Valsblaðið - 01.05.2015, Side 100
100 Valsblaðið 2015
Það gefur mér mikið að hjálpa til og kynnast öllu þessu frá-
bæra fólki sem mætir á leiki og gefur félaginu sinn dýrmæta frí-
tíma. Það eru forréttindi að fá að umgangast leikmenn, þjálfara,
stjórnarmenn, foreldra og stuðningsmenn, sem og leikmenn
annarra liða.
Félagið er að gera margt gott en ég hef ekki mikið fylgst með
innra starfinu eða foreldrastarfinu. Og mér sýnist vera mikill
metnaður lagður í alla þjálfun.“
Þorgrímur Þráinsson tók saman.
„Ég hef verið stuðningsmaður Vals frá því ég man eftir mér og
hjálpað til í leikjum hjá meistaraflokkum handboltans og annað
slagið við frágang eftir körfuboltaleiki. Þetta byrjaði allt þegar
stuðningsmenn stofnuðu Alvöru-menn til að styðja við bakið á
handboltanum þegar Þorbjörn Jensson var þjálfari, í kringum
1988–1990 og síðan hef ég verið viðloðandi liðið. Starfið fólst í
því að gefa stuðningsmönnum kaffi og „með því“ fyrir leiki, í
hálfleik og svo leikmönnum eftir leiki. Fljótlega byrjaði ég að
vinna í salnum og reyni að vera á öllum leikjum meistaraflokks.
Ég fylgist líka vel með fótboltanum en þar sem ég er mikið úti á
landi á sumrin missi ég af mörgum leikjum. Önnur félagsstörf
hef ég hvorki unnið hjá Val né öðrum samtökum.
Börnin mín hafa aldrei æft með Val en yngri stelpan kom
stundum með mér á leiki og Baldur húsvörður fékk hana til að
sjá um miðasölu á kvennaleiki og að hjálpa til í sjoppunni. Eftir
það var hún með okkur alveg þar til við fórum að spila í Höll-
inni og svo vann hún nokkrum sinnum í Sumarbúðum í borg.
Fólkið á bak við tjöldin
Gísli á heimavelli, að Hlíðarenda, þar sem hann heldur til
löngum stundum sem einn af fólkinu á bak við tjöldin.
Alvöru-Valsmaður
Gísli Níelsson byrjaði með Alvöru-mönnum í tíð Tobba Jens
Frábær gjöf fyrir
dömur á öllum aldri
Fáanleg í 12 litum
Nánar um sölustaði á facebook
Verð kr. 3390
Helstu útsölustaðir í Reykjavík
Allar sundlaugar, Lyf og heilsa; JL húsi,
Kringlu og Austurveri, Minja, Snyrtivöru-
búðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver,
Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek,
Urðarapótek, Balletbúðin Arena.
Netverslanir Aha.is, Heimkaup,
Krabbameinsfélagið og Netsöfnun.
Barnastærð f. 3-9 ára kr. 3190