Valsblaðið - 01.05.2015, Page 82
82 Valsblaðið 2015
vægar ábendingar tengdar heilsu 65 ára
og eldri einstaklinga.8 Helstu þættir sem
nefndir eru og stuðla að góðri heilsu eru
reglubundin hreyfing, æskileg næring og
að forðast tóbaksreykingar. Helstu þættir
sem aftur á móti stofna heilsu eldri ald-
urshópa í hættu eru minnkandi hreyfing,
lítil ávaxta- og grænmetisneysla, offita
og tóbaksreykingar. Rannsóknaniður-
stöður frá 2011 gáfu til kynna að um
33% einstaklinga, 65 ára og eldri,
hreyfðu sig ekki, 73% borðuðu færri en
fimm skammta af ávöxtum og grænmeti
á dag, 24% þeirra væru í offituflokki og
8% reyktu. Þessar niðurstöður sýna fram
á mikilvægi þess að koma á fót heilsu-
tengdri íhlutun í samfélögum þjóða með
það að markmiði að stemma stigu við
áhættuþáttum tengdum heilsuleysi og um
leið að auka markvissa hreyfingu og
æskilega næringarinntöku meðal eldri
aldurshópa.9
Íslensk doktorsrannsókn
Doktorsritgerð greinahöfundar, Fjölþætt
heilsurækt – leið að farsælli öldrun,
hafði það megin markmið að athuga
hvaða áhrif sex mánaða íhlutun sem
byggð var á fjölþættri hreyfingu og ráð-
leggingum um næringu og heilsu hefði á
helstu útkomubreytur eins og daglega
hreyfingu, hreyfigetu, styrk, þol, líkams-
samsetningu og þætti tengda hjarta og
æðasjúkdómum.5 Markmið rannsóknar-
innar var jafnframt að skoða áhrif íhlut-
unar til lengri tíma, eða sex og tólf mán-
uðum eftir að íhlutunartímabili lauk.
Einnig var athugað hvort áhrif íhlutunar
væru ólík meðal eldri karla og kvenna í
Inngangur
Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt
hærri aldri. Því er mikilvægt að rannsaka
heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir
benda til þess að virkur lífsstíll og fjöl-
breytt þjálfun hafi margvíslegan heilsu-
tengdan ávinning í för með sér auk þess
sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum
áhættuþáttum sem tengjast aldri. Virkur
lífsstíll er meðal annars fólginn í reglu-
bundinni hreyfingu sem felur í sér loft-
háða þjálfun og styrktarþjálfun. Slík þjálf-
un hefur sannað gildi sitt fyrir hjarta og
æðakerfið og einnig fyrir lungna- og stoð-
kerfi líkamans. Af yfirlitsrannsóknum má
ráða að það sé nánast sannað að þjálfun
hafi jákvæð áhrif á líkamsþrek, hagnýta
hreyfigetu, athafnir daglegs lífs og heilsu-
tengd lífsgæði. Þetta á bæði við þá sem
eru heilsuhraustir en ekki síður við þá sem
eru veikburða eldri einstaklingar.1–3
Dagleg hreyfing
Gögn um daglega hreyfingu almennings
gefa til kynna að rúmlega þriðjungur
íbúa heims nái ekki ráðlögðu lágmarki
daglegrar hreyfingar.4 Hér á landi vantar
einnig nokkuð á að þessum lágmörkum
sé náð en viðmiðið er dagleg hreyfing í
að minnsta kosti 30 mínútur. Íslenskar
rannsóknir sína að það vantar um 15
mínútur á dag til að Íslendingar nái al-
þjóðlegum ráðleggingum helstu heil-
brigðisstofnana í heimi. Þrátt fyrir mikla
þekkingu á jákvæðum áhrifum af reglu-
bundinni hreyfingu fer hún minnkandi.5,6
Árið 2009 var talið að hlutfall þeirra
jarðarbúa sem væru óvirkir eða hreyfðu
sig ekki sem neinu næmi væri um 17%.
Hreyfingarleysi og sjúkdómar
Í rannsóknum kemur fram að 6–10%
dauðsfalla tengist sjúkdómum sem megi
rekja til hreyfingarleysis. Talið er að
þessi tala sé jafnvel hærri, eða um 30%
þegar um er að ræða tiltekna hjarta- og
æðasjúkdóma tengda blóðþurrð.7 Árið
2007 var talið að koma mætti í veg fyrir
um 5,5 milljónir dauðsfalla af völdum
sjúkdóma, sem ekki eru smitandi. Að-
ferðin er ekki flókin, hún gengur út á það
að fá kyrrsetufólk til að stunda hreyf-
ingu. Hreyfingarleysi á heimsvísu hefur
samt aukist þó að þekking á þjálfunarað-
ferðum sem leiða til bættrar heilsu hafi
farið vaxandi. Þessu ástandi er líkt við
heimsfaraldur því að það snertir ekki ein-
ungis heilsu fólks heldur eru afleiðing-
arnar einnig efnahagslegar, umhverfis-
legar og félagslegar.8
Mikilvægar ábendingar fyrir 65
ára og eldri
Í nýlegri skýrslu frá bandarískum heil-
brigðisyfirvöldum eru settar fram mikil-
Fjölþætt heilsurækt-
leið að farsælli öldrun
Eftir Dr. Janus Friðrik Guðlaugsson, lektor við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Mynd 1. Hluti af rannsóknarhópi á
æfingu á Laugardalsvelli.
Valsblaðið bað Janus Guðlausson um að gera grein fyrir rannsóknum sínum um áhrif heilsuræktar á
öldrun og varð hann góðfúslega við þeirri beiðni. Til gamans má geta þess að Janus Guðlausson var
í stjörnuliði Ásgeirs Sigurvinssonar sem lék gegn Val árið 1981 í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.