Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 82

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 82
82 Valsblaðið 2015 vægar ábendingar tengdar heilsu 65 ára og eldri einstaklinga.8 Helstu þættir sem nefndir eru og stuðla að góðri heilsu eru reglubundin hreyfing, æskileg næring og að forðast tóbaksreykingar. Helstu þættir sem aftur á móti stofna heilsu eldri ald- urshópa í hættu eru minnkandi hreyfing, lítil ávaxta- og grænmetisneysla, offita og tóbaksreykingar. Rannsóknaniður- stöður frá 2011 gáfu til kynna að um 33% einstaklinga, 65 ára og eldri, hreyfðu sig ekki, 73% borðuðu færri en fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, 24% þeirra væru í offituflokki og 8% reyktu. Þessar niðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að koma á fót heilsu- tengdri íhlutun í samfélögum þjóða með það að markmiði að stemma stigu við áhættuþáttum tengdum heilsuleysi og um leið að auka markvissa hreyfingu og æskilega næringarinntöku meðal eldri aldurshópa.9 Íslensk doktorsrannsókn Doktorsritgerð greinahöfundar, Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun, hafði það megin markmið að athuga hvaða áhrif sex mánaða íhlutun sem byggð var á fjölþættri hreyfingu og ráð- leggingum um næringu og heilsu hefði á helstu útkomubreytur eins og daglega hreyfingu, hreyfigetu, styrk, þol, líkams- samsetningu og þætti tengda hjarta og æðasjúkdómum.5 Markmið rannsóknar- innar var jafnframt að skoða áhrif íhlut- unar til lengri tíma, eða sex og tólf mán- uðum eftir að íhlutunartímabili lauk. Einnig var athugað hvort áhrif íhlutunar væru ólík meðal eldri karla og kvenna í Inngangur Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri. Því er mikilvægt að rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll og fjöl- breytt þjálfun hafi margvíslegan heilsu- tengdan ávinning í för með sér auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættuþáttum sem tengjast aldri. Virkur lífsstíll er meðal annars fólginn í reglu- bundinni hreyfingu sem felur í sér loft- háða þjálfun og styrktarþjálfun. Slík þjálf- un hefur sannað gildi sitt fyrir hjarta og æðakerfið og einnig fyrir lungna- og stoð- kerfi líkamans. Af yfirlitsrannsóknum má ráða að það sé nánast sannað að þjálfun hafi jákvæð áhrif á líkamsþrek, hagnýta hreyfigetu, athafnir daglegs lífs og heilsu- tengd lífsgæði. Þetta á bæði við þá sem eru heilsuhraustir en ekki síður við þá sem eru veikburða eldri einstaklingar.1–3 Dagleg hreyfing Gögn um daglega hreyfingu almennings gefa til kynna að rúmlega þriðjungur íbúa heims nái ekki ráðlögðu lágmarki daglegrar hreyfingar.4 Hér á landi vantar einnig nokkuð á að þessum lágmörkum sé náð en viðmiðið er dagleg hreyfing í að minnsta kosti 30 mínútur. Íslenskar rannsóknir sína að það vantar um 15 mínútur á dag til að Íslendingar nái al- þjóðlegum ráðleggingum helstu heil- brigðisstofnana í heimi. Þrátt fyrir mikla þekkingu á jákvæðum áhrifum af reglu- bundinni hreyfingu fer hún minnkandi.5,6 Árið 2009 var talið að hlutfall þeirra jarðarbúa sem væru óvirkir eða hreyfðu sig ekki sem neinu næmi væri um 17%. Hreyfingarleysi og sjúkdómar Í rannsóknum kemur fram að 6–10% dauðsfalla tengist sjúkdómum sem megi rekja til hreyfingarleysis. Talið er að þessi tala sé jafnvel hærri, eða um 30% þegar um er að ræða tiltekna hjarta- og æðasjúkdóma tengda blóðþurrð.7 Árið 2007 var talið að koma mætti í veg fyrir um 5,5 milljónir dauðsfalla af völdum sjúkdóma, sem ekki eru smitandi. Að- ferðin er ekki flókin, hún gengur út á það að fá kyrrsetufólk til að stunda hreyf- ingu. Hreyfingarleysi á heimsvísu hefur samt aukist þó að þekking á þjálfunarað- ferðum sem leiða til bættrar heilsu hafi farið vaxandi. Þessu ástandi er líkt við heimsfaraldur því að það snertir ekki ein- ungis heilsu fólks heldur eru afleiðing- arnar einnig efnahagslegar, umhverfis- legar og félagslegar.8 Mikilvægar ábendingar fyrir 65 ára og eldri Í nýlegri skýrslu frá bandarískum heil- brigðisyfirvöldum eru settar fram mikil- Fjölþætt heilsurækt- leið að farsælli öldrun Eftir Dr. Janus Friðrik Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Mynd 1. Hluti af rannsóknarhópi á æfingu á Laugardalsvelli. Valsblaðið bað Janus Guðlausson um að gera grein fyrir rannsóknum sínum um áhrif heilsuræktar á öldrun og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Til gamans má geta þess að Janus Guðlausson var í stjörnuliði Ásgeirs Sigurvinssonar sem lék gegn Val árið 1981 í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.