Valsblaðið - 01.05.2015, Side 11
Valsblaðið 2015 11
Starfið er margt
ári vil ég þakka öllum þeim ómetanlegu
sjálfboðaliðum sem gera starf Vals af
veruleika, án ykkar væri þetta ómögulegt
– ég hlakka til samstarfsins á nýju ári.
Björn Zoë ga formaður
Knattspyrnufélagsins Vals
við Hlíðarendareit taki ennþá frekari
framfaraspor, vinnan við mögulegt knatt-
hús heldur áfram og allir meistaraflokkar
okkar eru stórhuga á árinu. Í handknatt-
leiksdeildinni er stefnan sett á efstu sætin
í báðum flokkum. Í körfuknattleiknum
hefur karlalið Vals staðið sig frábærlega í
næst efstu deild og ætla sér upp í deild
þeirra bestu, markmið kvennakörfunar
eru svo að berjast um sjálfan Íslands-
meistaratitilinn. Að lokum er svo mikil
gróska í knattspyrnudeild og þá sérstak-
lega í kvennafótboltanum þar sem allir
Valsarar munu gleðjast yfir því að sjá
markadrottinguna og fyrrum íþróttamann
Vals, Margréti Láru Viðarsdóttur, snúa
aftur á Hlíðarenda.
Kæri Valsari, um leið og ég óska þér og
þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju
breytt landslag varðandi söfnun á styrkt-
araðilum þar sem fyrirtæki almennt virð-
ast vera að draga í land í þeim efnum,
sérstaklega ef skoðaðir eru samningar
sem voru gerðir fyrir fall bankanna 2008.
Að sama skapi hafa laun þjálfara og leik-
manna hækkað í takt við launaþróun al-
mennt í landinu.
Hins vegar horfir betur við, rekstur
barna- og unglingasviðs Vals er í mjög
góðum málum og mun nú skila af sér
hagnaði fyrir rekstrarárið 2015. Einnig
gengur rekstur á fasteignum Vals með
miklum ágætum sem skapar félaginu
bæði dýrmætar tekjur sem og fjáraflanir
fyrir meistaraflokka félagsins. Rekstar-
vandinn er því bundinn við afreksstarf
Vals sem er fyrst og fremst rekið með
framlögum frá styrktaraðilum, tekjum af
leikjum og öðrum fjáröflunum. Mikill ár-
angur náðist í knattspyrnudeildinni á síð-
astliðnu sumri þar sem félagið komst í
Evrópukeppni sem mun gefa þeirri deild
umfangsmiklar tekjur á næsta ári. Einnig
seldi félagið Patrick Pedersen fyrir sann-
gjarna upphæð sem aftur hjálpar knatt-
spyrnudeild Vals á næsta rekstarári. Það
sama má segja um handknattleiksdeild
og körkuknattleiksdeild, þar eru horfur
um batnandi rekstrartölur og félagið því
á réttri leið.
Sækjum fram á nýju ári
Árið 2016 verður vonandi jafn viðburð-
arríkt og árið 2015, eins og fram hefur
komið vonumst við til að uppbyggingin Þjálfarar Vals í knattspyrnu, Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson ásamt
nokkrum hressum stuðningsmönnum með bikarinn eftirsótta eftir frækinn sigur á KR
2-0 í úrslitaleiknum. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs.
Margrét Lára Viðarsdóttir sneri
aftur úr atvinnumennsku og leikur
með Val næstu ár. Fagnar hér titli
árið 2008 með Rakel Logadóttur.
Það var vel mætt á Valsvöllinn á Hlíðarenda á leiki Vals í Pepsídeild karla. Ljósmynd
Þorsteinn Ólafs.
Einn fjölmargra sjálfboðaliða á
heimaleikjum.