Valsblaðið - 01.05.2015, Side 38
38 Valsblaðið 2015
Starfið er margt
Strákarnir voru hörkuduglegir og mjög
góðir í að meðtaka þær æfingar sem
þjálfararnir settu fyrir þá. Flokkurinn var
mjög duglegur að taka þátt í mótum og
fóru á alls 11 mót á tímabilinu. Stærstu
mótin voru Orkumótið í Eyjum og
Króksmótið ásamt Íslandsmótinu. Ár-
angurinn var til fyrirmyndar hjá strákun-
um og unnu þeir nokkur af þessum mót-
um og þ.á m. (Vísmót Þróttar og Lemon
mót FH). A-liðið komst síðan í loka-
keppnina á Orkumótinu í Eyjum og kór-
ónaði svo gott tímabil með því að vinna
Íslandsmót 6. flokks. Ljóst er að Valsarar
eru mjög heppnir að að eiga svo öflugan
hóp af drengjum og það er vonandi að
félagið beri gæfu til að sinna þesum
strákum eins vel og mögulegt er.
7. flokkur karla
Flokkurinn var ansi stór þetta árið, alls
65 skráðir þegar mest var.
Skiptingin var jöfn á milli ára en tals-
vert þjálfarabras var þennan veturinn, því
miður.
Alls voru 3 þjálfarar með flokkinn.
Tekið var þátt í nokkrum mótum þetta
árið, Hamarsmótinu í Hveragerði, Norð-
urálsmótinu á Akranesi og Arionbanka-
mótinu.
Margir í flokknum náðu miklum fram-
förum þetta árið. Mikið var lagt upp með
að auka samspil á milli drengja og að all-
ir gætu unnið og spilað með öllum. Ekki
var lagt mikið upp úr getuskiptingu, en
hún aðeins sett upp fyrir mótið á Akra-
nesi.
Oft var mikið fjör á æfingum og því
var mikilvægt að fara reglulega yfir regl-
ur á æfingum og inn á vellinum og búast
Pollamótsmeistarar Vals í 6. flokki A-liða í knattspyrnu 2015 en B- og C-lið Vals
komust líka í úrslitakeppnina. Neðri röð frá vinstri: Kolbeinn Jónsson, Hilmar
Hrafn Gunnarsson, Björn Magnússon. Efri röð frá vinstri: Kári Stephensen,
Baldur Fannar Ingason, Björgvin Hugi Ragnarsson, Róbert Winther. Þjálfari:
Arnar Steinn Einarsson. Ljósmynd: Jón Oddur Guðmundsson.
Hnátumótsmeistarar ásamt Víkingi í flokki B liða. Á myndinni eru einnig nokkrar stúlkur úr A
liðinu. F.v. Selma Karlsdóttir, Cicely Steinunn Pálsdóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Eva
Stefánsdóttir, Júlíana Magnúsdóttir, Elísa Björnsdóttir, Valgerður Rún Samúelsdóttir, Tinna Tynes,
Arngunnur Kristjánsdóttir, Þórdís María Aikman þjálfari, Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir, Salka
Mei Andrésdóttir), Freyja Sól F. Heldersdóttir, Katla Tryggvadóttir og Hugrún Lóa Kvaran.
7. flokkur kvenna.