Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 58

Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 58
58 Valsblaðið 2015 Eftir Þorgrím Þráinsson læknir liðanna er bikarmeistaratitill í handbolta. Hann hefur sem sagt verið læknir meistaraflokks í fótbolta og svo tók hann eina úrslitakeppni sem læknir meistaraflokks handbolta, árið 1992, þegar Stefán Carlsson læknir forfallaðist. „Fyrir nokkrum árum hafði ég ekki tíma til að vera læknir meistaraflokks í handbolta í bikarúrslitaleik sem vannst en ég var þó fenginn til að sprauta leik- mann fyrir leikinn. Þrátt fyrir það tel ég það ekki með. En það er um að gera að hafa gaman af þessu og ég gantast oft með þetta. Mér finnst frábært að hafa fengið að vera í beinum tengslum við all- ar greinar félagsins.“ Eins og flestum eru kunnugt hafa bæði faðir Björns, Jón Gunnar Zoëga, og afi hans, Sveinn Zoëga, verið formenn „Ég kom lítið niður að Hlíðarenda fyrr en ég byrjaði sjálfur að æfa, um ellefu ára gamall. Fram að fimmtán ára aldri æfði ég á vorin og haustin því ég var í Bretlandi á sumrin, hjá systur Sveins afa míns. Fótboltatímabilið á þessum árum var möl á vorin og haustin því flestir voru sendir í sveit. Ég byrjaði líka fljót- lega að æfa handbolta með góðum mönnum eins og Geir Sveinssyni, Jakobi Sig og Júlla Jónasar. Það var mjög sterk- ur árgangur en sjálfur gat ég ekkert. Við vorum með annað af tveimur sterkustu liðum á landinu og tók ég ekki mikinn þátt. Ég gafst fljótlega upp, bæði vegna getuleysis og þess að ég bjó í Vesturbæn- um því á þessum tíma tíðkaðist ekki að foreldrar væru að keyra börnin á æfingar. Það var því ekki einfalt fyrir mig að fara niður að Hlíðarenda. Fjórtán, fimmtán ára fór ég að æfa körfubolta með Val og þá var mikill upp- gangur hjá félaginu á þeim vettvangi. Fyrsta heila árið mitt í yngri flokkunum í körfu var þegar Tim Dwyer lék með Val í fyrra skiptið. En í seinna skiptið sem Dwyer var með Val var ég kominn í meistaraflokk, 17 ára. Það var ævintýra- legt ár og skrautlegt að fylgjast með Tim Dwyer sem er einn af eftirminnilegri íþróttamönnum sem hafa verið að Hlíð- arenda, fyrir margra hluta sakir. Lífstíll hans var vægast sagt sérstakur. Þetta eru árin ’82 og ’83 þegar við unnum til allra titla. Tómas Holton, Einar Ólafsson og Leifur Gustavsson voru líka að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Við komum upp úr mjög sterkum yngri flokkum og vorum við að vinna öll mót á árunum þar á undan. Ég spilaði með meistaraflokki frá 17 ára aldri til 26 þegar ég lauk læknanámi. Þegar ég fór að vinna annan hvern sólarhring á vöktum lagði ég skóna á hilluna. Síðustu tvö árin var ég fyrirliði og við vorum oftast í toppbar- áttu. Ég náði að spila 250 leiki með meistaraflokki, sem verður að teljast nokkuð gott. Þegar ég útskrifaðist sem læknir gekk ég beint í stjórn körfuboltadeildar sem varaformaður. Það ár fengum við rúss- neskan þjálfara, Vladimir Obokov, fyrr- verandi landsliðsþjálfara Sovétríkjanna sem var algjör toppmaður, eldklár en lé- legur í ensku. Það pirraði hann að geta ekki haldið uppi sama aga og í heima- landinu. Sú staða kom upp, þegar ég var hættur, að ég spilaði með B-liði Vals og sökum manneklu spilaði ég síðustu tvo leiki tímabilsins með meistaraflokki, sem voru umspilsleikir um það að halda áfram í deild hinna efstu. Það tókst. Ári síðar réðum við Frank Booker og árang- urinn lét ekki á sér standa þótt við næld- um ekki í Íslandsmeistaratitil.“ Hverjir eru skrautlegustu karakter­ arnir sem hafa leikið með Val? „Tim Dwyer og Frank Booker eru eft- irminnilegustu leikmennirnir en á ólíkan hátt. Ég sem unglingur sá ekki alltaf í gegnum ruglið hjá Tim Dwyer, fyrr en eftir á, af því hann gat alltaf haldið and- litinu út á við. Frank Booker var ótrúleg- ur leikmaður. Hann lék fyrst með ÍR og var sífellt að dúndra boltanum ofan í körfuna þegar hann var rétt kominn yfir miðju. Maður hélt að þetta væri tilviljun fyrstu tvö, þrjú skiptin en hann hélt þessu áfram endalaust, skoraði oft yfir 50 stig. Sem betur fer náðum við að nýta hann nokkuð vel.“ Eini titillinn sem Björn Zoëga hefur ekki unnið með Val sem leikmaður eða Dúndraði boltanum ofan í körfu, rétt kominn fram yfir miðju Björn Zoëga, formaður Vals, hefur hampað Íslandsmeistaratitlum með öllum meistaraflokkum félagsins, sem leikmaður eða læknir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.