 mót yfir sumarið ásamt því
að spila æfingaleiki sem að hjálpaði við
að þjappa leikmönnum og foreldrum
þeirra saman.
Það verður virkilega skemmtilegt að
fylgast með þessum skemmtilegu og
efnilegu stelpum í framtíðinni, bæði inn-
an sem utan vallar.
8. flokkur kvenna
I upphafi vetrar voru um það bil 8 stelpur
á æfingum en það gekk vonum framar að
fjölga í hópnum og um áramót voru
komnar um 18 stelpur sem mættu reglu-
lega á æfingu. Það var gaman að sjá
hversu miklar framfarir stelpurnar sýndu
og sást það einna best á lokamótinu í
sumar. Á því móti voru aðeins tvö
kvennalið í 8. flokki og þurftu stelpurnar
því að keppa líka a móti sterkum stráka-
liðum. Þar létu stelpurnar ekkert undan
og strákarnir þurftu að hafa vel fyrir
leiknum. Það er augljóslega mikil fram-
tíð í þessum hópi.
3. flokkur karla
Besta við flokkinn: Var að sjá hveru
miklar framfarir áttu sér stað hjá flokkn-
um. Einnig öflug liðsheild sem gefst ekki
upp sama á hverju dynur. Helstu mark-
mið: Að sjá framfarir hjá leikmönnum og
að skapa öfluga liðsheild.
Í lok september hóf 3. flokkur karla æf-
ingar að nýju eftir frí með nýja þjálfara
og þar af leiðandi nýjar áherslur og verk-
efni. Sterkur kjarni leikmanna æfði af
krafti allan veturinn með miklum árangri
þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Sumarið
reyndist ágætlega. Þrátt fyrir hæga byrjun
á tímabilinu hrökk liðið í gang í sumar og
eftir langa sigurhrinu réðst það í síðasta
leik tímabilsins hvort liðið færi upp um
deild en úrslit urðu því miður ekki liðinu
í hag. Flokkurinn tók þátt í ReyCup sem
var skemmtileg upplifun fyrir drengina,
þá kannski sérstaklega að keppa á móti
sterkum erlendum liðum og var þeirri
áskorun tekið með trompi. Flokkurinn fór
einnig í gríðarlega skemmtilega ferð aust-
ur á Höfn þar sem við tókum Sindra í
kennslustund og áttum hörkuleik við UÍA
á Reyðarfirði. Allir reyndust sammála um
að ferðin hafi heppnast gríðarlega vel og
var framkoma strákanna innan vallar sem
utan til fyrirmyndar.
Mestu framfarir: Cristian Catano
Besta ástundun: Patrik Írisarson
Leikmaður flokksins: Jón Freyr Ey-
þórsson
Friðriksbikarinn: Sveinn Jónsson
Íslandsmeistarar eða Hnátumótsmeistarar Vals í 6. flokki A. F.v. Hugrún Lóa
Kvaran, Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Júlíana Magnús-
dóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir og Arngunnur Kristjánsdóttir.
Yngri flokkar styðja við meistaraflokk.