Valsblaðið - 01.05.2015, Page 10
10 Valsblaðið 2015
Starfið er margt
Bikarmeistarar karla í knattspyrnu
Í skýrslum deilda hér aftar í blaðinu er
árangri hverrar deildar fyrir sig gerð góð
skil. Það verður þó að minnast á að einn
skemmtilegasti dagur ársins hjá Knatt-
spyrnufélaginu Val var líklega 15. ágúst
sl. en þá varð félagið bikarmeistari í
meistaraflokki karla í knattspyrnu eftir
frábæran sigur á KR í úrslitaleik. Þessi
sigur tryggði félaginu einnig dýrmætt
sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Þess ber að geta titillinn var nr. 109 í
röðinni hjá Val.
Valshöllinn og Valsvöllurinn
Á þessu ári rann samningur við Voda-
fone sitt skeið sem gerir það að verkum
að mannvirkin á Hlíðarenda munu ekki
bera nafn Vodafone. Í bili hefur verið
ákveðið að kalla mannvirkin þeim fal-
legu nöfnun Valshöllin – og Valsvöllur-
inn að Hlíðarenda en þó útilokar aðal-
stjórn Vals ekki annað samstarf í anda
Voda fone samn ings ins. Vert er að koma
fram þökkum til Vodafone fyrir þeirra
stuðning en samstarfið var farslælt og
varði í heil 8 ár.
Rekstur Vals
Það er ekkert leyndarmál að rekstur Vals
hefur verið þungur undanfarin ár og var
árið í ár þar engin undantekning. Það er
Kristín Guðmundsdóttir
íþróttamáður Vals 2014
Á gamlársdag var Kristín Guð munds-
dóttir kjörinn íþróttamaður Vals. Er þetta
í fyrsta sinn sem Kristín hlýtur þessi
verðlaun. Kristín var lykilmaður í liði
Vals sem vann Íslands- og bikarmeistara-
titil árið 2014. Á síðasta tímabili tók hún
svo við stöðu aðstoðarþjáfara meistara-
flokks kvenna jafnframt því að spila
áfram sem leikmaður.
Guðmundsson tilnefndur af barna- og
unglingasviði Vals og Jóhann Már
Helgason, framkvæmdastjóri Vals. Fagna
ber stofnun sjóðsins en hann er hugar-
fóstur þeirra Guðmundar Breiðfjörð, for-
manns barna- og unglingasviðs og Jó-
hanns M. Helgasonar. Sjóðurinn er rek-
inn fyrir sjálfsaflafé og er hægt að
styrkja sjóðinn með því að hafa samband
við skrifstofu Vals.
Valsmenn sem tóku þátt, á einn eða annan hátt, í landsleiknum gegn Kazakstan ytra í
ár. Frá vinstri: Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður, Friðrik Jónsson sjúkraþjálfari,
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður, Þorgrímur Þráinsson, landsliðsnefnd, Baldur
Þórólfsson, læknir og Eiður Smári Guðjohnsen framherji. Á myndina vantar Guðmund
Hreiðarsson markmannsþjálfara.
Mannauður félagsins. Fjórir framkvæmdastjórar Vals í góðum gír á herrakvöldinu í
nóvember. Frá vinstri: Sveinn Stefánsson, Stefán Karlsson, Haraldur Daði Ragnarsson
og Jóhann Már Helgason núverandi framkvæmdastjóri.
Berglind Íris Hansdóttir var heiðruð á
árinu fyrir að leika 300 leiki fyrir Val.