Valsblaðið - 01.05.2015, Side 60

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 60
60 Valsblaðið 2015 Forvarnarstarf kærleik, en það er HREYFING, HOLLT MATARÆÐI OG LESTUR. Það þekkja allir á eigin skinni að nenni maður ekki að hreyfa sig, hugar maður síður að mat- aræðinu og þunglyndi og depurð læðist að manni. Flestir foreldra þekkja það að barnið sitji fyrir framan sjónvarpið, eða tölvuleikinn, eða fast í símanum sínum og ætli á æfingu SEINNA. Ætli að læra SEINNA og ætli að taka til í herberginu sínu SEINNA. Og svo missa þau af lest- inni á margvíslegan máta en missa fyrst og fremst af sjálfu sér blómstra. Það get- ur leitt til þess að sérlega hæfur einstak- lingur, sem naut ekki snemmtækrar íhlut- unar, fer tilneyddur „skuggaleið“ í lífinu, jafnvel þótt hann vilji það ekki. Sífelldur samanburður á greind og einkunnum, hæfni og þroska stimplar hann út í horni og honum finnst hann einskis virði. Það er á ábyrgð okkar foreldra að börnin standi sig, fram að 18 ára aldri og við getum gert mun betur. Það þekki ég af eigin raun. Við eigum að halda bókum (texta) að börnunum og tryggja þeim daglega hreyfingu og hollt mataræði. Breytingin á sálarástandi barna sem búa við slíkar aðstæður og venjur eru ótrú- legar. Og við eigum ekki að gefa neinn afslátt af þessu. Börnin þurfa á okkur að halda, jafnvel þótt þau vilji það ekki. Þorgrímur Þráinsson Valsmaður „Ungmenni sem heltast úr lestinni í framhaldsskólum eiga eitt sameiginlegt,“ sagði maður sem hefur unnið í fjölda- mörg ár á „félagsmiðstöð“ fyrir ungt fólk sem á erfiðara með að fóta sig í lífinu en aðrir. „Það er brotin sjálfsmynd,“ bætti hann við, „rótin er alltaf brotin sjálfs- mynd.“ Af hverju ætli sjálfsmynd ungmenna brotni? Eflaust eru ástæðurnar margþætt- ar enda búa ungmenni við ólíkar fjöl- skylduaðstæður, er líffræðilega ólík og hafa ekki öll sömu tækifæri í lífinu, jafn- vel þótt Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna kveði á um annað. Og vissulega þroskast börn mishratt og áhugamál þeirra eru ólík. En, engu að síður, skiptir gríðarlega miklu máli að börn nái góðum tökum á lestri því annars eiga þau erfitt með því að skilja námsefni og sömuleið- is erfitt með að „lesa“ lífið. Öll þekkjum við án efa börn sem eiga í lestrarerfiðleikum af ýmsum ástæðum og sum börn óttast að vinna með texta, sök- um minnimáttakenndar og þess að þau halda að þau geti ekki lært. Sýnt hefur verið fram á að DUGNAÐUR í skóla skipti miklu meira máli en hversu gáfuð við erum. Sumir leikskólar búa börn frábærlega undir grunnskólanám með því að vinna með stafi og einfaldan texta í leikjaformi á meðan aðrir leikskólar sinna þessu verr. Það liggur í augum upp að nái barn fljótlega tökum á lestri, blómstar það í námi, sjálfstraustið eykst og barninu finnst því allir vegir standa færir. En hvernig er unnið með þau börn sem ná síður tökum á lestri? Nýjar kannanir sýna að 25% grunnskólabarna þurfa á sérkennslu að halda, af ýmsum ástæðum. Og 20% barna eiga í einhvers konar „geðheilbrigðisvanda“, ná illa tökum á tilfinningunum. Öll þekkjum við athygl- isbrest, tourette, einhverfu, kvíða og fleira sem sum börn þurfa að takast á við en hvernig er þessum einstaklingum hjálpað. Og eru þetta kannski börnin sem heltast úr lestinni þegar komið er í fram- haldsskóla? Snemmtækri íhlutun á Íslandi er ábóta- vant, það þarf að greina vandann mun fyrr og börnin þurfa viðeigandi aðstoð undireins. Staðreyndin er hins vegar sú að sum börn bíða í ár eða tvö eftir grein- ingu, tvö dýrmæt ár sem skipta sköpum í þroska barnsins. Og biðlistar eftir grein- ingu í skólum getur tekið jafnlangan tíma. Þessi bið og þetta „afskiptaleysi“ skapar vanlíðan og vandamál á unglings- árum og þá er byrjað að plástra með margvíslegum hætti. Í mínum huga skiptir þrennt nánast öllu máli í uppeldismálum, fyrir utan ást og Lestur og lýðheilsa haldast í hendur! Hreyfing, hollt mataræði og lestur skiptir öllu máli fyrir börnin okkar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.