Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 60
60 Valsblaðið 2015
Forvarnarstarf
kærleik, en það er HREYFING, HOLLT
MATARÆÐI OG LESTUR. Það þekkja
allir á eigin skinni að nenni maður ekki
að hreyfa sig, hugar maður síður að mat-
aræðinu og þunglyndi og depurð læðist
að manni. Flestir foreldra þekkja það að
barnið sitji fyrir framan sjónvarpið, eða
tölvuleikinn, eða fast í símanum sínum
og ætli á æfingu SEINNA. Ætli að læra
SEINNA og ætli að taka til í herberginu
sínu SEINNA. Og svo missa þau af lest-
inni á margvíslegan máta en missa fyrst
og fremst af sjálfu sér blómstra. Það get-
ur leitt til þess að sérlega hæfur einstak-
lingur, sem naut ekki snemmtækrar íhlut-
unar, fer tilneyddur „skuggaleið“ í lífinu,
jafnvel þótt hann vilji það ekki. Sífelldur
samanburður á greind og einkunnum,
hæfni og þroska stimplar hann út í horni
og honum finnst hann einskis virði.
Það er á ábyrgð okkar foreldra að
börnin standi sig, fram að 18 ára aldri og
við getum gert mun betur. Það þekki ég
af eigin raun. Við eigum að halda bókum
(texta) að börnunum og tryggja þeim
daglega hreyfingu og hollt mataræði.
Breytingin á sálarástandi barna sem búa
við slíkar aðstæður og venjur eru ótrú-
legar. Og við eigum ekki að gefa neinn
afslátt af þessu. Börnin þurfa á okkur að
halda, jafnvel þótt þau vilji það ekki.
Þorgrímur Þráinsson Valsmaður
„Ungmenni sem heltast úr lestinni í
framhaldsskólum eiga eitt sameiginlegt,“
sagði maður sem hefur unnið í fjölda-
mörg ár á „félagsmiðstöð“ fyrir ungt fólk
sem á erfiðara með að fóta sig í lífinu en
aðrir. „Það er brotin sjálfsmynd,“ bætti
hann við, „rótin er alltaf brotin sjálfs-
mynd.“
Af hverju ætli sjálfsmynd ungmenna
brotni? Eflaust eru ástæðurnar margþætt-
ar enda búa ungmenni við ólíkar fjöl-
skylduaðstæður, er líffræðilega ólík og
hafa ekki öll sömu tækifæri í lífinu, jafn-
vel þótt Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna kveði á um annað. Og vissulega
þroskast börn mishratt og áhugamál
þeirra eru ólík. En, engu að síður, skiptir
gríðarlega miklu máli að börn nái góðum
tökum á lestri því annars eiga þau erfitt
með því að skilja námsefni og sömuleið-
is erfitt með að „lesa“ lífið.
Öll þekkjum við án efa börn sem eiga í
lestrarerfiðleikum af ýmsum ástæðum og
sum börn óttast að vinna með texta, sök-
um minnimáttakenndar og þess að þau
halda að þau geti ekki lært. Sýnt hefur
verið fram á að DUGNAÐUR í skóla
skipti miklu meira máli en hversu gáfuð
við erum.
Sumir leikskólar búa börn frábærlega
undir grunnskólanám með því að vinna
með stafi og einfaldan texta í leikjaformi
á meðan aðrir leikskólar sinna þessu
verr. Það liggur í augum upp að nái barn
fljótlega tökum á lestri, blómstar það í
námi, sjálfstraustið eykst og barninu
finnst því allir vegir standa færir.
En hvernig er unnið með þau börn sem
ná síður tökum á lestri? Nýjar kannanir
sýna að 25% grunnskólabarna þurfa á
sérkennslu að halda, af ýmsum ástæðum.
Og 20% barna eiga í einhvers konar
„geðheilbrigðisvanda“, ná illa tökum á
tilfinningunum. Öll þekkjum við athygl-
isbrest, tourette, einhverfu, kvíða og
fleira sem sum börn þurfa að takast á við
en hvernig er þessum einstaklingum
hjálpað. Og eru þetta kannski börnin sem
heltast úr lestinni þegar komið er í fram-
haldsskóla?
Snemmtækri íhlutun á Íslandi er ábóta-
vant, það þarf að greina vandann mun
fyrr og börnin þurfa viðeigandi aðstoð
undireins. Staðreyndin er hins vegar sú
að sum börn bíða í ár eða tvö eftir grein-
ingu, tvö dýrmæt ár sem skipta sköpum í
þroska barnsins. Og biðlistar eftir grein-
ingu í skólum getur tekið jafnlangan
tíma. Þessi bið og þetta „afskiptaleysi“
skapar vanlíðan og vandamál á unglings-
árum og þá er byrjað að plástra með
margvíslegum hætti.
Í mínum huga skiptir þrennt nánast öllu
máli í uppeldismálum, fyrir utan ást og
Lestur og lýðheilsa
haldast í hendur!
Hreyfing, hollt mataræði og lestur skiptir öllu máli fyrir börnin okkar