Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 78
78 Valsblaðið 2015
Nú eru foreldrarnir jafnvel farnir að
ráða hverjir skipi liðin. Þeir hafa áhrif á
dómgæsluna, öskra, eru með blótsyrði.
Þetta gengur ekki upp og á því áttaði ég
mig á mjög snemma.“
Lárus hefur haft þá skoðun lengi að
starfið bygðist allt á þeim sem stjórnaði
liðinu, leiðtoganum. Það sé leiðtogans að
taka þátt í gleði og sorg alls hópsins því
það má engin gleymast. „Þessi skoðun
mín þótti svo athyglisverð á sínum tíma
að ég var tekinn í útvarpsviðtal á Rás
eitt. Við vorum tveir kallaðir til, ég og
aðili á öndverðri skoðun við mig. Ég gaf
mig hvergi með þetta. Ég lét foreldra
aldrei hafa áhrif á mig. Var eins langt í
burtu og ég mögulega gat og eftir leiki
tók ég liðið til mín. Svo gátu foreldrarnir
rætt við sín börn.“
Einu sinni Valsmaður ætíð Valsmaður
Á sínum yngri árum sat Lárus í aðal
stjórn Vals og stjórn knattspyrnudeild
arinnar og fulltrúaráðsins. Síðan liðu
mörg ár án beinnar þátttöku í félags
starfinu. Hvað dró þig aftur að Val?
„Þegar ég hætti þjálfun sogaðist ég aft-
ur að Val. Henson fékk mig til að koma
með sér í fulltrúaráðið. Þá hafði ég til
dæmis ekki farið á völlinn í langan tíma,
hafði ekki séð Val spila. Mér fannst gam-
an að koma aftur í Val. En þó að það
hljómi eins og klisja þá fannst mér ég
skulda Val fyrir allar trakteringarnar í
æsku. Þegar ég eldist og hugsa til baka
var alveg einstakt að fá að alast upp í
Val. Nú er ég í fulltrúaráðinu með Hall-
dóri Einarssyni. Svo æxlaðist það þannig
að þegar ég fór aftur að stunda völlinn
keypti ég mér ársmiða. Innifalið í ár-
smiðanum var kaffi og meðlæti í hálf-
leik. Þetta var ég búinn að upplifa þegar
ég fór til útlanda og eins hér innanlands.
Hjá Val var þetta hins vegar varla kaffi-
bolli. Mér fannst þetta hálf niðurlægjandi
svo ég hugsaði með mér að ég þyrfti að
gera bragarbót á þessu. Við tókum þetta
svo að okkur, ég og Gunnar Kristjánsson
þjónn, og höfum verið með þetta í þrjú
ár. Mér finnst mjög gaman að geta gert
þetta fyrir knattspyrnudeildina.“
Tónlistaráhugamaðurinn Lárus
Loftsson
„Ég var 30 ár í þjálfun og vann fulla vinnu
með þessu. Allar æfingar voru á kvöldin
eða um helgar. Þegar ég hætti myndaðist
tómarúm. Hvað átti ég að gera?“
Það vissu ekki allir að Lárus átti sér
áhugamál utan matreiðslunnar og fótbolt-
að horfa á leikina. Það var sama á hverju
gekk, þeir gerðu aldrei athugasemdir við
eitt eða neitt. Pabbi þinn (ritara þessa
viðtals) kom oft, pabbi Helga Ben.,
pabbi Reynis Vignis, Kjartan pabbi Vil-
hjálms, Einars, Garðars og Guðmundar.
Þetta var svona ákveðinn hópur. Í dag er
það þannig að foreldrar skipta sér af öllu,
dómgæslu og framkvæmd, bara öllu.“
„Seinna tók ég bókstaflega fyrir það
að foreldrar hefðu of mikil áhrif á starfið.
Þegar ég var farinn að hafa þjálfun sem
starf áttaði ég mig á því að ég mætti
aldrei láta foreldrana hafa áhrif á mig. Ef
til dæmis foreldrar stóðu við aðra hliðar-
línuna á leikjum þá fór ég alltaf yfir á
hina hliðarlínuna og fylgdist með leikn-
um þaðan. Ég vildi ekki hlusta á þá eða
vera í nánd við foreldrana. Ég hugsaði
þetta alltaf þannig að í einu liði eru ellefu
strákar. Á leiki koma kannski foreldrar
átta þeirra. Þá eru þarna þó nokkrir for-
eldralausir. Þegar leikurinn er búinn og
kannski hefur leikurinn unnist þá koma
foreldranir og faðma og fagna með sín-
um börnum. Hver faðmar hin börnin?
Það er þjálfarinn sem einmitt gerir það.
Foreldrarnir átta sig ekki á þessu. Það
eru alltaf einhverjir sem eru útundan.
landsliðunum sem höfðu ekki hugmynd
um hvaða félagi ég tilheyrði. Það er al-
gjörlega einstakt. Einu sinni kom einn
forystumanna Vals til mín og spurði mig
hvers vegna enginn Valsari væri í ung-
lingalandsliðshópnum og hvort ég gæti
ekki tekið Valsara í liðið. Ég átti bara að
hafa Valsara í unglingalandsliðinu burt-
séð frá getu í fótbolta. Svona var hugsun-
arhátturinn. Ég var auðvitað með fjölda
Valsmanna í gegnum tíðina.“
Það hefði verið mjög auðvelt að væna
þig um hlutdrægni.
„Algjörlega, það vildi ég ekki. Mér
þykir enn þann dag í dag vænt um þessa
afstöðu mína.“
Þjálfarinn sem leiðtogi
Lárus hafði mjög eindregna og ákveðna
skoðun á hlutverk þjálfarans sem leið-
toga. Afstaða hans til foreldrasamstarfs
vakti líka athygli og var ef til vill svolítið
úr takti við þau viðhorf sem þá ríktu og
ríkja enn í dag. Það er athyglisvert að
ræða þetta við Lárus sem enn er sömu
skoðunar. Hann segir:
„Þegar ég var að þjálfa hjá Val komu
stundum pabbar, nánast aldrei mömmur,
Úr Morgunblaðinu. Birt
með góðfúslegu leyfi.