Valsblaðið - 01.05.2015, Page 19
Valsblaðið 2015 19
Starfið er margt
Besta fáanlega gervigras á vellinum
Áður en grasið var valið var farið í skoðunarferð til Þýskalands
þar sem bæði verksmiðjan sem framleiðir grasið og margir vell-
ir voru skoðaðir. Við sem fórum í þessa ferð erum sannfærðir
um að hafa valið besta fáanlega gervigras sem völ er á í dag. Á
bak við framleiðsluna liggja töluverð vísindi og mikil vöruþró-
un. Gervigrasþráðurinn er að mögu leyti orðinn keimlíkur nátt-
úrugrasinu. Við bæði snertingu boltans og leikmanna (t.d. í
skriðtæklingum og þegar leikmenn renna á grasinu) tognar og
teigist á þræðinum. Með þessu móti hefur tekist að draga úr
þeim mun sem er á „hegðun“ boltans á gervigrasvelli og nátt-
úrugrasvelli. Þetta dregur einnig úr líkum á brunasárum þegar
leikmenn renna á vellinum.
Framkvæmdin við þetta vallarstæði er mun ódýrari en ef
byggður hefði verið nýr völlur frá grunni. Á aðalleikvangnum
var hitalögn undir náttúrugrasinu sem var aðlöguð að gervigrasi
og kostnaður við uppbyggingu vallarins var því mun minni en
ella. Enn vantar okkur þó stærri heimtaug fyrir heitt vatn, þ.e. úr
núverandi 40 mm í 80 mm. Með slíkri lögn er við verstu veður-
aðstæður dælt 25 tonnum af nærri 60 gráðu heitu vatni á
klukkustund. Slíkt magn hefði þó ekki dugað til að bræða það
ótrúlega snjómagn sem kyngdi niður fyrstu dagana í desember.
Á sama tíma og borið hefur á nokkrum pirringi meðal knatt-
spyrnumanna að geta ekki æft er ánægjulegt að sjá þann ríka
æfingaáhuga, sem bæði þjálfarar yngri flokka félagsins og
meistaraflokka hafa sýnt. Við ráðum hins vegar ekki við nátt-
úru öflin og því verða allir að sýna þolinmæði, bæði verður-
guðum og okkur sem eru að koma vellinum í endanlegt horf.
Okkar markmið er einfalt; á Hlíðarenda skulu vera bestu mögu-
legu aðstæður til knattspyrnuiðkunar.
Að lokum langar mig til að þakka öllum þeim sem hafa lagt
þessari framkvæmd lið í stóru og smáu, fulltrúum Reykjavíkur-
borgar, sem samþykktu þessa framkvæmd og stóðu þétt við
bakið á okkur í framkvæmdaferlinu, Peter Jessen, Kristjáni Ás-
geirssyni og öðrum hönnuðun, Gísla í GG lögnum og öllum
hans dugmiklu undirverktökum, Páli í Metatron fyrir fag-
mennsku á öllum sviðum, Helga Geirharðssyni fyrir að keyra
málið áfram af krafti og einurð og þeim sjálfboðaliðum sem
lögðu okkur lið.
Besta gervigras sem völ er á.
Framkvæmdir við aðalleikvanginn
tóku ótrúlega stuttan tíma.
Vígsluleikur gervigrasvallarins þann 3.
október 2015. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.
Úr vígsluleiknum þar sem leikið var við
Stjörnuna. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.
Gervigrasvöllurinn undirbúinn
fyrir vígsluleikinn.
Gervigrasið er að mögu leyti
orðið keimlíkt náttúrugrasi.